fbpx

Topp 3: besti brunchinn

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Ég er mikil brunch manneskja og við Aðalsteinn erum ofur dugleg að fara á nýja staði og prófa brunchinn. Ég held að við séum liggur við búin að prófa nánast alla brunchana í bænum en betri helmingurinn fékk að prófa brunchinn á Nauthól um daginn sem hann hafði ekki enn fengið – bara ég!

Mig langaði að deila með ykkur mínum uppáhalds brunchum í bænum og ég mæli eindregið með þessum stöðum.

Nauthóll:

Ég nýt þess að sitja inná Nauthól í fallegu og róandi umhverfi þar sem maturinn er góður, þjónustan er frábær og þrátt fyrir að staðurinn hafi verið fullur var maturinn fljótur á leið til okkar. Mér fannst líka æðislegur barnabrunchinn sem við ákváðum að leyfa Tinna Snæ að fá – hann fékk nóg af vatnsmelónum sem eru í uppáhaldi og ostinn át hann upp til agna. Svo var litli maðurinn minn sem ég leyfi yfirleitt aldrei að fá appelsínudjús alsæll þegar þjónninn okkar rétti honum stórt glas af honum með röri. Hann var ekki lengi að taka fyrsta sopann og þjónninn fékk strax broskall í kladdann hans Tinna :)

Café Flóra:

Að sitja á Flóru er bara eins og að sitja í paradís! Við höfum farið þangað nokkrum sinnum í sumar og yfirleitt endum við göngutúrana okkar um fallega hverfið okkar með kaffi og köku á Flóru. Brunchinn þar er dásamlegur og í uppáhaldi er ávaxtasalatið sem er með melónum og eplum og til að draga úr sæta bragðinu er settur ferskur chilli með – syndsamlega gott! Svo er rauðrófuhummusinn algjör lúxus ofan á ost og um leið orkubúst fyrir líkamann. Ef þið hafið nú ekki þegar farið í brunch á Flóru drífið ykkur áður en sumarið er úti – annar kostur við Flóru er að það er alltaf gott veður þar!

The Coocoo’s Nest:

Þessi staður er án efa uppáhalds staður okkar fjölskyldunnar. Starfsólkið heilsar okkur alla vega eins og við höfum þekkst alla ævi og ég fer alltaf södd og alsæl þaðan út. Ég fæ mér alltaf eggjahræruna með pestoinu einfaldlega vegna þess að þarna fær maður besta pestóið! En næst er ég þó búin að ákveða að nú þurfi ég að fara að smakka eitthvað annað – mér finnst ommeletta helgarinnar yfirlett alltaf mjög girnileg svo ég er að plana að fá mér hana næst. Á Coocoo’s Nest er alltaf vinaleg og góð þjónusta og diskurinn er alltaf vel útilátinn. Svo ef þið farið ekki of södd útaf staðnum þá er tilvalið að splæsa í Valdís í eftirrétt.

Ég fæ bara vatn í munninn við að skrifa um uppáhalds brunch staðina mína og hvað þá þegar ég skoða þessar myndir – brunch er klárlega uppáhalds máltíðin mín;)

EH

Grípið tækifærið og látið gott af ykkur leiða

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Lára

    16. August 2014

    Mmmm er búin að ætla á coocoo’s nest lengi :)

  2. Marta Rún

    18. August 2014

    Hlakka til að prufa brunchinn á Cafe Flora ég hef ekki prufað hann.

  3. Sunna S

    20. August 2014

    Fyrst þú ert svona fróð um brunch, veistu þá hvort þessir staðir eða einhverjir aðrir séu með grænmetis brunch? :)