fbpx

Vorlitirnir frá YSL

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtLúkkmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtibuddan mínSS15YSL

Ég hef áður líst yfir hrifningu minni á bleikum tónum fyrir vorið. Bleikir tónar eru bara svo frísklegir og þeir fara svo vel við skemmtilegu birtuna sem umlykur okkur núna. Nýlega kom á markaðinn fallegt vorlúkk frá YSL, ég fékk sýnishorn af pallettunni sjálfri í lúkkinu sama dag og ég úlnliðsbrotnaði svo lúkkið tafðist um nokkrar vikur en er loks mætt nú á bloggið.

Mig langar að sýna ykkur hvað ég gerði og hver var svona pælingin með litablönduninni…

yslvor6

Ég legg yfirleitt alltaf áherslu á að blanda litum vel saman. Mér persónulega finnst það fara mér betur að vera með augnfarðanir sem eru með mjúkri áferð í kringum augun svo ég verði nú ekki of hvöss í framan.

Bleiku tónarnir hæfa vel mínum brúnu augum og litirnir í pallettunni myndu sannarlega verða æðislegir á konum með blá augu. Ég hef alla vega alltaf elskað að nota bleika tóna á konur með blá augu  það gerir þau svo tryllingslega blá og sérstaklega þegar það er létt sansering í litnum!

yslvor7

Hér sjáið þið pallettuna úr lúkkinu. Hún inniheldur marga virkilega flotta liti og þegar þeir eru allir settir saman kemur útkoman virkilega skemmtilega á óvart. Litirnir virðast við fyrstu sýn passa engan vegin saman en ég veit ekki með ykkur en ég er að fýla útkomuna í botn. Mér finnst merkið alltaf hitta naglann á höfuðið með litasamsetningum sínum og mér finnst því skrítnari litir því skemmtilegri er útkoman.

Hluti af lúkkinu eru líka olíu varalitaglossin sem ég hef aðeins kynnt fyrir ykkur HÉR. Ég þarf endilega að sýna ykkur þau betur en mig langar endilega að fjölga litum í safninu mínu. Auk þess komu virkilega skemmtileg glimmernaglalökk sem gefa nöglunum glimmer sandáferð og gera þær mjög töffaralegar vægast sagt!

yslvor

Ég blandaði saman öllum litunum í pallettunni. Ég var svona nokkurn vegin búin að sjá fyrir mér hvað ég ætlaði að gera en ég þurfti aðeins að breyta til þegar ég var byrjuð því mér fannst vanta eitthvað meira. En ég ætla nú að reyna að lýsa því svona nokkurn vegin fyrir ykkur hvað ég gerði…

Ég byrja á því að nota ljósasta litinn, ég set hann innst á augnlokið og utan um augnkrókinn og læt smá lit undir neðri augnhárin. Bleiki liturinn fer síðan yfir mitt augnlokið og alveg útað ytri helming þess. Ég mýkti litinn vel upp en náði samt að halda í þennan bjarta bleika lit. Svo skyggði ég yst á augnlokinu með dökka miðju litnum. Ég gerði bara svona létta bananaskyggingu sem kom bara þægilega mikið á óvart. Til að mýkja skygginguna þá set ég næst ljósasta tóninn í globuslínuna. Mér finnst sjálfri mjög sniðugt að nota svona liti í globusinn bara til að mýkja augnförðunina enn frekar og gefa svona létta smoky áferð. Svo setti ég bronslitinn meðfram neðri augnhárunum. Á þessum tímapunkti fannst mér eitthvað vanta, það vantaði einhverja heild þarna á augnlokið svo ég tók smá af bronslitnum og setti yfir skilin á milli bleika litsins og þess dökka, þá mýktist áferðin enn meir og ég varð mun sáttari með lúkkið.

yslvor8

Hér sjáið þið svo hvernig förðunin lítur út þegar ég er með lokuð augun….

yslvor9

Ég ákvað að móta augun þannig ég myndi ýkja hringlaga umgjörð þeirra, mér finnst það oft mjög skemmtilegt þar sem ég er með frekar möndlulaga augu og þá geri ég þetta til að breyta aðeins til.

Formúla augnskugganna er virkilega fín og það er mjög þægilegt að vinna með þá og blanda þeim saman. Ef ég hefði fundið hann hefði ég þó notað augnskuggaprimerinn frá merkinu undir förðunina það hefði auðveldað mér verkið ennþá meira.

yslvor5

Hér sjáið þið þrjár aðrar vörur frá merkinu sem gegndu lykilhlutverki í lúkkinu…

Mascara Volume Effet Faux Cils Shocking
Einn af mínum uppáhalds möskurum sem ég hef mikið notað og mikið skrifað um í gegnum tíðina. Ég elska hversu dramatísk augnhárin verða með honum. Svo er samt lítið mál að halda þeim einföldum en samt að fá mikla þykkingu eins og ég geri hér.

Blush Volupté í litnum Parisienne nr. 3
Á síðasta ári breyttust umbúðirnar fyrir augnskuggana frá merkinu í ár voru kinnalitirnir teknir í gegn og nýja útlitið er virkilega flott! Kinnalitirnir eru í raun tvískiptir og ég hef verið að blanda þessum tveimur bara saman. Áferðin er virkilega falleg og það er í raun mjög auðvelt að stjórna því hversu sterkur liturinn er í hvert sinn. Hér ákvað ég að tóna litinn aðeins í takt við förðunina sjálfa. Þar sem kinnaliturinn er í sama tón og augnskugginn þá langaði mig að passa að kinnarnar myndu kannski ekki alveg stela athyglinni.

Rouge Volupté í lit nr. 1 – Nude Beige
Upppáhalds uppáhalds varaliturinn minn frá YSL en ég nota hann í tíma og ótíma. Hann gefur vörunum virkilega fallegan og náttúrulegan lit með bleikum undirtóni. Hann nærir varirnar vel og endist mjög lengi. Ég elska líka umbúðirnar sem eru svo klassískar og elegant!

Þið getið smellt á myndirnar hér fyrir ofan til að sjá þær stærri ef þið viljið :)

yslvor10

Línan er virkilega falleg, skemmtileg og björt og ég er hugfangin af henni sérstaklega vegna þess hve nýjungarnar frá merkinu fá að njóta sín vel s.s. augnskuggapallettan og kinnalitirnir.

YSL hefur verið að koma virkilega sterkt inn undanfarið árið og miðað við nýjungarnar sem eru væntanlegar á þessu ári ætlar merkið hvergi að gefa eftir og ætlar að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi tískumerkjum í förðun. Mér líst virkilega vel á þessa þróun eins og ég hef áður sagt og hlakka bara til að fylgjast með framgangi mála…!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress: páskadress!

Skrifa Innlegg