fbpx

Jólalína MAC

FallegtJólagjafahugmyndirMACmakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ef þið fylgist með MAC skvísunum á Facebook þá ættuð þið nú að vita af því að það er komið á hreint hvernig jólalína ársins lítur út.

Línan í ár nefnist Divine Night. Mér finnst vörurnar einkennast af miklum glamúr. Púðurformúlurnar einkennast af sterkum pigmentum og virkilega skemmtilegum litum. Með vörunum væri hægt að gera hið fullkomna 70’s förðunarlúkk sem smellpassar inní förðunartrend árstíðarinnar sem er í gangi núna! Hátíðarfarðanirnar verða skotheldar með einhverjum af þessum vörum. Ég er sérstaklega hrifin af umbúðunum utan um varalitina sem eru kolsvartar en með gylltum böndum og MAC logo-i. mac_divinenightgroup001

Virkilega skemmtileg lína og mér finnst hún persónulega veglegri heldur en í fyrra. Ég er komin með nokkur sýnishorn úr línunni sem ég sýni ykkur betur núna á næstunni.

Eins og áður þá koma samt fleiri vörulínur frá MAC í verslanir með jólalínunni. Það eru vörulínur sem innihalda veglega förðunarvörupakka t.d. augnskuggapallettur, gjafakassa sem innihalda nokkrar vörur, penslasett og margt annað skemmtilegt.

Hér sjáið þið MAC Stroke of Midnight vörurnar:

Hér eru svo vörurnar úr MAC Nocturnals línunni. Hér eru nokkrir mismunandi litir af sömu tegund förðunarvöru saman í kassa. Hér gætuð þið keypt eitt svona sett og dreift í nokkra pakka – sniðugt fyrir vinkonur:)

Hvað segið þið um þessar vörur?

EH

Nýr dökkur litur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ingunn Björgvinsdóttir

    18. November 2013

    Ég elska MAC…þannig er það bara..jólalínan er æðisleg :)