fbpx

Videoumfjöllun False Lash Wings

AuguÉg Mæli MeðlorealmakeupMakeup ArtistMaskarar

Ég ákvað um daginn að prófa að gera video vöruumfjöllun og sjá hvernig ykkur litist á.

Í myndbandinu tek ég fyrir nýjasta maskarann frá L’Oreal, False Lash Wings. Maskarinn er  með gúmmíbursta og formúlan inniheldur örfína trefjaþræði sem eru 1,2 mm á lengd. Þræðirnir leggjast ofan á augnhárin ykkar svo þau virðast lengri. Með maskaranum er auðvelt að byggja upp löng og þykk aunghár. Í myndbandinu hér fyrir neðan sýni ég ykkur muninn á augnhárunum mínum eftir eina umferð og svo eftir tvær.

SONY DSCÉg er virkilega ánægð með útkomuna á myndbandinu og mér finnst ég segja allt sem segja þarf um þennan maskara. Ég vona að ykkur lítist vel á þessa tegund umfjöllunnar, því þá verður meira um þær í framtíðinni.

Ég legg þetta í ykkar hendur – á ég að koma með fleiri svona umfjallanir í framtíðinni. Ég tek öllum like-um og hjörtum sem jákvæðum atkvæðum!

EH

Makeup trend næsta vetrar #1

Skrifa Innlegg

26 Skilaboð

 1. Kristjana

  27. August 2013

  Skemmtilegt og ganglegt video hjá þér :) Hvaða farða ertu með á húðinni í videoinu? …mjög fallegur litur og áferð

  • Reykjavík Fashion Journal

   27. August 2013

   Frábært að heyra! Ég er spennt fyrir að gera fleiri svona video – ég er aðeins fljótari með þessi en löngu sýnikennslurnar ;) Ég er með Lumi Touch farðann frá L’Oreal – alveg æðislegur farði sem er í miklu uppáhaldi!

 2. Unnur

  27. August 2013

  Mikið er húðin þín falleg, hvaða farða ertu að nota í myndbandinu? :-)

 3. Karen Ýrr

  27. August 2013

  Æj hvað þú ert svo krúttleg í þessu video-i :) Lýst mjög vel á þetta!

 4. Rakel

  27. August 2013

  frábær viðbót!

 5. Hildur M

  28. August 2013

  Frábært myndband! Eðlileg og einlæg :)

 6. Sirra

  28. August 2013

  Skemmitlegt videó! Vil fá fleiri svona! :) og vá hvað þetta er girnilegur maskari

 7. Hanna Lea

  28. August 2013

  Endilega gerður fleiri svona “product review” myndbönd og notaðu einmitt vörur sem fást á Íslandi. Svo leiðinlegt að horfa á svona erlend myndbönd og vörurunar sem verið er að fjalla um fást ekki hérna. Hlakka til að sjá fleiri mynbönd frá þér ;)

  • Reykjavík Fashion Journal

   28. August 2013

   Takk fyrir – já ég reyni að leggja áherslu á það að fjalla um vörur sem eru fáanlegar hér á landi. Ég er ótrúlega ánægð með þetta video sjálf og er nú þegar komin með fullt af vörum til að gera umfjallanir um :)

 8. Kristjana

  28. August 2013

  Hvaða lit af farðanum tókst þú?

 9. Rakel

  28. August 2013

  Meira svona, þetta er æði!

 10. Jóhanna

  28. August 2013

  Frábært myndband – einfalt og flott, og stór plús að það er engin (lyftu)tónlist eins og í svo mörgum erlendum kennslumyndböndum!

 11. Guðný

  29. August 2013

  Frábær farði ! :) ljómin á húðinni þinni svo fallegur

 12. Anna

  29. August 2013

  Hvaða farði (og litur) finnst þér henta best fyrir ljósa húð? Þá frekar að vetrartíma heldur en sumar :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   30. August 2013

   Á veturna legg ég mikla áherslu á að vera með farða sem inniheldur góða vörn í sér. Ég vel frekar fljótandi farða því ég er með svo þurra húð sem verður ennþá verri á veturna. Farðinn sem ég er með í þessu video-i er í miklu uppáhaldi hann heitir Lumi Magique og er frá L’Oreal. Ljósasti liturinn af honum er með gulum undirtóni sem hentar mér fullkomlega. Annars er ég mikið að nota Teint Visionaire frá Lancome og Invisible Fluid farðann frá Estee Lauder – er með ljósasta litinn í báðum förðum. Svo er að koma nýr farði hjá Smashbox sem ég var að fá til að prófa og hann er ótrúlega spennandi! En þegar þú prófar liti á förðum mundu þá að prófa hann alltaf á kinnbeininu – settu smá af litunum sem þú heldur að henti þér best og liturinn þinn mun falla alveg inní húðina þína ;)

 13. Sæunn

  30. August 2013

  Þú ert aldeilis einn af mínum uppáhaldsbloggurum í heiminum og ég er með virkilega stóran hóp sem ég elti á bloglovin! Svo einlæg og eðlileg alltaf :)

 14. Lára

  30. August 2013

  Skemmtilegt og einlægt vídjó :) En mig langaði að spyrja þig hvernig þú berð svona farða á þig? Mig langar að prófa þennan lumi magique en þarf ég að kaupa bursta til að setja hann jafnt á andlitið eða notaru bara hendurnar?

  • Reykjavík Fashion Journal

   30. August 2013

   Ég nota hendurnar oft til að bera á mig farða já – oftast þegar ég er heima að flýta mér fyrir vinnudaginn ;) En þarna bar ég hann á með Expert Face burstanum frá Real Techniques sem er væntanlegur til landsins í september, mæli hiklaust með honum!

 15. Þóra

  30. August 2013

  Flott videó hjá þér, langar bara að fara og prófa þennan næst. Ég er svo ánægð að hafa uppgötvað bloggin þín fyrir ca 3 mánuðum. Búin að skoða langt aftur í tímann. Maður fær mun betri ráð frá einhverjum eins og þér, frekar en að fara til afgreiðslufólks sem hefur mislanga reynslu og áttar sig ekki alveg á hverju maður er að sækjast eftir. Videóblogg gefur svo miklu miklu meira þegar um kennslu á aðferðum er að ræða. You go girl!

  • Reykjavík Fashion Journal

   30. August 2013

   Takk takk takk*** Velkomin á síðuna mína og endilega vertu dugleg að skoða og láta vita af þér – ekkert skemmtilegra en að heyra í áhugasömum lesendum!

 16. Ragnhildur Hólm

  30. August 2013

  Algjör snilld hjá þér! Það er svo gaman að sjá vörurnar “in action” og ég ætla klárlega að prófa þennan maskara fljótlega. Þetta blogg hjá þér verður bara betra og betra! :)

 17. Heiðdís

  1. September 2013

  Skemmtilegt myndband og gaman að loksins er einhver að fræða um förðun á þennan hátt á íslensku bloggi, gaman :) (sorglegt en satt hvað margar íslenskar stelpur mála sig of mikið, með “scouse-brows” og Kanebo kökumeiki í fleiri umferðum!
  En ein spurning, mér finnst gaman að lesa maskaraumfjallanir og gagnrýni, auðveldar manni kaup með frumskóg af úrvali sem er (og kudos að vera sýna vörur á viðráðanlegu verði líka, ekki bara dýrara dótið) en notar þú aldrei augnhárabrettara? Veit það er óþarfi á sumum, ég er ekki með eins löng augnhár og þú og mín eru beinni, svo er háð Shu Uemura brettaranum áður en ég nota maskara (klemmi mjög lauslega og í max 5 sek) Les oft færslur þínar (alla leið frá DK) og hef aldrei séð þig nefna augnhárabrettara, mér finnst það nauðsyn, þótt ég sé með góðan maskara (var að kaupa og nota Chanel Inimitable Intense svartann, fyrsti gúmmíburstinn sem ég fíla) en á maskarinn að gera “nóg”?

  • Reykjavík Fashion Journal

   1. September 2013

   Jújú ég nota nú alveg augnhárabrettara en ég hef vanið mig á það að gera það ekki þegar ég skrifa um maskara á síðunni minni af því ég vil sýna lesendum maskarann eins og hann er en ekki fixa hann til;) En sama hér ég nota einmitt Shu Uemura brettarann hann er án efa lang bestur! En því miður fæst hann ekki hér á landi svo þegar mér fannst minn brettari vera orðinn slappur ákvað ég að prófa frá Shiseido og varð ekki fyrir vonbrigðum með hann :)

 18. Sigurbjörg Metta

  9. October 2013

  Langaði að þakka þér fyrir þessa færslu en það var einmitt útaf henni sem ég ákvað að kaupa mér þennan maskara og almáttugur minn hvað ég varð strax ástfangin af honum!