fbpx

Trend: ljómandi húð

Bobbi BrownÉg Mæli MeðFyrir eldri húðHúðMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Það er eitt förðunartrend sem að mínu mati ætti aldrei að fara úr tísku en það er ljómandi húð. Ég segi það og skrifa af því að ljóminn er eitt það besta sem dregur úr einu helsta öldrunareinkenni húðarinnar en það er þreyta og þreytulegt yfirborð húðarinnar. Ég veit ég tala mikið og skrifa um ljóma en ég trúi því og veit af fenginni reynslu að þetta er ráð sem virkar, hvort sem það er ljómi sem við fáum með hjálp förðunar eða snyrtivara. Í húðvörum sem eru hannaðar með það í huga að draga úr fyrstu einkennum öldrunar eru alltaf efni sem eiga að draga fram okkar innri ljóma. Ég kynntist nýlega einni vöru sem var að koma á markað hér á Íslandi sem er með einmitt það að höfuðmarkmiði og ætti að heilla þær sem eru eins og ég heillaðar af ljóma…

Ljóma getur verið töluvert einfalt að ná með hjálp ljómandi förðunarvara eins og highlightera eða sanseraðra augnskugga en þá er oft byggt ofan á förðun sem er nú til fyrir. Hins vegar töpum við okkar náttúrlega ljóma smám saman með aldrinum. Ein af nýjustu vörunum á íslenskan snyrtivörumarkað er glæsileg ljómagrunnförðunarvara frá konunni sem að mínu mati trónir efst á lista yfir þá sem hanna flottustu grunnförðunarvörurnar og það er meistari Bobbi Brown. Ég hreinlega elska grunnvörurnar hennar og ég hef ekki enn kynnst vöru úr þeim flokki sem ég kann ekki að meta frá fyrstu kynnum.

Nýjasta varan frá merkinu er hreint út sagt glæsileg og hún nefnist Illuminizing Moisture Balm og fæst nú hjá Bobbi Brown á Íslandi í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni. Ég hoppaði hæð mína þegar ég fékk mitt sýnishorn og fór beint heim og prófaði. Nú er komin vika síðan ég fékk kremið fyrst og daglega síðan ég prófaði það fyrst hefur mér verið hrósað fyrir ljómann í húðinni minni. Ok ég veit ég er ólétt en kommon það byrjuðu allir að hrósa mér þegar ég byrjaði að nota kremið – það vissi enginn af krílinu.

luminizingbalm

Varan kemur á markað með línu frá merkinu sem nefnist Illuminating Nudes og er fyrsta lína ársins frá Bobbi Brown. Þetta er sú vara sem mér þykir standa fremst af þeim sem koma í línunni sem eru m.a. glossar, lituð augabrúnagel og nýjir litir af CC kremunum. Nú er ég líka búin að vera að grúska í þessu kremi og lesa mér vel til um það þar sem þið munið finna smá umsögn um það í Reykjavík Makeup Journal sem kemur út eftir bara nokkra daga.

Það sem kremið gerir er að það gefur húðinni mikinn raka. Ég þurfti smá að átta mig á því hvernig best væri fyrir mig að nota það. Ég vildi ekki að þurra húðin mín myndi drekka ljómann í sig með rakanum svo ég byrja á því að nota rakaserum, svo set ég á mig létt rakakrem sem fer hratt inní húðina, svo set ég Illuminating Moisture Balm og leyfi því að jafna sig á húðinni áður en ég farða ofan á. Þannig finnst mér ég vera komin með hinn fullkomna grunn til að farða ofan á. Húðin mín fær frábæra næringu allan daginn og hún ljómar – en ég tek fram að þetta geri ég því ég er með þurra húð ef þið eruð ekki með húð eins og ég ættuð þið að sleppa létta rakanum sem ég bæti inní húðrútínuna.

Kremið er með ljómandi áferð en hún er þó mjög væg, það sem kremið leitast helst við að gera er að styrkja okkar innri ljóma og færa hann fram á yfirborðið. Kremið gefur húðinni ótrúlega mikið búst þegar kemur að útgeislun og þó ég sé vön því að vilja prófa vörur talsvert lengur þá sé ég strax að hér er á ferðinni vara sem virkar en auk þess hef ég það mikið traust á Bobbi að ég veit að vörurnar hennar skila þeim árangri sem þeim er ætlað. Hér er vara sem færir okkar innri fegurð fram á yfirborð með því að draga fram ljómann sem býr innra með okkur öllum og gefur okkur smá auka ljómabúst um leið.

Þetta er virkilega flott vara sem kemur á hárréttum tíma – þegar við íslensku konurnar þurfum smá ljóma til að losa okkur við skammdegisþreytuna sem herjar sífellt harðar á okkur. Svo er kremið fullkominn undirbúningur fyrir vorið og aukna ljómann sem umlykur okkur þegar von um sól og sumaryl verður sterkari með hverjum deginum. Sannarlega vara sem er þess virði að skoða.

Ég mæli svo að sjálfsögðu með því að þið smellið á like á síðu Bobbi Brown hér á Íslandi til að fá að vita um allt sem er á seyði hjá þessu flotta vörumerki – BOBBI BROWN SNYRTIVÖRUR.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress og kúlan góða

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

12 Skilaboð

  1. María

    9. February 2015

    Hvaða rakaserum og létta rakakrem notar þú áður? Ég er einmitt með mjög þurra húð.

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. February 2015

      Ég var að byrja að prófa nýja rakaserumið frá Chanel – annars er t.d. líka Skin Perfect serumið frá L’Oreal æðislegt og líka rakamikið. Svo var að koma nýtt krem frá Biotherm sem er eins og bláa gelkennda kremið þeirra nema bleikt og fyrir þurra húð það hef ég verið að nota undir. Ef ég er með tvöfaldan raka þá er ég mikið að nota gelkennd krem eins og þessi frá Biotherm eða sambærileg frá L’Oreal undir því þau gelkenndu fara hratt inní húðina og smitast alls ekki á yfirborðið eða við önnur krem svo öll kremin fá að gera sitt :)

  2. Vala Dögg

    9. February 2015

    Takk fyrir þetta, veistu hvort þetta er olíulaust krem?

  3. Sigrún Eygló Fuller

    9. February 2015

    Hvaða naglalakk ertu með á myndinni?

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. February 2015

      Nýtt frá Essie úr Cashmere Matte línunni – æðislega flott lökk sem koma á bloggið í vikunni :)

  4. A

    10. February 2015

    Set áður en ég fer að sofa olíu á andlit mitt (tea tree, möndlu eða avakadó) mjög gott fyrir þurra húðina mína og fæ náttúrulegan ljóma morguninn eftir.

  5. Inga Rós Gunnarsdóttir

    10. February 2015

    Það er hægara sagt en gert að ná þessum ljóma fram þegar maður er með olíumikla húð, finnst ég svo greasy eitthvað ef ég næ þessu ekki rétt, þetta er mikil kúnst :D

  6. María

    4. June 2015

    Myndiru mæla með þessu kremi fyrir feita/olíumikla húð?