Á föstudagskvöldið síðasta fór ég ásamt mínu samstarfsfólki á auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks á verðlaunaafhendingu Lúðursins. Lúðurinn eru verðlaun sem eru afhent í auglýsingaheiminum fyrir þær auglýsingar sem þykja hafa skarað framúr undanfarið. Verðlaunafhendingin fór fram inní Eldborgarsal Hörpu og stofan sem ég vinn fyrir vann einn Lúður í þetta sinn :) Fyrir verðlaunin byrjuðum við inná stofu þar sem var haldin smá uppskeruhátíð og við borðuðum saman dýrindismáltíð!Mamma og hennar samstarfsfólk á Samgöngustofu fór með sigur af hólmi í flokknum Almannaheill auglýsingar, aðrir miðlar og hlutu þau Lúður fyrir herferðina Höldum Fókus sem var samstarfsverkefni Samgöngustofu, Símans, Tjarnargötu og ENNEMM.
Fyrir dress kvöldsins stalst ég í smá innblástur frá dressinu hennar Angelinu Jolie á Bafta hátíðinni sem fór fram fyrir rúmri viku síðan. Þar klæddist Anglina svartri buxnadragt frá Saint Laurent – mín er ekki alveg í sama verðflokki…
Jakki: VILA
Skyrta: Lindex
Buxur: VILA
Skór: Zara
Makeup: Góð blanda af L’Oreal, Maybelline, MAC og reyndar Yves Saint Laurent!
Frábært kvöld þó svo verðlaunaafhendingin sjálf hafi tekið alltof langan tíma…
EH
Skrifa Innlegg