Ég breytti töluvert útaf vananum í þetta sinn – kannski af því ég er þreytt á að setja saman endalaust af vörumyndum og örugglega líka af því að ég er innblásin af öllum þessum flottu skvísum sem ég hitti í London sem eru duglegar að gefa af sér og leyfa lesendum að kynnast sér betur í gegnum video. Margar ykkar þekkja kannski ekki mig – manneskjuna á bakvið orðin svo svona spjall video eru kannski skemmtileg leið fyrir ykkur til að sjá hvernig ég er :)
Eins og þið vitið kannski þá er ég ekkert mikið að farða mig mikið dags daglega ég legg mikið uppúr því að velja góðan farða, ég er alltaf hrifnust af fljótandi förðum þeir henta mér vel. Svo pæli ég mikið í húð- og hreinsivörum, möskurum og ilmvötnum svo þær vörur eru í miklu aðalhlutverki í videoinu. Ég vona innilega að þið nennið að horfa á það það er dáldið langt – en vonandi skemmtilegt :)
Stillið endilega á HD upplausn þegar þið horfið á videoið;)
Ég ákvað að bregða aðeins útaf vananum og gerði létta dagförðun með augnskuggapallettunni úr haustlínu Smashbox sem heitir Cherry Smoke. Litirnir eru ótrúlega fallegir og bjóða uppá mikla möguleika. Ég segi ykkur betur frá förðuninni innan skamms.
Ég gerði mjög létta förðun og svona dáldið náttúrulega með litunum en eins og þið sjáið þá eru þetta litir sem er alveg hægt að nota til að gera dökka og flotta kvöldförðun líka. Í línunni eru svo tveir varalitir einn hárauður og annar orange tónn sem er með sanseraðri áferð. Það er ekki mikið eftir af pallettunni svo það fer hver að verða síðust til að tryggja sér eintak og skuggarnir eru mjög góðir og Smashbox skuggarnir eru á mínum topp 5 lista yfir uppáhalds augnskuggana :)
En hér sjáið þið mig og farðana mína – eins og videoið gefur til kynna er ég með valkvíða á háu stigi þegar kemur að förðum, möskurum og ilmvötnum en það er bara svo margt gott til og alltaf eitthvað nýtt og það er ekki eins og vörurnar sem eru til fyrir séu eitthvað verri :)
Þá er bara að finna efni í næstu videofærslu!
EH
Sumar vörur í þessari færslu hef ég fengið sendar sem sýnishorn, sumar eru gjafir og enn aðrar hef ég keypt sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg