fbpx

Varalitadagbók #20

Kæra dagbókLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarirYSL

Það má segja að það sé varaþema á síðunni minni í dag – sem er svo sem alls ekkert slæmt! En mig langaði að sýna ykkur varalitinn úr haustlínu YSL sem ég fékk að prófa. Mér finnst þetta æðislegur litur sem svo sannarlega birtir upp skammdegið og hressir mann aðeins við í þessu rokrassgati sem Reykjavík er í dag… ;)

Fyrst sjáið þið hér varalitina sem komu í haustlínunni – sá sem ég prófaði er vinstra megin í miðjunni!

Yves-Saint-Laurent-Makeup-Collection-for-Fall-2013-lipsticks-1 SONY DSC

Varir: YSL – N°51, Coral Urbain

SONY DSCÞetta er virkilega fallegur litur með semí gylltti áferð sem lýsir varirnar upp svo þær ljóma ótrúlega fallega. Þessi væri fallegur einn og sér eða við flotta brútóna augnförðun. Svo ilmar varaliturinn svo vel – bara eins og allar aðrar YSL vörur. Þær ilma eiginlega bara hættulega vel!

Varablýanturinn fannst mér ekki alveg passa svo ég verð að sýna ykkur hann betur seinna – helst í sýnikennsluvideoi þar sem mér finnst kominn tími á að sýna ykkur hvernig ég móta varirnar með varablýanti.

HÉR sjáið þið svo augnförðun sem ég gerði með augnskuggum úr haustlínu YSL – ég reyndar gleymdi að sýna ykkur það að þið getið líka notað augnskuggana blauta t.d. til að gera eyeliner eða til að fá sterkari liti.

EH

Á allra vörum glossin

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Inga Rós

    15. September 2013

    Vá geggjaður. Langar svo einmitt í fínan kóralvaralit.