Fyrst það fer að líða að jólum þá langaði mig að mæla með augnskuggapallettum sem hafa reynst mér mjög vel. Augnskuggarnir komu mér eiginlega bara á óvart – litapigmentin í þeim eru rosalega sterk svo ég þarf alls ekki að nota mikið af hverjum skugga til að fá sterka og áberandi förðun. En helst er það þó áferðin sem þeir gefa frá sér sem er í uppáhaldi hjá mér. Áferðin er mjög þétt, augnskuggarnir eru langt frá því að vera lausir í sér og þegar skuggarnir komast í snertinu við agunlokin þá er eins og hitinn frá húðinni bræði þá lítillega svo áferðin líkist helst kremskuggum.
Hér sjáið þið litina sem ég á. Ég reyndi nú aðeins að þrífa þá til fyrir myndatöku en pallettan sem er lengst til hægri á myndinni er í mjög mikilli notkun hjá mér. Ég hef nú reyndar ekki enn sýnt ykkur þá en ég þarf svo sannarlega að fara að gera það núna fyrir hátíðirnar. Reyndar skrifaði ég smá um hana HÉR þegar ég notaði hana í útskrifarförðun í sumar. En dökkbláa pallettan er líka mjög falleg og myndi fara konum með blá og brún augu mjög vel – HÉR getið þið séð sýnikennslu sem ég hef gert með augnskuggunum frá síðustu jólum.
Þessum augnskuggum mæli ég hiklaust með fyrir hátíðirnar en ljósu skuggarnir í miðjunni finnst mér reyndar eiga alltaf við – gullfallegir og náttúrulegir brúnir tónar. Ég gerði sýnikennslu með vörum frá Shiseido fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal og þar notaði ég sægræna augnskuggapallettu sem kom ótrúlega vel út!
Með settunum fylgja svo tveir svampburstar sem er sko vel hægt að nota – en mínir eru ekki þarna þar sem ég er búin að nota þá svo mikið að þeir voru ekki hæfir fyrir myndatöku ;)
EH
Skrifa Innlegg