fbpx

Litríkar neglur!

Makeup ArtistneglurNýtt í snyrtibuddunni minniOPISS14

Jæja nú er ég endanlega komin með nóg af þessum veikindum og verð að fara að rífa mig uppúr bælinu. Á morgun er langur dagur sem byrjar með keyrslu á Selfoss þar sem ég mun vera með tvo förðunarfyrirlestra fyrir um 100 nemendur Framhaldsskóla Suðurlands. Svo það er um að gera að hressa sig við – það er ótrúlegt hvað sturtuferð og smá frískt loft getur gert fyrir veikindagemsa eins og mig.

Eitt af því sem gerir það ömurlegt að vera lokuð inni heima er að sjá svona fallegt veður útum gluggann eins og er búið að vera hjá okkur undanfarið. Maður getur varla hugsað um annað en að sumarið sé handan við hornið og því gleður það mig að fá að fylgjast með öllum vor- og sumarlínunum frá snyrtivörumerkjum sem troðfylla nú verslanir. Ein af nýjustu línunum er frá naglamerkinu OPI – já naglalakkamerki senda líka frá sér sumarlúkk. Línan frá OPI er ekki af verri endanum en hún er nú fáanleg á öllum sölustöðum merkisins – sem eru t.d. Hagkaup og Lyfja…

Línan í ár nefnist Brazil og er vægast sagt litrík. Þegar hugurinn minn einbeitir sér að Brasilíu þá fer ég ósjálfrátt að hugsa um carnival og litir, gleði og glamúr kemur uppí hugann. Það er einmitt nálgunin sem OPI er með á nýju sumarlínuna sína sem inniheldur 12 naglalökk í stærri stærðinni en þar að auki eru 4 af þeim fáanleg í mini-pack settum. Þar að auki bætast við 4 Liquid Sand litir sem eru eingöngu fáanleg í mini-pack útgáfu.

Til að sýna ykkur hversu breiða litadýrð línan hefur uppá að bjóða valdi ég mér þessi tvö sett til að sýna ykkur:)

brazilFrá vinstri eru þetta litirnir Samba-dy Loves Purple (fjólublár, kom einhvern vegin samt út bleikur á myndinni en hann er mjög fjólublár), I’m Brazil Nuts Over You (eldrauður flottasti L.S. liturinn að mínu mati), What’s a Little Rain Forrest? (blár) og You’r So Flippy Floppy (gulur).

Hér fyrir neðan sjáið þið myndir af litunum á nöglunum mínum. brazilsamsettEins og svo oft áður þá seljast Liquid Sand litirnir hjá OPI hratt upp svo ef ykkur líst á þessa þá mæli ég með að þið hafið hraðar hendur og náið ykkur í sett.

brazil6Hitt mini settið inniheldur lökk sem eru líka fáanleg í stærri stærðum. Að mínu mati eru lökkin í þessu setti miklu eigulegri og ég held ég muni nota þau meira en Liquid Sand lökkin. Tveir af litunum eru pastel litir sem verða náttúrulega mjög vinsælir í sumar og bleiki liturinn kemur sérstaklega vel út að mínu mati.

Litirnir sem eru í settinu eru frá vinstri, Next Stop… The Bikini Zone (brúnt lakk með fjólublárri sanseringu, liturinn er þunnur og ég þurfti þrjár umferðir til að fá litinn þéttan), Kiss Me I’m Brazilian (pastel bleikur), AmazON… AmazOFF (dökkgrænn) og Where Did Suzi’s Man-go? (pastel peach litur).

Hér fyrir neðan sjáið þið hvernig litirnir koma út á nöglunum mínum.brazilsamsett2Ég verð að taka fram að myndirnar eru ólíkar þar sem ég hafði ekki alveg tíma til að taka þær allar í einu – þetta eru ansi mörg lökk :)

Hrikalega skemmtileg lökk frá OPI eins og alltaf – mér finnst alltaf skemmtilegast að sjá nöfnin alveg ótrúlegt hvað þeir hjá OPI finna uppá skemmtilegum nöfnum fyrir naglalökkin sín!

Ég hef ákveðið að næsti pistill sem birtist undir heitinu Leyndarmál Makeup Artistans verði fullur af ráðum um hvernig er hægt að láta naglalakkið endast betur. Ég er aðeins búin að vera að prófa mig áfram með nokkrar aðferðir síðustu daga sem hafa verið að reynast mér ótrúlega vel. Ég fékk nokkur tips hjá naglafræðing útí DK sem ég ætla að deila með ykkur innan skamms – hljómar það ekki vel?

EH

Síðustu dagar...

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Edda

    25. February 2014

    Koma þessi naglalökk bara í settum?

    • Reykjavík Fashion Journal

      25. February 2014

      Liquid Sand lökkin koma bara í settum eins og kemur fram í textanum – lökkin sem eru „venjuleg“ koma líka í stærri stærðum :)

  2. Bríet

    25. February 2014

    Veistu hvað svona sett kostar?:)

  3. Sirra

    25. February 2014

    OMG verð að eignast seinna settið.. en væri til í 2 liti úr hinu! arg afhverju er þetta bara selt 4 saman í setti! :)

  4. Bengta María

    25. February 2014

    Takk fyrir að láta myndir fylgja ! Ég verð að vera sammála þér um að seinna settið er eigulegra en allt fallegir litir og ég bara elska að það sé hægt að kaupa mini glös.. :)

  5. Elîn

    3. March 2014

    Ég náði mér í seinna settið en mér finnst rosalega erfitt að vinna með þá, þeir eru rosa þykkir og eins og þeir séu gamlir. Ertu með eitthvað ráð til að ná lakkinu jöfnu?

    • Elîn

      3. March 2014

      Afsakið hvað ég er eitthvað óskýr, ég er s.s. að tala um þá litina og lökkin jöfnum höndum hér að ofan…

      • Já ég skil þig, ég lenti í því með appelsínugula litinn – en ég reiknaði frekar eh veginn með því að þetta væru neglurnar mínar, væri kannski einhver fita á þeim. Svo ég hreinsaði þær vel með naglalakkahreinsi og setti eina umferð af base coat yfir neglurnar og prófaði aftur að bera litinn á þær. Þá gekk þetta eins og í sögu, en ég vildi bara vera með það á hreinu að ég væri að gera allt rétt áður en ég ákvað að það væri ónýtt :) Prófaðir þú það? Ef ekki er eflaust hægt að finna eh sniðuga leið á netinu til að laga til lakkið, getur líka prófað að setja það aðeins inní ísskáp…

        • Elín Þórhalls

          4. March 2014

          Já ég var með OPI base coat undir bæði appelsínugula og bleika litinn en fannst þeir haga sér eins, þ.e. þykkir og ill meðfærilegir. Ég á reyndar eftir að prófa hina tvo og er ekki dottin af baki, nú fer maður að finna lausnit á netinu. Eitthvað segir mér að Pintrest gæti lumað á lausn fyrir mig (ef hún er á annað borðið til). Takk samt ;)

          • Já klárlega Pinterest ;) Hafðu annars samband við verslunina sem þú keyptir lökkin hjá svo það sé hægt að láta heildsöluna vita :)

  6. Elín Þórhalls

    8. March 2014

    Ég verð eiginlega að fá að deila litlu trikki sem ég fann í dag og kannski þekkir þú það en það er að bera edik á neglurnar áður en þær eru lakkaðar. Þetta á að lengja endingartíma lakksins á nöglunum (ég á eftir að sjá hvort að það sé rétt) en það var allavega allt annað að bera lakkið á og nú er ég loksins komin með fallega appelsínugular neglur sem gætu mögulega brætt snjóinn úti, sumarið má koma ;) Hér er þetta: http://www.womenshealthmag.com/beauty/how-to-make-nail-polish-last-longer?cm_mmc=Facebook-_-womenshealth-_-content-beauty-_-LastingNailPolish