fbpx

Trend: íþróttatoppar

FashionLífið MittSS14StíllTrend

Ég hef átt í áratugalöngu stríði við brjóstarhalda í þónokkuð mörg ár – eiginlega bara síðan ég hóf leit mína að þægilegum brjóstarhaldara. Ég hef reyndar aldrei fundið hinn eina rétta eiginlega brjóstarhaldara ég hef bara komist að því að mér finnst þeir almennt óþægilegir. Reyndar féll ég fyrir gjafabrjóstarhöldurum – þeir eru dásamlegir ég nota mína ennþá í dag.

Þið fattið kannski hvert ég er að fara með þetta en ég bara get engan vegin brjóstarhaldara með spöngum eða fyllingu eða stuðningi… þeir eru teknir fram til hátíðarbrigða en aldrei til að veita þægindi – þeir hafa bara aldrei hentað mér. Á unglingsárunum kaus ég að klæðast bikiní þríhyrningstoppum sem brjóstarhaldara og hinum ýmsu íþróttatoppum og mér fannst það fullkomið þetta voru mín þægindi – oft sleppti ég þeim bara líka enda var ég alls ekki með stór brjóst og komst einhvern vegin upp með það.

En vegna þessa er ég ótrúlega ánægð með nýlegt trend sem eru einmitt íþróttabrjóstarhaldarar – þetta er fylgifiskur þess að í dag þykir fátt jafn heitt í tískunni og allt íþróttatengt. Mér finnst reyndar þessi tíska í fatnaði líka fylgja því að í dag er bara heilbrigður lífstíll í tísku og það er auðvitað eitthvað sem er mjög jákvætt. Ég myndi þó ekki kannski alveg vera með magan út mér hefur kannski ekki beint fundist það henta mér og hef því aldrei fallið fyrir þessu magabolatrendi. En ég fýla að vera í þröngum og góðum toppum sem styðja vel við mann og mögulega kannski bara lausari hlýrabol eða bol yfir.

0cfe0c069a97b6b8bde244e337ffcc9f 9c8f6514762b5b6de6a629b9eb2ab1ab main.original.585x0 b8f1c1713b181d1831d2d446f8881a27 cfce675b31042110a0d0e3a87f56ece8

Persónulega er ég mega spennt yfir því að geta loksins haft tækifæri til að næla mér í eins og einn fínan íþróttatopp úr nýju sportlínunni frá Y.A.S. sem verður loksins fáanleg á enduropnun Vero Moda í Kringlunni á fimmtudaginn. Ég hlakka mikið til að sjá búðina og það sem verður í boði þar. Það verða líka sjúklega spennandi opnunartilboð og fullt af fallegum nýjum vörum þar á meðal sjúkur léttur svartur trench sem ég veit að margar girnast. Mæli með því að þið mætið klukkan 10:00 fyrir framan Vero Moda í Kringlunni á fimmtudaginn til að næla ykkur í það sem ykkur langar í sem fyrst!

Screen-Shot-2014-05-04-at-4.07.17-PM-620x380 Screen-Shot-2014-05-04-at-4.07.43-PM

Ég myndi persónulega velja fjólubláa litinn fyrir sjálfa mig held hann henti mínu litarhafti vel – svo er einmitt svona grár eða svartur bolur yfir bara skemmtilegt.

Ég er að meta þetta trend sérstaklega þar sem ég með mínar undarlegu þarfir þegar kemur að brjóstahöldurum – þetta dettur svo sem í og úr tísku en akkurat núna er ég í tískunni :)

EH

Annað dress: Pinstripe

Skrifa Innlegg