fbpx

Vogue

Lífið MittTrend

Hafið þið tekið eftir því hvað Beanie húfur með einhvers konar nafni hafa notið mikilla vinsælda uppá síðkastið? Fyrsta svona beanie húfa sem ég man eftir er líklega Comme Des Fuck Down húfan sem annar hver bloggari skartaði á tímabili. Nú er komið nýtt trend sem eru Vogue húfur og ég uppgötvaði fyrir tilviljun að ég lumaði á einni slíkri húfu sem ég var búin að steingleyma ofan í skúffu hjá mér þar sem hún hefur legið síðan ég tók svona skyndikaup fyrir nokkrum mánuðum síðan.

image (2) vogue3 b9eed94d185861755e65dcdbf9aae17c xivpr2-l vogue-1 e 20256202-origpic-aa9e82

Jább ég á eina svona góða Vogue húfu og ég get ekki ákveðið mig hvort þetta sé flott eða ekki því eins og ég segi þá voru þetta alveg hugsunarlaus kaup. Ég stunda alltof mörg þannig sérstaklega þegar varan kostar ekki mikið en mig minnir að húfan hafi kostað um $10.

Screen Shot 2014-02-05 at 1.33.44 PM

Húfan hefur hvílt sig í skúffunni aðallega vegna þess að ég fékk svo fallega húfu frá Feld í jólagjöf frá syninum sem ég nota mikið. Svona beanie húfu með felddúsk sem mér finnst svo falleg.

Ætli ég sé jafnvel bara fórnarlamb bloggaratrends – hvað segið þið af eða á?

EH

Trend: Marmaraaugnskuggar

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Helga

  5. February 2014

  Æjjj nei, finnst Felds húfan líka 100 sinnum flottari ;)

 2. Aldís

  5. February 2014

  á !!

  mig vantar svona líka :) . ..
  ..shjii ** við erum komin með vinnujúníform !!!

   • Aldís

    6. February 2014

    Ég er nú alveg sammála að felds húfan sé fallegri !!
    … en þessi er skemmtileg, myndi mögulega mótívera okkur á setti ** til að gera VOGUE flott ;)