Ég er aðeins búin að vera að prófa mig áfram með maskarana frá MAC. Ég er dáldið þannig að ég þarf að prófa maskara nokkrum sinnum áður en ég get svona farið að meta þá almennilega. Oftast er það þannig að mér finnst formúlan bara alltof blaut og klessuleg og venjulega hata ég maskara í fyrsta skipti sem ég prófa þá. Það eru þó nokkrar undantekningar og á síðustu vukum hafa samtals þrír maskarar staðist væntingar mínar strax eftir fyrstu notkun – tveir af þeim eru frá MAC.
Hjá MAC falla kannski maskararnir í skugga margra annarra vara frá merkinu eins og Face & Body farðans, augnskugganna og ekki síst varalitanna. Ég viðurkenni það að ég hef aldrei prófað maskarana frá MAC fyr en nú og ég varð bara ekki fyrir vonbrigðum. En þessa dagana skiptist ég á milli þess að nota þessa þrjá maskara sem stóðust væntingar mínar – þriðja maskarann segji ég ykkur betur frá seinna þar sem hann er ekki alveg kominn í sölu en hér fáið þið MAC maskarana.
Mér finnst alveg passa að þeir séu saman í færslu þar sem þetta eru mjög ólíkir maskarar og gaman að segja kannski frá muninum og bera þá saman.
Fyrsti maskarinn er Extended Play Lash…
Það sem ég fýla í botn við þennan maskara er greiðan sem er mjög lítil og löng. Af því að greiðan er svo mjó þá kemst ég alveg þétt uppvið rót augnháranna og næ að þekja aunghárin alveg frá rót. Hinn kosturinn er sá að hárin eru svo stutt svo maskarinn klínist ekki á augnlokin þó ég troði greiðunni alveg uppvið rótina. Ég nota þennan maskara einan og sér og svo er ég farin að venja mig á að ef ég vil nota annan maskara til að greiða betur úr augnhárunum þá nota ég þennan fyrst til að komast að rótinni og set svo annan maskara yfir. Þessi er snilld t.d. þegar ég er með augnskugga og vil alls ekki að maskarinn smitist í hana svo ég sleppi nú við að laga augnhárin til.
Ég rak svo augun í það að bæði Fríða María og Guðbjörg Huldís nota þennan maskara á sjálfrar sig – það er ekki slæmt hrós fyrir maskara. Hér sjáið þið maskarann sjálfan…
Formúlan er glossuð og alveg svört. Annar kostur við þennan maskara er að hann lyftir augnhárunum vel upp og hann heldur þeim uppi allan dagin, hann hrynur ekki og smitar ekki útfrá sér – það er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt og ég veit að fleiri eru sammála mér í því.
Hinn maskarinn er Haute & Naughty frá MAC…
Það sem er snilld við þennan maskara er að þetta eru eiginlega tveir maskarar eða tvö lúkk sem augnhárin geta fengið með þessum eina maskara. En það eru ekki tvær greiður heldur sú eina og sama. Það sem er sérstakt við hann er að það er sumsé hægt að draga greiðuna uppúr umbúðunum á tvo mismunandi vegu eða í gegnum tvær stærðir af hólkum. Ef þið skrúfið bleika endann úr maskaranum þá fer greiðan í gegnum mjög mjóan hólk sem gerir það að verkum að það fer ekki mikið af formúlu á greiðuna og hún dreifist alveg jafnt yfir augnhárin. Ég nota þá greiðu til að byrja að grunna augnhárin, móta þau, greiða vel úr þeim og svo nota ég hann einan þegar ég vil að augnhárin verði sem náttúrulegust. Þessi er æði í fyrsta skipti þar sem mér finnst formúlan yfirleitt vera of mikil á greiðum fyrst þegar ég prófa maskara og enda yfirleitt á því að skafa smá af formúlunni af greiðunni en ég þurfti ekki að gera það með þennan – snilld!
Ef þið skrúfið hins vegar fjólubláa glimmertappan úr þá kemur greiðan beint uppúr maskaranum og það er meirai formúla það nota ég t.d. eftir að ég er búin að móta augnhárin og þegar ég vil alveg ýkt augnhár. Þessi gefur aunghárunum mjög náttúrulega dreifingu, hann s.s. greiðir vel úr augnhárunum og þekur þau með léttri og fallegri formúlu. Það er ótrúlega auðvelt að bera maskarann á augnhárin og svo er auðvelt að þykkja þau meira og gefa þeim meira umfang með því að nota greiðuna með meiri formúlu. Á báðum myndunum er ég reyndar með náttúrulegri maskarann en í þessu sýnikennslumyndbandi HÉR nota ég báðar greiðurnar s.s. með minni og meiri formúlu svo þið getið séð almennilega hvernig hann kemur út.Ég á þó eftir að prófa fleiri maskara frá MAC þó svo ég hafi tekið ástfóstri við þessa tvo – þeir henta mér alla vega ótrúlega vel. Svo er ég líka með augnháraprimer úr Prep & Prime línunni frá MAC og augnhára serum sem ég ætla að testa almennilega og sýna ykkur fyrir og eftir myndir ;)
EH
Skrifa Innlegg