Í tilefni þess að hátíðarlína MAC, Divine Nights, er mætt í verslanir MAC í Kringlunni og Debenhams ákvað ég að skella í eitt lúkk með vörum úr línunni.
HÉR getið þið séð hvað er í boði í línunni sem er að mínu mati virkilega flott og slær alveg út línuna í fyrra þó svo að ég hefði alveg viljað fá einn dökkan og flottan lit eins og í síðustu hátíðarlínu. Ég er ennþá húkkt á mínum sem ég fékk í fyrra – HÉR.
Ég gerði einfalt lúkk…
- Byrjið á því að setja nóg af kinnalit í kinnarnar, liturinn sem ég er með heitir Lured to Love og er fallegur apríkósu litur. Týpan af litnum kallast Mineralized Blush sem gerir það að verkum að litapigmentin í honum eru sérstaklega sterk.
- Næst notaði ég báða litina af augnskuggunum. Ég setti svarta litinn sitthvorum megin á augnlokin og dreifði vel úr litunum og mýkti þá upp. Svo setti ég gyllta litinn á mitt augnlokin og blandaði honum létt saman við þann svarta. Þegar ég var sátt við blöndunina bætti ég aðeins í svarta litinn og setti hann meðfram neðri augnhárunum. Liturinn sem ég er með heitir Gilded Night og hann eins og kinnaliturinn er Mineralized svo pigmentin eru líka mjög sterk. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart hversu sterk pigmentin í gyllta skugganum voru. Það er erfitt að finna þétta gyllta skugga sem gefa lit en ekki bara gyllta glimmer áferð. Þessi er frábær!
Ég ákvað að hafa eins augnförðun með bæði varalitnum og glossinum til að sýna ykkur hvað augnförðunin og litirnir geta passað vel með alls konar flottum litum.
Fyrst setti ég alveg nude varalit á varirnar, þessi minnir mig smá á Hue litinn frá MAC sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi litur heitir Flair for Finery og þennan á ég eftir að nota helling. Þessi litur er ekta eins og ég hefði notað á hverjum degi þegar ég var í Verzló – en ég notaði einmitt Hue mjög mikið dags daglega á þeim tíma.
Svo prófaði ég að setja glossinn sem er eldrauður – i like! Ég er reyndar ekki glossa manneskja en ég er að venjast því að vera með þá. Held ég hafi bara verið orðin svo háð varalitum að það komst ekkert annað að hjá mér;) Þessi fallegi litur heitir Prepare for Pleasure og týpan er Cremesheen Glass. Liturinn er þéttur í honum og það dreifst jafnt úr honum.
Svo eru það neglurnar – þær verða að fá að vera með! Þessi litur er mjög flottur og það er hægt að nota hann á tvo mismunandi vegu – ég komst óvart að því þegar ég var að reyna að taka hann af! En Liturinn heitir Military og er svartur með silfraðri áferð. Þegar ég strauk létt yfir hann með asintone-i þá var eins og allur svarti liturinn hefði horfið og eftir stóð mega flott silfrað naglalakk. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að prófa að nota litinn líka svoleiðis – bara skella top coat yfir lakkið og þá væri þetta skothelt. Ég sýni ykkur það við tækifæri.
Fullkomin hátíðarförðun sem hentar við hvaða tilefni sem er – á jólahlaðborðið, á jólatónleikana, í jólaboðin og að sjálfsögðu á áramótunum!
Ég er ekki alveg að ná því hvað það er stutt í hátíðirnar ég held ég muni samt fatta það betur þegar næsta Reykjavík Makeup Journal er komið út og ég get aðeins farið að slaka á og komist í jólagírinn. Ég hlakka dáldið mikið til þess.
Fyrir ykkur sem eruð ekki eins og ég á haus í vinnu drífið ykkur þá útí næstu verslun MAC og tryggið ykkur þær vörur úr hátíðarlínunni sem ykkur langar í. Það kemur aldrei mikið af hverri vöru svo fyrstur kemur fyrstur fær gildir eins og alltaf ;)
EH
Skrifa Innlegg