Ég fékk ótrúlega skemmtilega beiðni frá henni Elísabetu sem á skóverslunina Bianco í Kringlunni. Bianco er sú búð sem ég kaupi mér langoftast skó í og mér finnst alltaf eitthvað flott þar.
Beiðnin fólst í því að koma í búðina og velja mína uppáhalds skó sem yrði síðan stillt upp með smá skilti með mynd af mér í versluninni. Mér fannst þetta ekki leiðileg beiðni og sló því strax til. Bianco gerir þetta mikið í öðrum löndum og gaman að gera svona á Íslandi með íslenskum bloggara. Mér finnst þetta alla vega koma ótrúlega vel út. Einfalt og skemmtilegt og þið sjáið alveg hvað smekkurinn minn á skóbúnaði skín í gegn!
Fallega uppstillt borðið finnst ykkur ekki? Ég lét það í hendur Elísabetar sem er auðvitað miklu betri í því en ég :)
Mig langar svo aðeins að sýna ykkur skónna sem ég valdi á borðið og fara aðeins yfir það afhverju ég valdi þessa skó. Ég mátaði alla skónna sem eru á borðinu af því mér fannst mjög mikilvægt að velja líka skó sem væru þægilegir og sem ég sjálf myndi nota og vilja eiga.
Þessir eru auðvitað bara trylltir og að verða uppseldir en það eru bara þessi þrjú pör eftir!!! Stærðin mín var t.d. búin en ég vona að þeir komi aftur og þá verð ég snögg til að kaupa þá ;)
Hér eru svo sömu skór og ég á lága en bara háir og með sylgju. Táin gerir ótrúlega mikið fyrir skónna og liturinn er ekki það áberandi svo þeir passa við allt.
Þessir finnst mér trylltir, þeir voru alveg efst á óskalistanum og voru annað parið sem fór á borðið. Sjúkir og passa við allt! Ég elska þessa lágbotna tísku og ég vona að hún haldi áfram. Ég er búin að ofnota hina flatbotna Bianco skónna mína sem fá núna kannski smá pásu þar sem ég á núna þessa – jeijj!
Elska svona snið á skóm mér finnst eitthvað voða heillandi við svona breiðan borða yfir ristinni. Hællinn er frekar lár og breiður svo þeir eru ótrúlega þægilegir að fara í.
Þessir fínu pinnahælar sem ég fékk um daginn og sýndi HÉR urðu að sjálfsögðu að vera með – svo elegant og fallegir!
Eftir að ég mátaði þessa þá langaði mig ekki úr þeim – mýkri og þægilegri skó hef ég bara ekki mátað áður. Þessir eru líka til svartir en mér fannst hvíti liturinn svo fínn og sumarlegur og því valdi ég hann frekar á borðið:)
Þessir hælaskór finnst mér alveg sjúkir! Maður verður alltaf að eiga eina svona elegant svarta sem ganga við allt. Það sem mér finnst þó skemmtilegast við þessa er neonguli botninn sem glittir í þegar maður labbar. Aftast á myndinni sjáið þið einmitt aftan á skónna.
Ég er voða hrifin af svona týpu af skóm. Þessir eru auðvitað svipaðir og þeir fyrir ofan nema bara með fylltum korkhæl sem mér finnst alltaf voða sumarlegt. Ég á einmitt eina heima voða svipaða sem eru alltaf teknir fram á sumrin.
Trendnet myndin eftir Aldísi Páls sómar sér vel á plakatinu sem elskulegi unnustinn minn setti upp fyrir okkur – gott að eiga einn svona snilling heima!
En uppáhalds – uppáhalds skórnir eru klárlega þessur sem þið sjáið hér fyrir neðan!! Eins og aðrir bloggarar á Trendnet þá er ég mega hrifin af þessari týpu af sandölum og var því ekki lítið spennt þegar ég heyrði að þeir væru að koma í Bianco á frábæru verði – aðeins 12990kr.
Þessir verða notaðir grimmt í sumar og ef ykkur líst vel á þá hafið þá hraðar hendur því það komu bara nokkur pör en vonandi koma þeir þó aftur :)
Hér sjáið þið norska bloggarann Hanne T í sínum – mega flottir. Ég er búin að lakka á mér tásurnar og allt til að vera fín í þessum!
Hvet ykkur til að kíkja á uppáhalds skónna mína í Bianco – það var líka að koma ný sending í vikunni og fullt af fallegum skóm til :)
EH
Skrifa Innlegg