Þessi færsla hefur verið á leiðinni í birtingu í aðeins of langan tíma ég hef bara aldrei gefið mér tíma til að klára hana. En mig langar að segja ykkur frá nokkrum förðunarburstum sem ég nota kannski ekki alveg eins og vörulýsingarnar segja að við eigum að nota þá. Mig langar að hvetja ykkur til að hugsa aðeins útfyrir þessar lýsingar og láta ykkur detta eitthvað nýtt í hug með burstana. Maður þarf ekki að eiga milljón förðunarbursta sem eiga að geta gert allt. Stundum er bara gott að eiga nokkra góða sem er hægt að nota á marga ólíka vegu.
Hér eru fjórir af mínum uppáhalds burstum í augnablikinu og ég nota þá á allt annan hátt en ég „á“ að gera ;)
MAC – Blending Brush #217
Algjör snilldarbursti til að blanda saman augnskuggum, hann er rúnaður svo hann smellpassar á augnsvæðið og nær nánast alveg frá augnhárum uppað globuslínu. Ég hins vegar nota hann í aðra hluti en að blanda saman augnskuggum – nota hann reyndar líka alveg í það á þónokkra af þessum bursta. Þessi er fullkominn í að bera hyljara á húðina og blanda honum saman við farða og jafna áferðina. Blöndunarburstar þurfa ekki endilega að vera til að blanda augnskugga það má nota þá í að blanda aðrar förðunarvörur saman líka :) Fullkominn undir augun, í kringum nefið, í kringum varirnar og á ýmis önnur svæði. Ef þið eigið þennan bursta – prófið hann í hyljarann!Real Techniques – Powder Brush
Nú kem ég líklega með lýsingu á notkun á þessum bursta sem þið eigið eftir að gapa yfir. Þennan bursta er ég farin að nota í farða, bb krem, cc krem, primer – ég nota hann bara í allt sem viðkemur grunnförðun. Hárin í RT burstunum eru gerð til að hægt sé að nota þá í bæði blautar og þurrar förðunarvörur. Hárin í þessum bursta liggja svo þétt saman og hann er svo stór að maður er enga stund að bera á sig grunnförðunarvörurnar. Nokkrar strokur yfir andlitið og þá er það bara komið. Mér finnst ég líka nota minna af förðunarvörum í hvert sinn þar sem ég næ að dreifa svo vel úr vörunum með þessum bursta. Endilega prófið þetta – hvet ykkur til þess! MAC – Pointed Liner Brush #211
Þessi bursti er einn af mínum uppáhalds eyelinerburstum. Fyrir nokkru síðan fann ég bara engan hreinan varalitabursta og greip því í þennan eyelinerbursta til að bera á varirnar varalit. Áferðin var fullkomin, að bera litinn á gekk betur en nokkurn tíman áður. Lagið á burstanum er fullkomið til þess að móta varirnar um leið og varaliturinn er borinn á. Ef þið eruð hrifnar af því að vera með rúnaðar varir þá mæli ég með þessum bursta ég næ alltaf miðju efri varanna fullkomlega rúnuðum þegar ég nota þennan – eitthvað sem mér finnst ég ekki alltaf ná með þessum típísku varalitaburstum. En ég held að ástæðan fyrir því að það sé svo auðvelt með þessum bursta er sú að hann er hringlóttur sem auðveldar ásetninguna til muna.Real Techniques – Setting Brush
Ég á 6 eða 7 stk af þessum bursta – ástæðan er einföld þetta er besti förðunarbursti sem ég á. Ég gæti gert heila förðun með þessum bursta einum að vopni. Að mínu mati er þetta sá bursti frá RT sem margar konur átta sig ekki alveg á hvað þær eiga að gera með – en það er einmit málið þið getið gert allt með honum, tja allt nema að gera eyeliner með spíss :) En að bera á farða, hyljara, púður, skyggja, kinnalit, augnförðun, varir og fullkomna áferð húðarinnar og fullkomna förðunina allt þetta get ég gert með þessum bursta. Þessi er ómissandi að mínu mati.
Hugsum út fyrir rammann og veljum það sem hentar okkur best en ekki það sem vörulýsingin segir okkur að gera!
EH
Skrifa Innlegg