fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans

EyelinermakeupMakeup TipsMitt MakeupShiseidoVarir

Þið ættuð nú flestar að kannast við það að það að setja hvítan eyeliner í vatnslínu augnanna stækkar þau og gerir augnhvítuna hreinni og hvítari en ég er hrifnari af því að setja nude eyeliner í línuna svona dags daglega. Það er ekki jafn áberandi og að setja hvítan liner því húðin í línunni er jú svona nude lituð en ekki skjannahvít. Oft verðum við þrútnar í augunum og þá verður vatnslínan rauð – eiginlega eins og hún sé bólgin en með þessu ráði hverfur það um hæl. Passið bara að vera með góðan eyeliner sem gefur frá sér þéttan lit svo þið þurfið ekki að „maka“ litnum fram og tilbaka eftir línunni. Ég nota eyeliner frá Shiseido hann heitir Corrector Pencil og ég nota ljósasta litinn.

Hér er mynd af mér án litsins í línunni…

og hér er mynd af mér með litinn í línunni – persónulega finnst mér þetta muna helling!

Þetta er samt ekki eina trixið sem ég nota nude linerinn í heldur nota ég hann líka til að móta varirnar fullkomlega þegar ég er með varalit – ég notaði t.d. þennan sama liner á öllum jólavaralitamyndunum mínum. Þá set ég hann í kringum varirnar eftir að ég bar varablýantinn á sem var sá sami undir öllum varalitum – ljósbrúnn varalitablýantur frá Shiseido, hann er fullkominn mæli með honum – og svo rammaði ég varirnar inn með nude litnum og bar loks varalitinn á varirnar. Með þessu blæðir varaliturinn ekki útfyrir varirnar svo þær eru alltaf fullkomnar!Fullkomnar jólavarir sem ganga líka í sumar – sjáið meira HÉR

Ég luma svo auðvitað á fullt af fleiri trixum sem ég lofa að deila með ykkur;)

EH

Lifandi Blóm

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Rakel

    27. February 2013

    I have a confession to make – ég hef aldrei notað varablýant!
    Er það möst? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. February 2013

      Nei alls ekki möst mér finnst bara liturinn alltaf miklu flottari þegar ég nota varablýant undir – endist líka lengur – held þú ættir samt að prófa;)

  2. LV

    27. February 2013

    Mér finnast myndirnar þínar alltaf svo yfirlýstar.. s.s. of mikið ljós framan í þér, er önnur leið til að sýna förðunina ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. February 2013

      Því miður þá er ég bara ekki enn búin að læra nógu vel á myndavélina mína en ég er alltaf að reyna að fikta mig áfram í stillingum. Ég tek allar myndirnar bara sjálf heima – en ég held áfram að fikta mig áfram fyrir þig og allar hinar og vonandi verða myndirnar bara betri og betri þangað til þá finnst mér skemmtilegra að hafa þessar myndir þó þær séu með aðeins of miklu ljósi en engar:D

  3. Arndís

    27. February 2013

    hvar fær maður svona nude blýant??? eða réttara sagt frá hvaða merki :)