Ein af mínum uppáhalds helgum er nú gengin í garð! Það er Tax Free í Hagkaupum og nú er tækifærið til að fylla á snyrtibudduna já eða bara til að splæsa í nýjar vörur sem eru á óskalistanum ykkar. Ég tók saman topp 10 lista af vörum sem mér finnst að þið þurfið alla vega að skoða þessa helgina…
1. STELLA eau de Toilette frá Stella McCartney – ég dái þessa og dýrka og það sést svo sannarlega á glasinu. Búlgarska rósin fangar samstundis athygli manns og fólk getur bara ekki hætt að þefa af mér þegar ég er með þennan á mér sem er á hverjum degi núna og það sést vel á glasinu. Svo eru umbúðirnar svo fallegar!
2. Complexion Rescue frá bareMinerals – létt litað dagkrem sem sameinar alla bestu eiginleika rakakrema, litaða dagkrema, bb krema og cc krema. Það er fislétt og áferðafallegt með góðri vörn og yndislega fallegt á húðinni. Ég nota þetta á hverjum degi þegar ég er bara með hreina húð því ég fæ svo góða vörn með því og áferð húðarinnar verður fallegri. Svo er lítið mál að byggja upp þéttari þekju með því að bæta bara á það.
3. Perfection Lumiére Velvet frá Chanel – Ég skil ekki hvernig ég er búin að láta þennan hvíla sig svona lengi ofan í skúffu hjá mér. Í einhverri flýti um daginn greip ég í farða ofan í eina af skúffunum mínum. Til mikillar hamingju greip ég í þennan, bar hann á húðina og varð samstundis fokreið sjálfri mér fyrir að hafa gleymt þessari fegurð. Þessi fljótandi farði er einn sá fallegasti sem þið finnið hjá merkjunum hér á landi. Hann er létur, ljómandi og þekur vel án þess að fela okkr bestu eiginleika. Ljómandi merkjavara heitir færslan sem ég skrifaði upphaflega um hann og það eru svo sannarlega orð að sönnu!
4. Diorshow Kohl litirnir úr sumarlúkki Dior – þessir litir eru gjörsamlega dásamlegir! Ég prófaði þessa æðislegu metallic liti um daginn og ætla að sýna ykkur það betur í dag eða á morgun. Formúla litanna er virkilega mjúk og áferðafalleg og þeir blandast svo vel í kringum augun. Þessi túrkisblái kemur skemmtilega út og bronsliturinn er must have ;)
5. Trio Douceur – Eins og ég sagði ykkur frá í gær er þetta himneska hreinsi trio nú á einstöku verði. Þið borgið í raun bara fyrir 125 ml augnhreinsi og fáið sömu stærð af hreinsimjólk og andlitsvatni með. Ég skrifaði um vörurnar í gær og endilega rennið yfir færsluna. Einnig getið þið tekið þátt í vinkonuleik inná Facebook síðunni minni HÉR og þið gætuð átt von á þessu flotta setti.
6. Lapiz of Luxury frá Essie – Svo sem ættu allir litirnir af Essie að vera á listanum. Það er um að gera að græja sig vel fyrir sumarið af Essie lökkum því þau eru að fjúka úr hillunum! Ég er ástfangin af þessum fallega bláa lit sem hefur prýtt mínar neglur síðustu daga og þær vekja alltaf athygli. Á morgun laugardag verð ég að kynna Essie lökkin inní Hagkaup Kringlu milli klukkan 13-17 og ég vona að þið kíkið sem flestar á mig***
7. Self Tan Luxe Dry Oil frá St. Tropez – Ef ég er beðin um ráðleggingar um sjálfbrúnkuvörur og spurð hverjar þær bestu eru þá er svarið alltaf hiklaust St. Tropez. Merkið er með besta úrvalið, fallegasta litinn og þægilegustu vörurnar. Olían fyrir andlitið er ný hjá merkinu og í dag ætla ég að prófa hana í fyrsta sinn. Sjálfbrúnkuolían fyrir líkamann er yndisleg og ég efast ekki um gæði þessarar olíu vegna þess.
8. Magic Concealer frá Helenu Rubinstein – Ég fékk fyrirspurn inná bloggið í gær um besta hyljarann að mínu mati svona í tilefni Tax Free. Þessi er sá sem ég er heilluð af þessa stundina eða alla daga síðan ég prófaði hann fyrst í desember. Formúlan er fislétt en hann hylur allt saman. Ég elska svona léttar formúlur því þá er svo auðvelt að ná að blanda honum fallega saman við farðann svo það myndist engar ójöfnur. Ég mæli alltaf með að konur taki einum tónu ljósari lit en farðinn þeirra er í svo maður geti notað hyljarann til að lýsa upp andlitið líka og mótað það. Það getur munað helling og góður hyljari getur verið sannur þreytubani.
9. Lash Sensational frá Maybelline – Uppáhalds maskarinn minn þessa stundina. Ég dýrka umgjörðina sem þessi æðislegi maskari gefur augunum mínum. Þessi blævængur sem skapast í kringum augun er svo fallegur og það er létt að gera mikið úr augnhárunum og að hafa þau svo bara dáldið náttúruleg. Það besta er að formúlan smitast ekki og hún hrynur ekki af augnhárunum. Ég er nánast búin að nota þennan uppá dag í ábyggilega 3-4 vikur og það hefur alla vega aldrei gerst. Eins og ég er búin að segja áður annar besti maskarinn frá Maybelline þessa stundina – sá besti er Great Lash ;)
10. EGF Day Serum frá BIOEFFECT – Ég er nú þegar búin að dásama þessa yndislegu vöru við ykkur á síðunni. Gelkennd formúlan nærir húðina á einstakan hátt og lætur manni líða svo vel. Algjörlega nóg eitt og sér á hreina húð fyrir daginn. Hér er á ferðinni vara sem virkar og þarf lítið af í hvert sinn svo hún endist og endist. Endilega lesið meira HÉR.
Vona að þessi listi komi að notum – alla vega allt vörur sem ég hef dálæti af og mæli heilshugar með***
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg