fbpx

Makeup trend næsta vetrar #1

makeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuTrendVarir

Nú held ég að sumarið sé að verða búið  svo það er kominn tími á að fjalla aðeins um makeup trend haustsins sem er framundan.

Eitt af uppáhalds trendunum mínum fyrir sumarið í ár voru áberandi varalitir. Það var eins og íslenskar konur höfðu enduruppgötvað varalitinn og það var svo gaman að fylgjast með þessu trendi festa sig hér. Ég er því ánægð með að varalitir haldi áfram að vera í tísku en litatónarnir breytast í takt við árstíðirnar.

Fyrir haustið verða dökkir varalitir með brúnum undirtónum áberandi ef eitthvað má marka farðanirnar frá tískusýningunum þar sem tíska haustsins var sýnd. Inná milli mátti þó sjá bjarta liti eins og hjá Diane von Furstenberg og Dior. Það var þó ótrúlega misjanft hvort varalitirnit væru bara stimplaðir á varirnar eða þær mótaðar og jafnt lag af litnum borið á þær.

Screen Shot 2013-08-26 at 9.58.56 PM Screen Shot 2013-08-26 at 9.59.10 PM Screen Shot 2013-08-26 at 9.59.16 PM Screen Shot 2013-08-26 at 9.59.22 PMAllar myndirnar hér að ofan eru fengnar í myndabanka style.com

Til að ná þessu trendi er gott að hafa í huga að vera búin að næra varirnar vel, skrúbbið þær til að fjarlægja dauðar húðfrumur og berið svo varasalva á þær. Það er svo leiðinlegt þegar það koma óvelkomnar línur í varalitinn.

Eins og þið sjáið hér að ofan þá eru nokkrar leiðir til að nota varaliti. Það er um að gera að prófa nýjar aðferðir til að poppa aðeins uppá einfalt lúkk og breyta til.

Hjá Dior og Prada er búið að stimpla varalitnum á varirnar. Hjá Dior er notast við skæran lit sem er settur í miðju varanna og látinn deyja út. Hjá Prada er notaður dekkri litur sem er settur yfir allar varirnar. Stimplið varalit eða lituðum varasalva yfir varirnar þar sem þið viljið hafa hann og til að jafna áferðina getið þið smellt vörunum létt saman.

Hjá Lanvin og Marni er búið að setja einn varalit yfir allar varirnar svo er stimplað yfir miðju varanna með dekkri varalit. Þetta lúkk minnir helst á nýja útgáfu vamp varanna sem voru áberandi síðasta vetur – ég gerði einmitt svoleiðis lúkk HÉR. Það er einfalt að dekkja varirnar bara með dökkum eyelinerblýanti eða augabrúnablýanti.

Hjá hinum merkjunum hér fyrir ofan er búið að móta varirnar og setja einn lit yfir þær allar. Þetta eru allt mismunandi litir, áferðir og mótanir á vörunum. Varalitirnir eru klárlega komnir til að vera og margir tískumiðlar eru þegar farnir að spá því að varalitit verði förðunartrend þessa áratugs – en kisuleg augnförðun og eyelinerar hefur verið nefnt förðunartrend síðasta áratugs 2000-2010.

Mig langar að taka það fram að förðunartrendin sem ég segji frá hér á síðunni eru sett saman af því sem mér sjálfri finnst áberandi á tískupöllunum. Ég reyni að taka til greina farðanir frá eins mörgum tískuvikum og ég get til að fá góða niðurstöðu.

Hvernig líst ykkur á þetta trend?

EH

Skvísuneglur

Skrifa Innlegg