fbpx

Við Seljalandsfoss

Lífið MittMakeup ArtistMitt Makeup

Í júlí fór ég í skemmtilegt verkefni útá land með ljósmyndaranum Aldísi Pálsdóttur. Myndatakan var fyrir CD cover hjá íslenskri söngkonu sem er búsett í DK – Hjálfríði Þöll Friðriksdóttur.

Mér finnst svo æðislegt að vera utandyra í verkefnum og ég tala nú ekki um þegar maður kemst aðeins útí sveit. Hér eru nokkrar baksviðs myndir frá fallegum degi við Seljalandsfoss.

SONY DSC SONY DSCÞað er rosalegur kraftur í þessum fossi – ég varð bara dáleidd af því að horfa á vatnið falla.Screen Shot 2013-08-02 at 10.21.22 PMÉg efast ekki um að útlendingarnir hafi verið voðalega hissa á Aldísi sem tók bara myndir af berginu í kringum fossinn en ekki af honum sjálfum.SONY DSCEf þeir hefðu nú bara stoppað og horft á það sem hún var að taka myndir af þá hefðu þeir fattað hvað var í gangi. Hér sjáið þið smá brot af umhverfinu sem heillaði okkur uppúr skónnum. Svona fallega litasamsetningu er ekki hægt að fatta uppá sjálfur – alla vega myndi ég ekki geta það. Íslensk náttúra í sínu fegursta.Screen Shot 2013-08-02 at 10.21.34 PMHress eftir góðan tökudag.SONY DSCÞað var í þessari myndatöku sem ég kynntist fallega postulínsfisknum frá Hring eftir Hring. Þessar viðarslaufur er ég líka mjög skotin í – postulínsfiskinn getið þið séð HÉR.SONY DSCÉg notaði meðal annars Teint Visionnaire farðann frá Lancome – farði og hyljari saman í einu. Þetta er frábær farði sem ég get ekki hrósað nóg. Mæli hiklaust með honum – meira HÉR.

Frábær dagur sem skilaði mér heim í bæinn endurnærðri og fullri af orku – hlakka til að sjá útkomuna.

EH

Spurt & Svarað - Ásdís Gunnarsdóttir

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. loa

    9. August 2013

    frábærar myndir:)