fbpx

Viðtal: Fanney & Ylur

FallegtMömmubloggTinni & Tumi

Þegar Tumalingurinn minn fæddist fékk ég alveg dásamlega fallega peysu að gjöf. Peysan er frá íslensku merki sem nefninist Ylur og býður uppá glæsilegar prjónavörur einhverjar þær fallegustu sem ég hef augum litið. Sjálf get ég ekki prjónað til að bjarga lífi mínu en ég elska fallegar prjónavörur svo mér finnst mikil snilld að geta bara keypt fallega prjónavörur af öðrum mun hæfileikaríkari fyrir börnin mín ;) En ég heillaðist svo og er búin að ofnota þessa æðislegu peysu svo ég varð að fá að kynna merkið betur fyrir ykkur en það er margt skemmtilegt framundan hjá Yl og eiganda þess og hönnuð Fanneyju Svansdóttur!

Screen Shot 2015-12-14 at 10.04.03 PM

Hér sjáið þið litla Tumaling hér er hann alveg pínupons í peysunni sinni. Ég gat ekki beðið með að nota hana svo við brettum bara uppá hana til að byrja með en í dag smellpassar hún. Eitt af því sem ég kann svo vel að meta við prjónaflíkur er hvernig þær eiginlega vaxa með börununum.

En ég plataði hana Fanney til að svara nokkrum spurningum um sig sjálfa, merkið Ylur og það sem er framundan. En í gær opnaði hún heimasíðuna og vefverslunina Ylur.is svo endilega kíkið í heimsókn!

12118655_748982258545018_3278076089135343401_n

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Geturðu aðeins sagt frá þér sjálfri, 
Ég er 25 ára og bý á Selfossi með sambýlismanninum og börnunum okkar tveimur, Aroni Elí 5 ara og Rán 2 ára. Ég lauk við ba gráðu í félagsráðgjöf í vor en stefni á nám í textílhönnun á næstunni.

Hvernig kom það til að Ylur varð til?
Það hefur alltaf verið ríkt í mér að skapa. Ég hugsa hratt og gleymi mér oft í hugsunum mínum og hugmyndum. Þegar ég ákvað að láta undan og leyfa mér að eyða tíma í að rækta þessa hæfileika fór margt að gerast. Ég byrjaði að prjóna um það leyti sem dóttir mín fæddist, fyrir ca tveimur árum. Ég lærði að prjóna á youtube og pinterest. Ég kunni grunnatriðin en bæði mamma mín og amma eru snillingar i höndunum. Ég eyði enn í dag talsverðum tíma á youtube og finnst gaman að bæta við mig þekkingu og tækni.

11986323_737517339691510_1019960145256867481_n

Hvaðan sækirðu þér innblástur fyrir hönnun þína?
Ég sæki fyrst og fremst innblástur í börnin mín. Mér finnst gaman að fylgjast með þeirra vali á fatnaði, hvaða flíkur þau taka ástfóstri við. Úr hvaða efni eru flikurnar? Hvernig er sniðið? o.s.frv. Ég leita einnig innblásturs i gömlum myndaalbúmum hjá ömmu og afa og árstíðunum en ég get endalaust velt fyrir mér fallegum litum nátturunnar.

Með hvaða efni vinnurðu helst?
Ég hef fyrst og fremst áhuga á fallegum og vönduðum hlutum úr góðu hráefni. Ég eyði miklum tíma í lita og efnisval. Ég vinn mest með alpaca ull sem ég kaupi frá Peru. Alpaca ullin býr yfir mörgum eiginleikum sem henta vel í barnafatnað. Hún er mjúk, hlý, slitsterkt og nánast ofnæmísfrí.

11062731_724078391035405_2316861368953631396_n

 

Ómæ! Þessi refapeysa ég bilast úr krúttlegheitum – á óskalista hjá okkur mæðginum til þeirra sem vantar jólagjafahugmyndir… ;)

Er einhver flík frá Ylur í meira uppáhaldi hjá þér en önnur?
Flíkurnar frá Yl eru langflestar fyrir bæði kyn. Ég legg mikið uppúr notagildi og forðast að flokka föt sem annaðhvort stráka- eða stelpufot. Einn af dásamlegu eiginleikum prjónaðar flíka er hversu lengi þær endast. Ein stærð hja mer spannar 4 hefðbundnar stærðir. Ég á erfitt með að velja eina uppáhalds flík en hvíta hneppta peysan með gatamynstrinu er upprunalega peysan frá mér og mer þykir sérstaklega vænt um hana.

Er eitthvað spennandi framundan hjá merkinu?
Það er margt spennandi að fara i gang hjá okkur. Ég hef gaman af smækkuðum útgáfum af fullorðins fötum og er að vinna í nokkrum flíkum fyrir aðeins eldri hóp en ég hef verið að einblína á hingað til. Það er á stefnuskránni að gera svo litla dömulínu. Ég er líka að vinna að einu spennandi verkefni með Bergrúnu Írisi – ég persónulega er mjög spennt fyrir þvi svo það er um að gera að fylgjast með.

11836876_723635331079711_7425073746315781471_n

Hvaða jólahefð er ómissandi hjá þér?
Það verður gott að komast í smá jólafrí en nóvember og desember hafa verið sérstaklega annasamir. Ég er mikið jólabarn, sérstaklega eftir að eg atti bornin mín. Jólin snúast um samveru með fólkinu sínu, hrein rúmföt og góða bók.

11949351_731659726943938_1921041751384545877_n

Finnst ykkur þetta ekki fallegt! Ég er sjálf alveg heilluð og hvet ykkur til að skoða vörurnar hennar Fanneyjar betur, þær eru svo yfirmáta fallegar og svo gæðamiklar að ég er viss um að hver mamma verði algjörlega dolfallin yfir fegurð þeirra. Peysan hans Tuma fer alveg svakalega vel og ég er nokkrum sinnum búin að þvo hana í höndunum bara eins og gengur og gerist til að skola úr henni gubb og annað og hún heldur sér alltaf eins.

Fylgist með Ylur á eftirfarandi síðum…

Heimasíða: Ylur.is
Facebook: Ylur
Instagram: @ylur.is

Ég þakka Fanney innilega fyrir spjallið og við mæðginin hlökkum mikið til að fylgjast með ég er sérstaklega spennt að heyra hvað hún og Bergrún Íris ætla að fara að gera saman – hæfileikaríkur prjónari og yndislegur barnabókahöfundur – þetta er eitthvað sem getur bara ekki klikkað!

Erna Hrund

Tinni Snær í Bókinni Okkar

Skrifa Innlegg