Ég rakst á fréttir á facebook um mjög skemmtilega þjónustu sem verður í boði fyrir gesti Hygeu í Kringlunni á morgun, fimtudag, og föstudag. Þá verður þar hún Alda snyrtifræðingur hjá Estée Lauder og hún ætlar að bjóða uppá heldur óvenjulega þjónustu.
Alda verður með stafræna myndavél sem heitir I-Match Foundation Finder sem finnur réttan lit á farða, hyljara og púðri á nokkrum sekúndum.
Hvernig virkar I-Match?
Byrjað er á að þrífa húðina en það svæði sem á að mynda verður að vera alveg hreint. Teknar eru myndir af þremur ólíkum stöðum á andlitinu til að fá réttan litatón því húð okkar er ekki eins yfir allt andlit.
Estée Laudeer er með alla sína farða, hyljara og púður í gagnagrunni myndavélarinnar og þegar hún hefur greint litatón húðarinnar gefur hún upp númer á réttum lit fyrir viðkomandi húð. Einnig er hægt að slá inn í vélina hvort verið er að leita eftir þekjandi farða, léttum- eða ljómafarða.
Mér finnst þetta algjör snilld og mig langar mikið að prófa þetta og sjá hvaða litur og hvaða farði hentar mér, ég er nú alltaf hrifin af ljómandi förðum eða förðum í léttari kantinum. Ég hef ekki mikið prófað farðana frá Estée Lauder svo ég hefði mjög gaman af því að sjá hvaða farða myndavélin myndi mæla með fyrir mig.
En ég var reyndar að fá sýnishorn um daginn af nýjum farða frá merkinu sem ég á eftir að prófa betur, ég er bara aðeins búin að prófa hann á handabakinu og svona. Farðinn heitir Perfectionist Youth Infusing Makeup og er með SPF 25. Það fyrsta sem maður tekur eftir með farðann er hvað hann er ótrúlega léttur og fljótandi – ég átti einhvern vegin von á að hann væri aðeins þykkari í sér en hann líkist meira förðum sem önnur merki hafa verið að senda frá sér undanfarið. Farðinn á fyrst og fremst að leiðrétta litarhaft húðarinnar, með honum birtir yfir húðinni, hann fullkomnar litarhaftið og leyfir ykkar andlitsbyggingu að njóta sín með því að ýkja skygginar og highlighta svæði húðarinnar – þetta er eiginleiki sem ég hlakka til að testa sjálf. Farðinn er auk þess olíu og ilmefnalaus.
Annars er það að frétta af merkinu að þar er nú komin ný fyrirsæta – engin önnur en Kendall Jenner sem virðist gjörsamlega vera að sigra fyrirsætuheiminn um þessar mundir og virðist vera að ná að gera það á sínum eigin verðleikum. Ég verð að segja að ég er mjög hrifin af þessari breytingu hjá merkinu og frábær leið til að kynna merkið fyrir ungum konum.
Hér sjáið þið Kendall bera á sig einn af litsterkustu varalitunum sem þið fáið – Pure Color varalitur frá Estée Lauder.
En aftur að húðtónamælingunni þá dauðlangar mig að mæta og ég ætla að reyna að gera það ef tími vinnst á föstudaginn. Ef ykkur langar eins og mig að finna ykkar fullkomna lit af farða þá mæli ég með því að þið kíkið líka við því mælingin er frí og það þarf ekki að panta tíma.
Eitt það mikilvægasta að mínu mati er að vera með réttan lit af farða og með farða sem hentar húðinni manns. Það er vel hægt að koma í veg fyrir það að vera með grímu af völdum þess að velja vitlausan lit og ef þið hafið verið í vandræðum með val á lit er þetta gott tækifæri til að leiðrétta það :)
EH
Skrifa Innlegg