fbpx

Trend: Pastellitir við camel fyrir sumarið

Á ÓskalistanumFallegtFashionNýtt í FataskápnumSS14StíllTrend

Ég rakst á mynd af hinni fallegu Angelicu Blick á Instagram í gærkvöldi og ég féll fyrir litasamsetningunni á myndinni og fór beint inná síðuna hennar til að sjá myndina betur. Camellitaðar yfirhafnir smellpassa yfir fallegar pastellitaðar flíkur og ég ætla svo sannarlega að stela þessari litasamsetningu frá sænsku vinkonu minni.

Hér sjáið þið mynd úr seríunni sem ég féll fyrir hjá Angelicu ásamt fleirum í sama stíl…bright3e59f9fbec9d7e52ae5261b95d476179522e4373e55e22691644fd3a25ca5063231352e6b6f4ff92c292c190f429a97b7c77dbd7fcea195559f5d5d7fdfb78be5Nýjasta flíkin í fataskápnum mínum er þess fallegi Trench Coat frá merkinu Object – sem ég sýndi ykkur um helgina HÉR. Hann fæst í VILA Kringlunni og Smáralind, alveg fullkominn og smellpassar fyrir sumarið við bjarta,fallega liti.1978823_770134112997677_651864109_nEn ég á voðalega lítið pastel kyns í fataskápnum mínum og ég er kannski ekkert alveg að fara að endurnýja allt fyrir sumarið þar sem ég er nú komin á góða leið með að endurnýja hann alveg á nokkrum vikum. En þá er um að gera að bregða á það ráð að kaupa frekar ódýrari vörur í þessum skemmtilegu litum – eins og naglalökk!lp_nailsÉg er sjúk í þessi naglalökk sem eru væntanleg til landsins innan skamms. Þetta er ódýrari leið til að taka þátt í pastel tískunni sem verður í sumar bæði í förðun og fatnaði. Lökkin sem þið sjáið hér fyrir ofan eru reyndar í umbúðunum sem eru í Bandaríkjunum, glösin í Evrópu eru aðeins minni um sig en litirnir sem koma til Íslands eru þeir sömu :)

En lökk sem eru nú þegar til í pastel litum eru t.d. fáanleg í v0rlínum ýmissa merkja eins og t.d. frá Dior og Yves Saint Laurent.

Gleðilegt pastel vor!

EH

Dekurkvöld: Næturkrem

Skrifa Innlegg