fbpx

Tinni Snær í Bókinni Okkar

FallegtLífið MittMeðgangaMömmubloggTinni & Tumi

Fyrir næstum þremur árum síðan fengum við þá tveggja manna fjölskylda að vera partur af yndislegu verkefni sem heitir Bókin Okkar. Við Aðalsteinn fengum að hafa ljósmyndarann og kæra vinkonu okkar viðstadda þegar Tinni Snær fæddist, þegar við urðum þriggja manna fjölskylda og við fengum dýrmætar myndir sem fönguðu þessi mögnuðu augnablik þar sem við urðum foreldrar í fyrsta sinn. Bókin Okkar verður dýrmæt bók sem fer yfir allt, getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og við fjölskyldan fengum að vera partur af þessari fallegu bók sem fer vonandi nú að berast okkur. En Bókin Okkar þarf smá hjálp, á þessum þremur árum hefur ýmislegt gerst sem hefur komið í veg fyrir útgáfu bókarinnar og því stendur nú yfir söfnun á Karolina Fund þar sem þær Andrea, Aldís og Hafdís biðja okkur um hjálp við að koma þessu meistaraverki þeirra í heiminn.

Mig langar að deila með ykkur einni af ómetanlegu myndunum mínum sem voru teknar fyrir bókina, þarna er Tinni Snær bara nokkurra sekúndna gamall…

Ljósmyndari

„Ég hef sagt frá því að ég var með ljósmyndara viðstaddan fæðignuna mína. Hún Aldís Pálsdóttir myndaði alla fæðinguna fyrir íslenska meðgöngubók og ég fékk leyfi hjá henni til að birta nokkrar myndir fyrir ykkur til að sjá. Aldísi verð ég ævinlega þakklát fyrir þessar dásamlegu myndir sem eru okkur Aðalsteini ómetanlegar og eru fallegasta minningin um fæðinguna. Svo eru þær líka mín sönnunargöng fyrir því að hafa getað gert þetta. Aldís veitti mér líka ómetanlegan stuðning í fæðingunni sem ég mun aldrei geta þakkað henni fyllilega fyrir, hún leiðbeinti mér í gegnum allt, hélt í höndina á mér, strauk mér þegar tárin renndu niður kinnarnar og hvatti mig áfram þegar ég var við það að gefast upp. Við Aldís erum svo sannarlega tengdar órjúfanlegum böndum og mér finnst eiginlega eins og hún hafi verið mín „fairy godmother“ í fæðingunni. Takk Aldís fyrir allt saman.“

– úr færslu sem birtist 30.12.13 HÉR

Ef þið hafið tök á því að leggja þessum duglegu konum lið og styðja þær í útgáfu sinni á Karolina Fund þá veit ég að þeim þætti vænt um það sem og mér þar sem ég er búin að bíða spennt eftir bókinni í næstum 3 ár núna og get varla beðið eftir að fá hana í hendurnar.

BÓKIN OKKAR Á KAROLINA FUND

Áfram Andrea, Aldís og Hafdís! Mikið vona ég að allt gangi upp hjá ykkur***

Erna Hrund

Ari ♡

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  14. December 2015

  VEI! Ég held svo mikið með þeim :)
  Beið eftir þessum bloggpóst. Vissi að hann kæmi. Yndislega falleg mynd!

  • Andrea

   15. December 2015

   en einlægt og fallegt Elísabet! -hlýtt í hjarta- TAKK :)