fbpx

Vinkonukvöld hjá Blue Lagoon

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtivörur

Það voru alsælar vinkonur sem gerðu sér ferð í verslun Blue Lagoon á Laugaveginum í gær til að hlýða á skemmtilega kynningu á Lóninu, mætti þess og að sjálfsögðu glæsilegu vörunum sem búa m.a. yfir krafti lónsins. Fyrirvarinn var stuttur en þegar ein glæsileg vinkona mætir til landsins í stutt stopp þá býr maður til tíma til að hitta hana :)

Við Elísabet fengum sumsé boð frá yndislegu fólki hjá Blue Lagoon um að mæta á kynningu hjá þeim með nokkrar vinkonur. Boðið var sannarlega glæsilegt og þetta var mjög skemmtilegt tækifæri til að kynnast merkinu betur og til að hitta vinkonur og bjóða þeim að kynnast vörunum líka.

Ég er svo sannarlega fallin fyrir snyrtivörunum frá Blue Lagoon en þær eru með þeim bestu sem finnast hér á landi – það eru ekki mörg merki sem geta státað sig af því að tvær af mest seldu vörunum séu andlitsmaskar en það geta þau gert. Ég var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og reyndi að fanga nokkur skemmtileg augnablik til að deila með ykkur. Núna á næstunni ætlar merkið að bjóða vinkonum að mæla sér mót í búðinni til að fá smá kynnignu á vörunum en þið finnið allar upplýsingar um það neðst í færslunni – fyrst þurfið þið að lesa og sjá aðeins um það hvernig kvöldið er.

bluelagoon19
Vinkonur á góðri stundu – það er dýrmætt að eiga nokkrar svona góðar :)

bluelagoonkvöld15

Við vorum kvaddar með glæsilegum gjafapokum með prufum af nokkrum af þeim vörum sem við fengum kynningu á. Allt voru þetta vörur sem er hægt að nota í sama ferli og sannkölluð uppskrift af heimadekri – svona eins  og ég er mjög dugleg að minna ykkur á  að sé nauðsynlegt fyrir allar konur a.m.k. einu sinni í viku ;)

bluelagoonkvöld8

Við fengum alveg glæsilegar veitingar og ég stóð eiginlega smá á beit eftir kynninguna – ég fæ bara vatn í munninn!

bluelagoonkvöld9

Við fengum frábæra fræðslu um vörurnar bæði frá starfsfólki Blue Lagoon og reynsluboltanum henni Fríðu Maríu sem er aðdáandi varanna og notar þær mikið bæði hún sjálf og í verkefnum.

bluelagoonkvöld16

Eigum við eitthvað að ræða þetta – ég held ég hafi borðað jafn mikið og allir aðrir til samans af þessari æðislegu pylsu.

bluelagoonkvöld7

Vinsælustu vörunum 5 er stillt svona skemmtilega saman upp í búðinni.

Efst á hillunni trónir fyrsta uppáhalds varan mín af þeim þremur sem ég ætla að segja ykkur frá í þessari færslu – Algae maskinn. Hér er um að ræða algjera dásemd og þetta er maski sem er bara orkubúst fyrir húðina. Hann er grænn á litinn og við fyrstu sýn mögulega ekki sú snyrtivara sem er mest aðlaðandi af þeim sem ég hef prófað – en það var bara fyrst því nú elska ég hann. Þetta er svona maski sem er ást við fyrsta test ;)

Í maskanum eru tvær sjaldgæfar tegundir þörunga sem hafa fundist í Bláa Lóninu en þörungarnir eru að örva kollagen framleiðslu húðarinnar. Kollagen er húðinni gríðarlega mikilvægt og með því að örva þá framleiðslu fær húðin þetta orku búst, húðin verður áferðafallegri, fyllri og rakameiri. Þetta er vara sem þið ættuð klárlega að prófa sérstaklega ef þið hafið ekki prófað neinar vörur frá merkinu – þessi gefur ykkur mjög góða tilfinningu fyrir hinum vörunum – þ.e. virkni þeirra.

bluelagoonkvöld5

Flottar þessar vinkonur :)

bluelagoonkvöld6

Hér sjáið þið eina af mínum þremur uppáhalds, uppáhalds vörum frá merkinu – Rich Nourishing Cream. Þetta er ekki bara uppáhalds hjá mér og mörgum öðrum heldur var það valið best í sínum flokki af starfsmönnum og álitsgjöfum NUDE Magazine árið 2013. Þetta er dásamlegt og drjúgt krem sem gefur svakalega góða fyllingu og er himnasending fyrir mína þurru húð á veturna og þegar árstíðarbreytingar eru. Þetta kemur samstundis rakamagni húðarinnar í jafnvægi og væri líka tilvalið fyrir konur með barn á brjósti til að skoða – það verður oft mikið rakatap í húðinni þegar brjóstagjöf hefst.

Í kreminu eru þörungar sem eru að örva kollagen framleiðslu húðarinnar. Kollageni er best líst að mínu mati sem fyllingarefni húðarinnar. Með aldrinum hægist á kollagen framleiðslunni svo kremið nýtist konum á öllum aldri því það má í raun segja að það hjálpi húðinni að fá fyllingu innan frá og dragi þannig úr áhrifum öldrunar á húðinni. Kremið er ofboðslega ríkt og það er svo gott að bera það á sig. Ég fæ bara samstundis vellíðunartilfinningu þegar ég ber það á mig.

bluelagoonkvöld12

Hún Guðrún byrjaði á því að segja okkur aðeins frá Lóninu og smá svona frá því hvernig máttur þess var uppgötvaður og hvernig það hefur hjálpað t.d. fólki með psoriasis að ná húðinni í gott jafnvægi. Ef það eru einhverjir lesendur sem hafa reynslu af Bláa Lóninu í tengslum við húðvandamál megið þið endilega deila því með mér í athugasemdum það væri ótrúlega gaman að heyra frá því :)

bluelagoon23

Vinkonuhópurinn – Rósa María stórglæsileg eins og alltaf í gulu kápunni í miðjunni sem vakti athygli allra í búðinni :)

bluelagoon20

Það er jólastemming í glugganum á Blue Lagoon versluninni á Laugaveginum.

bluelagoonkvöld4

bluelagoon22

Hér sjáið þið hina yndislegu og dásamlegu Fríðu Maríu sem er fyrirmynd mín í svo mörgu og þá sérstaklega förðunarheiminum. Ég hef dálæti á því að fylgjast með henni vinna og hef lært svo mikið af henni. Eitt af því er hve mikilvægt það er að gefa hverjum og einum smá dekur með góðum húðvörum áður en förðunarvörur eru settar á húðina – lykillinn að fallegri förðun er vel nærð húð og vörurnar frá Blue Lagoon eru tilvaldar í verkið.

bluelagoon21

Hinn vinsæli maskinn er að sjálfsögðu kísil maskinn – Silicia Mud Mask – þetta er vara sem þið ættuð flest að kannast við og þetta er vara sem þið ættuð öll að prófa. Þetta er djúphreinsimaski sem er samt svo dásamlegur og þrátt fyrir að undirrituð sé með skraufþurra húð þá dýrka ég að nota þennan því ég finn alltaf að hann virkar og ég finn alltaf hvað hann gerir húðinni minni gott.

Þær hjá Blue Lagoon gáfu okkur líka frábært tips með þennan en það var að setja hann á bólur – við fáum nú öll þannig svona af og til og við næsta tækifæri (sem er svo sem núna!) ætla ég að prófa þessa aðferð. Setja bara smá af maskanum beint á bóluna og sofa með hann á húðinni. Þær hjá Blue Lagoon töluðu um að það væri dásamlegt að nota fyrst þennan maska til að djúphreinsa húðina og svo Algae maskann til að gefa raka, næringu og fyllingu og segja að saman framkvæmi þessar vörur eitthvað sem líkist kraftaverki. Ég hef aldrei gerst svo grand að prófa þá saman en það er klárlega það sem ég mun gera næst þegar húðin mín fær heimadekur – mögulega bara núna í kvöld ;)

Þá myndi ég fyrst byrja að hreinsa húðina vel, nota svo húðskrúbb, svo setja kísil maskann, svo þörunga maskann, serum og rakakrem og loks augnkrem.

bluelagoonkvöld14

Þegar heim var komið tók þar á móti mér lítill moli sem var alveg heillaður af pakkanum sem mamma sín kom með sér heim. Hann nappaði honum af mér við fyrsta tækifæri og hóf að opna hann og týna upp allar prufurnar sem leyndust þar í.

bluelagoon18

Miðað við þetta þá held ég að næstu jól verði sannarlega skrautleg og við foreldrarnir erum alveg viðbúin við því að geyma þónokkra pakka þar til á jóladag svo barnið farið ekki alveg yfirum þar sem það verður svo stutt í 2 ára afmæli hjá guttanum.

bluelagoon17

En mig langar svo að lokum að minna á sýnikennslumyndband þar sem ég gerði uppskrif af dásamlegu heimadekri fyrir konur á öllum aldri og fyrir allar húðgerðir þar sem vörur frá Blue Lagoon voru í aðal- og aukahlutverki.

Ég hvet ykkur svo sannarlega til að fara og kíkja á þessar vörur næst þegar ykkur vantar húðvörur. Blue Lagoon vörurnar fást líka í Hagkaup en það eru einmitt TaxFree dagar þar um helgina – win win fyrir húðina og budduna.

En eins og ég sagði í upphafi færslunnar þá ætla þau hjá Blue Lagoon að byrja að bjóða vinkonuhópum til sín í svona kynningar. Er ekki tilvalið að skella sér með sínum nánustu á snyrtivörukynningu á Laugaveginum og fara svo í kjölfarið kannski útað borða eða gera eitthvað annað skemmtilegt í miðbænum :)

Næstu vinkonuboð verða haldin í verslun Blue Lagoon á Laugavegi 15, fimmtudagana 27. nóvember og 4 desember klukkan 18:00 en ef þið og vinkonurnar viljið skrá ykkur þá getið þið gert það með því að senda línu á innrifegurd(hja)bluelagoon.is.

Takk fyrir mig og okkur Blue Lagoon þetta var frábært kvöld og æðislegt að fá enn betri fræðslu um vörurnar!

EH

Cherry Smoke í tveimur útgáfum

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Jóna

    13. November 2014

    Ég er einmitt í psoriasis meðferð í lóninu, húðin verður alveg silkimjúk eftir að hafa verið þarna ofan í, og ekki bara húðin, heldur finnst mér vöðvarnir og allur líkaminn verða ótrúlega mjúkur og afslappaður án þess að verða ótrúlega dösuð eins og maður verður oft eftir sundferðar í heitum laugum.
    Algjört treat fyrir allann líkamann.

    Það er kísilmaski í fötum við bakkann á lóninu í lækningarlindinni en ég er samt í vandræðum með að nota hann útaf minni ofurþurru húð. Ég eiginlega fæ hálfgerð ofnæmisviðbrgöð, húðin verður mjög rauð og bólgin og enn þurrari. En það er auðvitað tekið fram að þessi maski getur þurrkað húðina.
    Ég þó í morgun setti smá maska og hafði bara í mjög stutta stund því ég var með bólu og kísillinn þurrkaði hana af mestu upp.

    Ég hef verið að prófa mig áfram með vörurnar þeirra, enda fáum við sem þurfum að notast við lækningalindina fínan afslátt af þeim vörum sem notaðar eru í meðferðinni og hef ég verið að nota olíuna frá þeim sem er algjört æði, húðin verður alveg æðislegt eftir hana.
    Ég hef líka verið að nota bæði body lotionin, bæði moisturising cream and intensive moisturising cream og nota þau bæði meira að segja í andlitið á mér.
    Og finnst mér intensive kremið algjörlega hafa bjargað húðinni minni það sem af er þessum vetri, því ég var í fyrra skelfileg í húðinni og hún var hrikalega þurr.

    Ég mæli algjörlega með þessum vörum, þær eru þær bestu sem ég hef prófað

  2. karitas

    13. November 2014

    kostar eitthvað að fara í svona vinkonuboð? hljómar ótrúlega skemmtilega!
    og veistu hvort það þarf að vera stór hópur sem fer saman eða geta fáar (kannski 2,3 eða 4) skráð sig saman og þá bara farið með öðrum hóp? :)