fbpx

Rauðar varir á morgun

Varir

Ein af umfjöllunum sem ég ákvað að gera fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal var um rauða litinn. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu fyrir greinina og markmið mitt var að reyna að komast að því hvað í ósköpunum gerði það að verkum að við tengjum þennan lit svo sterkt við hátíðirnar. Ég gat engan veginn fundið svarið við þessari spurningu minni. Mér finnst því enn gaman að pæla aðeins í því afhverju það er að margar konur vilja helst vera með rauðan varalit yfir hátíðirnar og afhverju það er eitthvað meira viðeigandi þá en við alla hina hátíðlegu viðburðina.

Að lokum varð ég eiginlega bara að játa mig sigraða því ég verð bara að segja það að ég kenni heilshugar Coca Cola um það að við tengjum rauða litinn við jólahátíðina og þar af leiðandi rauðu hátíðarvarirnar sem okkur finnast svo ómissandi. Allt má rekja þetta til fallega rauða jólasveinsins sem Coca Cola markaðssetti á svo skemmtilegan hátt.

Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.31 AM

Með umfjölluninni um rauða litinn og tengingu hans við hátíðirnar reyndi ég að finna einn fallegan rauðan lit hjá langflestum snyrtivörumerkjum hér á Íslandi. Mig langar að leyfa þessari umfjöllun að fylgja með þessari færslu.

Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.39 AM Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.53 AMBlaðið finnið þið í heild sinni hér – REYKJAVÍK MAKEUP JOURNAL.

Að lokum langar mig að benda áhugasömum á það að ég verð inní Lyfju á Laugaveginum frá 20-22 í kvöld með kynningu á Oroblu sokkabuxum, Maybelline, L’Oreal og Real Techniques – endilega kíkið á mig <3

Svo langar mig aðeins að forvitnast hvort það eru einhverjar hér sem eru ákveðnar í að vera með rauðar varir og langar ef til vill að deila með okkur hinum hvaða rauði varalitur varð fyrir valinu??

EH

Áramótakjóll <3

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lórey Rán

    23. December 2013

    Ég hafði hugsað mér að vera með vínrauðar varir, er með þrjá varaliti frá Mac í huga en er ekki alveg búin að ákveða mig :)

  2. Sigurbjörg Metta

    23. December 2013

    Ég ætla að vera með rosalega dökkann rauðan varalit, mjög svipaður MAC litnum sem Elísabet ætlar að nota, en minn varalitur er frá Rimmel London og er númer 207 – ótrúlega fallegur og góður varalitur!