fbpx

HELGARKOKTEILLINN: TRÖNUBERJA GIN

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Jólaundirbúningurinn byrjar á mörgum heimilum í nóvember og þessi tími er svo yndislegur. Því finnst mér alveg tilvalið að komast í smá jólafíling með góðum drykk og hér kemur nýr og bragðgóður kokteill sem kemur manni í jólaskapið. Kokteillinn inniheldur gin, trönuberjasafa, sykursíróp, angostura bitter, rósmarín og appelsínu. Þessi blanda er alveg sérlega góð og trönuberin, appelsínukeimurinn og rósmarínið gerir drykkinn svo jólalegan og gómsætan. Margir eru að skipuleggja matarboð eða aðra jólahittinga og þá á þessi kokteill einstaklega vel við.

60 ml Roku gin
1,3 dl trönuberjasafi
2 ml sykursíróp
Nokkrir dropar angostura bitter
Rosmarín stilkur
Appelsínu sneið
Klakar
Skreyta með trönuberjum eða rifsberjum

Aðferð

  1. Hellið gini, trönuberjasafa, sykursírópi og bitter í fallegt glas og hrærið saman.
  2. Fyllið glasið af klökum og setjið rósmarín stilk og appelsínusneið.
  3. Skreytið með trönuberjum og njótið.

GÓÐA HELGI & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

ALLT FYRIR JÓLAKAFFIBOÐIÐ // GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg