fbpx

Blár eyeliner…

Annað DressLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Ég breyti svo sársjaldan til þegar það kemur að því að farða sjálfa mig til að kíkja aðeins út – ég er svakalega frumleg samt á blogginu. Þið sem þekkið mig eitthvað ættuð að vita það að það er mjög erfitt fyrir mig að setja eitthvað meira en maskara á mig þegar ég fer útúr húsi á morgnanna eða bara hvenær sem er.

Á tískuvikunni ákvað ég þó aðeins að fara út fyrir þægindarammann og reyna að prófa eitthvað nýtt á hverjum degi. Á fimmtudaginn ákvað ég að vera með bláan eyeliner umhverfis augun. Með því að nota bláa liti í kringum augun mín næ ég að draga fram ljósbrúna litinn sem leynist í augunum mínum.

Hér sjáið þið útkomuna…

blár blár2

Ég set línu með eyelinerblýanti umhverfis augun og smudge-a hann til. Með því að smudge-a litinn þá dreifi ég úr honum, mýki og jafna áferðina svo umgjörðin utan um augun virðist ekki vera skörp.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði umhverfis augun.

blár4

Color Riche le Kohl eyelinerblýantur Blue Sea nr. 107 – Color Riche Quad Incredible Grey nr. E5 –
Volume Million Lashes Extra Black maskari

Ég notaði silfraða augnskuggann yfir allt augnlokið áður en ég bar svo eyelinerinn umhverfis augun.

blár5

Persónulega finnst mér ekkert passa betur við bláa augnförðun er bleiktóna varalitur svo ég setti þennan fína lit á varirnar sem heitir Color Riche Blush in Plum nr. 255. Allar vörurnar sem ég notaði eru frá L’Oreal.

blár3

Ég er virkilega ánægð með útkomuna ;)

blátt6

Peysa: Vero Moda
Buxur: Selected
Skyrta: Selected
Skór: Nike Free

Ég hef komit að því að staðalbúnaður á tískuviku eru strigaskór. Hér eru allir á strigaskónnum, makeup artistar, hárgreiðslufólk, fyrirsætur, hönnuðir og skipuleggjendur. Ég var svo ánægð að hafa ákveðið að skilja skvísuskónna eftir heima á fimmtudaginn sem var lengsti dagurinn minn á tískuvikunni. Að fylgjast með svona baksviðs og sýningum er mest megnis bara að standa og ekki vera fyrir svo góður skóbúnaður er nauðsynlegur.

Annars eru þetta einu myndirnar sem ég tók af dressi dagsins sem ég er svo ánægð með þrátt fyrir að ég viti að margar ykkar séu mér ekki sammála :D Ég þarf endilega að skella í almennilega mynd af dressinu þegar ég kem heim og get neytt ljósmyndarann minn (Aðalstein) til að smella af fyrir mig :)

Í kvöld held ég svo heim á leið – ég get ekki líst því hvað söknuðurinn er mikill ég hefði aldrei trúað því sjálf. En skype bjargar miklu það er samt erfitt að geta ekki haldið á syninum sem teygjir sig í mömmu sína og skilur ekki afhverju mamma getur ekki knúsað hann…

Hlakka svo til að koma heim og knúsa yndislegu strákana mína <3

EH

Tískusýning neðanjarðar á CPFW

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sirra

    2. February 2014

    Vá flott förðun hjá þér pæjan þín ;) hlakka til að hitta þig og heyra ferðasöguna!

  2. Sandra

    2. February 2014

    Mig langar svo oft til að sjá betur förðunina sem þú ert að gera – en finnst myndirnar eiginlega of yfirlýstar til að förðunin sjáist almennilega og njóti sín. Er það bara ég? :/

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. February 2014

      Nei þú ert alls ekki ein um það… Það er bara virkilega erfitt alla vega finnst mér það… að taka förðunarmyndir í skammdegismyrkrinu. Þar sem ég hef eiginlega bara tíma til að gera það á kvöldin þá verða þær dáldið lýstar… en ég er að læra betur á myndavélina með hverjum deginum og ég vona nú að það fari að birta meira til á daginn svo þetta verði betra – annars þarf ég greinilega að fjárfesta bara í ljósabúnaði :D

      • Sandra

        3. February 2014

        Flass ofan á vélina sem þú getur snúið frá andlitinu (og að td hvítum vegg) gæti örugglega gert helling (svona svo ég stingi upp á einhverju ;) ) En skil þig vel, þetta er ekkert einfalt mál. Stend mig bara svo oft að því að vera að rýýýýna ofan í skjáinn til að sjá hvað þú varst að gera, varð bara að hafa orð á því svona einu sinni ;) Takk annars fyrir góða síðu, alltaf gaman að kíkja inn!

        • Reykjavík Fashion Journal

          3. February 2014

          Takk fyrir gott ráð! Prófa næst :D:D:D Ég þarf held ég bara líka að gefa mér tíma til að setjast yfir youtube og læra almennilega á vélina ;) :)