fbpx

Grípið tækifærið og látið gott af ykkur leiða

Ég Mæli Með

Mér fannst dásamlegt hvað voru margir sem lögðu sitt af mörkum til að hjálpa mér við söfnunina mína fyrir Líf styrktarfélag í síðustu viku. Eftir þetta er ég sannfærð um að þegar maður hefur tækifæri og getu til að láta gott af sér leiða þá á maður að gera það. Mögulega haldið þið að það sem þið getið gert sé ekki nóg en margt smátt gerir eitt stórt – það sannaðist hjá mér um helgina. Nú langar mig að segja ykkur frá öðru tækifæri sem þið getið nýtt ykkur…

Á sunnudaginn milli klukkan 14:00 og 17:00 efnir vinkonuhópur til söfnunar á KEX Hostel þar sem kastljósinu er varpað til Gaza og hörmunganna sem dynja þar yfir. Það er alltaf verst þegar hörmungar af manna völdum bitna á þeim sem minna mega sín – börnunum. Á Facebook skrifar hópurinn á viðburðarsíðu sinni….

„Við erum stór vinkonuhópur sem langar til að láta gott af okkur leiða. Eftir að hafa heyrt og lesið fjöldan allan af fréttum um átökin á Gaza svæðinu, heyrt af gríðarlegum fjölda sem hefur týnt lífi sínu og þá sérstaklega fjölda látinna barna, ákváðum við að leggja okkar af mörkum og nýta þennan stóra hóp til að hjálpa – margt smátt gerir eitt stórt! “

„Við höfðum samband við Rauða krossinn og hann taldi að best væri að safna pening sem myndi renna óskiptur í hjálpastarf þeirra á svæðinu og þá helst til barnanna sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum.“

10300964_10152639198872112_3518902112948970927_n

Uppákomurnar á sunnudaginn verða margs konar en þar ber kannski helst að nefna að Reykjavíkurdætur stíga á stokk klukkan 15:30 en atriðin fara fram utandyra líklegast á pallinum fyrir aftan Kex. Þarna verður hægt að styrkja með því að kaupa vörur ár markaðnum, kaupa veitingar eða happdrættismiða og svo er að sjálfsögðu tekið við frjálsum framlögum.

rkn. 0140-05-071350 og kt. 081288-2839

Ég hvet ykkur til að mæta og styrkja þetta verðuga málefni – grípið tækifærið!

EH

Náðu lúkkinu hennar Leighton

Skrifa Innlegg