fbpx

Video: haustið frá Lancome

AuguÉg Mæli MeðFashionFW2014LancomeLúkkmakeupMakeup ArtistMyndböndNýjungar í SnyrtivöruheiminumSýnikennslaTrend

Haustlínan frá Lancome er nú komin í verslanir og ég fékk sýnishorn af nokkrum vörum úr línunni til að gera fljótlegt og einfalt lúkk fyrir ykkur.

Línan í ár heitir French Idole og er innblásin af dáldið svona frjálslegum fíling, litirnir sem einkenna línuna gefa mér alla vega þá tilfinningu. Mögulega eru litirnir í línunni dáldið out there fyrir sumar en mér persónulega finnst þetta fullkomnir litir fyrir brún- og græneygar konur. En litirnir sem einkenna lúkkið eru grænn og amethyst.

Hér sjáið þið lokaútkomuna hjá mér.

lancomehaust3

Ég ákvað að fá bara innblástur frá vörunum. Þetta er þriðja sýnikennsluvideoið sem ég geri með haustlínum frá förðunarvörumerkjum og ég hef aldrei ákveðið fyrirfram hvað ég ætla að gera – ég leyfi bara því sem mér kemur fyrst í hug að birtast á striganum sem er í þessu tilfelli augun mín.

Það sem ég dýrka við Lancome er að ég get alltaf treyst augnskuggunum – þeir eru alltaf eins á augunum eins og þeir eru í pallettunni, þeir blandast alltaf vel saman og áferðin er alltaf falleg.

lancomehaust6

Hér fyrir neðan finnið þið svo sýnikennsluvideoið mitt, það er stutt og laggott – ég veit ekki hvort ég hef skrifað það en sjálf meika ég ekki of löng video og eftir að ég lærði að klippa mín sjálf þá er ég miklu harðari við að klippa óþarfa raul í mér út ;)

Ég mæli að sjálfsögðu með eins og áður að þið horfið á það í HD upplausn.

Hér sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði í videoinu.

lancomehaustcollage

Hypnose Pallette Intense Smokey Eyes nr. DR07 (malachite & améthyste) – Art Liner 24h í litnum Chrome – Rouge L’Absolu Lipstick í lit nr. 188 Rouge Agate Sheer – Blush Subtil í lit nr. 41 Figue Espiègle pg Vernis in Love í lit nr. 387 Améthyste Brune.

lancomehaust4

Eyelinerinn er æðislegur en hann sést ekki alveg nógu vel því miður – ég er enn að reyna að átta mig á nýjum myndatökuaðstæðum. Mér fannst þetta samt koma ótrúlega vel út að hafa svona ljósan mettallic eyeliner yfir dekkri förðun. Förðunin verður ekki alveg eins dimm en samt kvöldleg og flott.

Metallic áferðin verður áberandi í haust í förðunartrendum – svo Lancome hitti naglann á höfuðið með þessari línu!

lancomehaust5

Fram til 10. ágúst standa yfir Lancome dagar í Debenhams en af því tilefni er 30% afsláttur af Visionnaire dropunum og ef verslað er fyrir 8900kr eða meira þá fylgir sjúklega flottur kaupauki. Einnig er sérstök kynning á þessum fallegu haustvörum og ef þið heillist af vörunum þá er maður nú ekki lengi uppí 8900 krónurnar og þá fylgir snyrtibudda með þónokkrum lúxusprufum af vinsælum Lancome vörum með…

lancomehaust12Ég er persónulega alveg sjúk í þennan varalit og ég hlakka til að prófa minn og sýna ykkur. Mig grunar að þetta sé alveg ekta litur fyrir mig.  Í kaupaukanum eru líka prufur af Visionnaire kreminu og dropunum sem þið getið lesið um HÉR, svartur eyeliner, ilmvatnsprufa og maskari.

Haustið frá Lancome er alveg dásamlegt og það er mikið notagildi í fallegu augnskuggunum. Naglökkin er ég þó sjúk í og mig langar eiginlega líka í hina litina tvo sem eru í línunni. Lökkin frá Lancome eru líka mjög góð, þau eru þunn og þorna fljótt en gefa samt þegar þau þorna svona þétta geláferð – hrikalega flott!

Hvað langar ykkur svo að sjá næst – haustið frá Chanel eða Broujois?

EH

Á óskalistanum: náttsloppur

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Eva S.

  7. September 2014

  Chanel! :)

 2. Ragnheiður S.

  7. September 2014

  Vá hvað þessi varalitur er guðdómlegur !
  Er þessi svona ‘must have’ í snyrtibuddunni í haust, myndiru segja ?