fbpx

Undirbúningur fyrir morgundaginn

Íslensk HönnunMACmakeupRFF

Ég fékk að kíkja við í Hörpu í dag þar sem undirbúningur fyrir RFF sem fer fram á morgun er í hámarki. MAC sér um förðunina í ár og það var verið að hengja upp skilti og raða stólum. Speglarnir voru á leiðinni og handlagnir Hörpumenn voru að leggja lokahönd á lýsinguna sem verður að sjálfsögðu að vera uppá sitt besta svo makeup artistarnir geti séð nákvæmlega hvað þeir eru að gera.

Þetta er þriðja RFF hátíðin þar sem MAC sér um förðunina – önnur hátíðin í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða makeup trend verða áberandi á hátíðinni. Á morgun stefni ég á það að reyna að hafa beina útsendingu frá actioninu baksviðs úr Hörpunni – svo krossleggið með mér fingur um að það verði gott netsamband – annars verður hlaupið á milli kaffihúsa!

MAC er það förðunarmerki sem er mest áberandi á fjóru stóru tískuvikunum. Eftir hverja tískuhátíð í heiminum er gefin út makeup biblía frá merkinu þar sem heitustu trendin fyrir hvern árshelming eru krufin og birtar myndir af förðun frá tískuvikum á nokkrum stöðum í heiminum. Það væri nú svolítið gaman ef Ísland næði einhver tíman í þessa flottu bók. Kannski verður það núna, hver veit!

Hlakka til morgundagsins! Ég verð líka virk á Instagram og þið sem hafið áhuga á að fá hátíðina beint í æð þá finnið þið mig undir @ernahrund

EH

Gærkvöldið

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Inga

    15. March 2013

    Ég er svo spennt!