Er ekki viðeigandi að sitja inni á skrifstofu – horfa útum gluggann á þetta ógeðslega veður, haldandi á rjúkandi heitum kaffibolla og skoða sumartísku næsta árs? Mér finnst það ;)
Þó ég hafi aldrei náð að fara jafn vel yfir sýningarnar eins og ég gerði hérna áður fyr þá finnst mér fátt jafn skemmtilegra og þegar ég hef tíma til að pæla í sýningunum og klæðunum. Ein af mínum uppáhalds Victoria Beckham sýndi á NYFW í gær. Ég heillast alltaf af kvenlega stíl Victoriu sem mér finnst alltaf tímalaus og elegant. Þið sjáið alltaf stíl Victoriu í sýningunum hennar án þess þó að flíkurnar séu alltaf eins ár eftir ár og þær eru alltaf hennar en ekki eins og einhvers annars.
Fyrir næsta sumar er Victoria í mjúkum litum og léttum flíkum. Náttfatasniðið sem var mjög áberandi síðasta sumar laumast hér inní línuna og mjúk blómaprint sem minna helst á eitthvað frá 8. áratug síðustu aldar blandast saman við einfaldari liti. Ég er persónulega alveg sjúk í dimmrauða litinn – þessi sandlitur hentar mér engan vegin en ég er samt skotin í honum… Támjóu, lágbotna ökklastígvélin finnst mér svo æpa nafn mitt og ég myndi glöð bæta við pari í safnið :)
Detailarnir í flíkunum heilla mest – beltið í mittinu, army fílingurinn á tölunum og vösunum – hér sjáið þið mín uppáhalds lúkk úr sýningunni.
Ljósmyndari: Gianni Pucci / Indigitalimages.com
Konan er auðvitað bara snillingur – hún var alltof lengi að reyna við þennan söngbransa – hefði átt að snúa sér að tískunni fyrir löngu. En Victoria er ein af mínum allra uppáhalds í þessum bransa – þvílíkur snillingur!
EH
Skrifa Innlegg