fbpx

Topp 10: Mest lesnu færslur ársins 2013

Lífið Mitt

Um leið og ég óska ykkur öllum  yndislegu lesendum mínum gleðilegs árs þá langar mig að fara í stuttu yfir það helsta sem átti sér stað á síðunni minni árið 2013. Að mínu mati er lang best að gera það með því að kíkja á þær 10 færslur sem ykkur fannst greinilega skemmtilegastar eða forvitnilegastar :)

Í lok færslunnar kynni ég svo sigurvegara þessa leiks HÉR. Takk kærlega fyrir allar jólakveðjurnar og fallegu hrósin það var alveg yndislegt að lesa yfir þær***

Hér sjáið þið svo vinsælustu færslur ársins 2013 á Reykjavík Fashion Journal. Ég ákvað að telja niður og byggja upp smá spenning. Mér finnst þó líklegt að ykkur gruni flest hvaða færsla var vinsælust ;)

Ef þið viljið rifja upp færslurnar þá þurfið þið ekki að gera annað en að smella á heiti þeirra. Á sumum stöðum leyfi ég þó að fylgja með smá brot úr færslunni til að minna ykkur aðeins á þær.

10. Annað Dress #55
Þetta var greinilega uppáhalds dressið ykkar í ár. Hér klæddist ég jólakjólnum mínum sem ég fékk í AndreA Boutique, grænum Oroblu sokkabuxum og var með fallegan varalit úr hátíðarlínu MAC við. Dressinu klæddist ég á jólahlaðborði í vinnunni hans Aðalsteins í lok nóvember.

hlaðborðdress-620x413 hlaðborðdress4-620x978

9. Leyndarmál Makeup Artistans: Sparnaðarráð
Leyndarmál Makeup Artistans er mjög vinsæll liður á blogginu mínu og í Reykjavík Makeup Journal, ég skal verða duglegri með hann;) En nokkur sparnaðaráð leynast í þessari færslu sem ég er viss um að margar ykkar geti nýtt sér.

Repair-620x620

Brot út færslunni:
„Góður maskari er það sem flestar konur vilja eiga og leitin að hinum fullkomna maskara getur verið löng, ströng og dýr… Ég hef ótrúlega oft lent í því að finna formúlu af maskara sem ég elska en þá er burstinn ekki nógu góður og svo öfugt. Svakalega getur þetta verið böggandi. Kannist þið ekki við þetta vandamál? Þá er ein leið, þegar þið klárið maskarann með uppáhalds greiðunni ykkar hreinsið hana þá vel. Það getur verið gott að byrja á því að hreinsa greiðuna með augnhreinsi og leyfa henni svo að liggja aðeins í sjóðandi vatni. Fáið ykkur svo maskara með uppáhalds formúlunni ykkar og notið greiðuna góðu með þeim maskara. Hafið í huga að það getur verið erfitt að nota venjulega maskara greiðu með maskaraformúlu sem er með gúmmíbursta þar sem þeir maskarar eru mjög þröngir og getur verið erfitt að troða greiðu ofan í þá. Hreinsið svo alltaf greiðuna eftir notkun af því ef maskarinn þornar á greiðunni getur verið erfitt að nota hana næsta dag.“

8. Leyndarmál Makeup Artistans: Sjálfbrúnka
Sjálfbrúnkuvörur eða brúnkukrem (ég nota orðið sjálfbrúnka því mér finnst brúnkukrem svo ljótt orð;)) eru ómissandi fyrir marga um áramótin. Þessi færsla átti upphaflega að vera umfjöllun í 2. tölublaði Reykjavík Makeup Journal en ég náði ekki að klára uppsetninguna á þessari grein í tæka tíð fyrir útgáfudag blaðsins og því setti ég hana bara á síðuna í staðin. Ég fór yfir nokkur ráð um notkun sjálfbrúnkuvara og hvernig er gott að undirbúa húðina fyrir notkun þeirra. Svo fór ég yfir nokkrar af þeim vörum sem eru fáanlegar hér á Íslandi og tók fram hvort þær lyktuðu illa eða ekki þar sem það er mjög algengt áhyggjuefni margra kvenna.

Screen-Shot-2013-12-28-at-10.28.04-PM-620x463 Screen-Shot-2013-12-28-at-9.58.00-PM-620x458

7. Veljið gæði framyfir verð – varist eftirlíkingar
Mér finnst á engan hátt ásættanlegt þegar einhver nýtir sér velgengni annarra sér til framdráttar og setur á markað eftirlíkingar sem eru gerðar undir því yfirskini að blekkja neytendur og hagnast. Þetta er því miður alltof algengt í snyrtivörubransanum. Í kjölfar vaxandi vinsælda síðunnar Ali Express skrifaði ég færslu þar sem ég tók sérstaklega fram að ég verslaði ekki snyrtivörur sem fengjust hér á Íslandi, þar sem ég gæti verið fullviss um að væru alvöru, á síðum eins og Ali Express og eBay ef varan væri frá löndum í Asíu. Staðreyndin er sú að þessar eftirlíkingar eru algengastar þar. Einhverjir misskildu mig á þann hátt að ég væri að segja að allar snyrtivörur frá Asíu væru lélegar. Það var aldrei minn punktur enda eru mörg frábær snyrtivörumerki frá Asíu t.d. Shiseido (ég nota vörur frá því merki daglega) og Kanebo. Ég var eingöngu að tala um eftirlíkingar þar sem þær eru í flestum tilfellum bara alls ekki góðar, þ.e. innihaldið útlitið er virkilega vel gert eins og sést á myndinni fyrir neðan. Ég vandaði mig mikið við skrif á þessari færslu, gerði nokkur uppköst og bar hana undir nokkra mismunandi aðila til þess einmitt að koma í veg fyrir miskskilning eins og þennan. Svo mér þykir það ótrúlega leiðinlegt ef þetta var ekki nógu skýrt :)

mac-bottles-620x432

Brot úr færslunni:
„Ég hvet ykkur til að velja alltaf gæði fram yfir verð. Það er rosalega gott úrval af snyrtivörumerkjum hér á landi, þau eru á ýmsum verðum en við verðum að velja það sem hentar okkur og húðinni okkar best. Fyrir ykkur sem viljið lífrænar snyrtivörur þá er líka mjög gott úrval af þeim og það er sífellt að aukast í takt við mikla vitundarvakningu kvenna á síðustu árum – við pælum miklu meira í því hvað er í vörunum sem við setjum á húðina okkar og mér finnst það bara frábært. Mér finnst líka mjög gaman að fylgjast með því að það er ekki einungis vitundarvakning meðal neytenda heldur er hún líka meðal framleiðenda. Svo ég taki nú dæmi þá var erfitt að finna maskara fyrir áratug síðan sem ekki innihélt nikkel en í dag er sagan allt önnur og það finnst varla maskari sem inniheldur nikkel. Mikil fjölgun hefur verið á svokölluðum „no nasties“ förðunarvörumerkjum í heiminum, nokkur þeirra hafa ratað til landsins en því miður ekki nógu mörg.“

6. Kertaföndur – Sýnikennsluvideo
Ofurföndrarinn ég ákvað að skella í smá sýnikennsluvideo fyrir kertaföndur fyrir jólin. Jólin 2012 þegar ég var ein heima í fæðingarorlofi gerði ég lítið annað en að föndra kerti og gera förðunarsýnikennslur. Í kjölfarið seldust kerti í ákveðnni stærð upp á landinu og ég svarði um það bil 10 póstum á dag allan nóvember og desember.

SONY DSC

5. 30 tímum seinna
Þann 30. desember árið 2012 klukkan 09:57 kom sonur minn, Tinni Snær Aðalsteinsson, í heiminn. Ég ákvað að skella í væmnustu færslu sem nokkur tíman hefur birst á internetinu til að þakka syninum og unnustanum fyrir dásamlegt ár og birti um leið nokkrar einstakar myndir sem voru teknar í fæðingunni af henni Aldísi Pálsdóttur. Fleiri myndir munu svo birtast þegar íslensk meðgöngubók lítur dagsins ljós vonandi á þessu ári.

Ljósmyndari

Brot úr færslunni:
„Fyrir ári síðan var ég búin að vera uppá spítala með hríðir 27 tíma. 5 tímum áður missti ég vatnið svo biðin eftir barninu var ansi löng og stundum þegar ég hugsa til baka finnst mér magnað hvað þetta tók stuttan tíma svona eftir á en mér fannst ég beinlínis vera í marga mánuði uppá spítala. Fæðingin var ótrúlega erfið eða það segja mér alla vega allir sem hafa heyrt fæðingarsöguna og læknarnir og ljósurnar á spítalanum. Fæðingin tók já rúma 30 tíma, innihélt mænudreifingu, drip, sýklyf í æð, hita í fæðingu, sogklukku, mikinn blóðmissi, vesen með þvagblöðru sem endaði með 3 lítra blóðgjöf og svo miklu miklu meira. En vitiði hvað þetta var bara eiginlega ekkert mál og ég myndi hiklaust gera þetta aftur. Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíman gert á ævinni og ég upplifði mig sem ódauðlega manneskju sem gæti gert allt – fyrst hún gat komið 17 merku barni útum klofið á sér. Ég mæli hiklaust með þessu og ég hlakka til að gera þetta aftur.“

4. Preview – Dömudeild JÖR opnar á morgun
Það var ótrúlega gaman að fá að vera vitni að því þegar undirbúningur fyrir opnun dömudeildar verslunarinnar JÖR stóð sem hæst. Ég mætti vopnuð myndavélinni og fékk að mynda allt sem fór þar fram og máta fötin á undan öðrum viðskiptavinum. Daginn eftir mætti ég svo og fékk mér draumaflíkurnar, Jersey kjól og dýrindis vetrarkápu sem ég hef nánast notað uppá dag síðan ég eignaðist hana. Umfjallanir um merki sem eru fáanleg í búðinni hafa verið nokkrar árið 2013 og þær verða fleiri árið 2014!

jör9-620x413 jör48 jör31-620x413

Brot úr færslunni:
„Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég sá flíkurnar er hvað þær voru fallega gerðar. Frágangurinn er með því besta sem ég hef séð, virkilega vandaður saumaskapur á saumastofunni í Tyrklandi þar sem flíkurnar eru gerðar. Bæði er dömulínan og undirlínan komin í haus auk nýju merkjanna sem hafa verið valin vandlega inní deildina. Í undirlínunni er meðal annars að finna dásamlega flottar dragtir – það eru eflaust margar konur sem eru spenntar fyrir þeim enda er ekki auðvelt að finna flottar og kvenlegar buxna eða pilsdragtir. En það eru náttúrulega margar konur sem eru í þannig starfi að þær klæðast einmitt drögtum í vinnunni. Ég sé fyrir mér að nú verða lögfræðiskvísur Íslands allar í réttarsal í drögtum frá JÖR – mér finnst það mjög skemmtileg tilhugsun.“

3. Slitin á síðum Kvennablaðsins
Ég ákvað að standa við stóru orðin og fór í myndatöku þar sem slitni maginn minn var í aðalhlutverki. Ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir tók myndirnar um leið og hún tók mynd af mér fyrir nýjan forsíðuborða á Trendnet. Ég er ótrúlega ánægð með myndina sem birtist fyrst í færslu sem Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir skrifaði fyrir Kvennablaðið.

1420640_10151966569809555_1944887067_n-620x620

Brot úr færslunni:
„Ég elska líkamann minn og ég hef ykkur að þakka fyrir það. Takk fyrir ómetanlegan stuðning og ég vona að þessi umræða sem hefur komið í kjölfarið hafi haft góð áhrif á þær konur sem eru í svipuðum aðstæðum og ég var.“

2. Fallegar flíkur fyrir haustið
Ég kíkti til elskulegu vinkonu minnar hennar Andreu Magnúsdóttur í búðina hennar AndreA Boutique á Strandgötunni í Hafnafirði til að skoða fallegu haustflíkurnar sem voru fáanlegar í búðinni hennar. Á þessu ári hef ég eignast fallegar gersemar úr búðinni hennar Andreu. Ég vona að þeim fari bara fjölgandi á nýju ári!

IMG_13192-620x413

1. Það er engin eins
Það kemur vafalaust fáum á óvart að þessi færsla sé sú sem er mest lesin af þeim sem birtust á síðunni minni árið 2013. Með færslunni vonaðist ég að geta breytt hugarfari kvenna og miðað við það sem ég hef heyrt í kjölfar birtingar hennar þá held ég að það hafi tekist alla vega að einhverju leiti. Ég lendi enn í því að mér sé þakkað útí á götu af ókunni fólki fyrir að hafa vakið athygli á þessu máli. Mér þykir ótrúlega vænt um það takk kærlega fyrir dásamlega fallegar kveðjur – þær skipta mig miklu máli.

 

SONY DSC Screen-Shot-2013-08-19-at-10.40.25-PM-620x560

Brot úr færslunni:
„Við erum allar ótrúlega ólíkar – sumar okkar slitna aðrar ekki. Ég veit það núna, hér eru mín slitför – ég er alveg til í að mæta í forsíðumyndatöku á bikiníinu og afþakka alla myndvinnslu. Það mun ekki bara vera gott fyrir sjálfa mig andlega heldur held ég að það muni hafa góð áhrif á stelpurnar eins og mig sem troða sér í minnstu stærðina af gallabuxum – af því bara. Í gærkvöldi ákvað ég að sýna mömmunum sem eru með mér í mömmuhópi myndirnar og segja þeim frá ætlun minni. Ein þeirra lýsti þeim á svo skemmtilegan hátt – hún var svo ánægð með það að ég ætlaði að sýna mannvistarleyfarnar mínar og hér sjáið þið þær…“

Að lokum þakka ég kærlega fyrir lesturinn, fallegu athugasemdirnar sem gefa mér ótrúlega mikið, allar deilingarnar og óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs.

Ég set mér aldrei neitt sérstakt áramótaheit en ég reyni að setja sjálfri mér alltaf það markmið að gera betur en ég gerði síðast, vera betri manneskja, betri mamma, betri unnusta, betri bloggari, betri ritstjóri og að gefa meira af mér.

Með nýju ári koma ný tækifæri og oft nokkur vesenismál ég ætla að taka þessu öllu fagnandi og með opnum hug. Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama.

Í kvöld mun ég svo loksins birta listann yfir bestu snyrtivörur ársins 2013 að mati lesenda minna!!!

EH

p.s. Sú sem fær burstsettið frá Smashbox og ilminn frá Estée Lauder er….

Screen Shot 2014-01-02 at 12.07.55 AM

Endilega sendu mér skilaboð á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvert ég má senda vinninginn;)

Leyndarmál Makeup Artistans - Gerviaugnhár

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Andrea

    2. January 2014

    Frábært og fjölbreytt blog – Alltaf gaman að lesa það hjá þér, einlægt, fallegt og umfram allt vel gert :)
    Þykir líka smá vænt um að eiga pínu ponsu í færslu 2 og 10 <3
    Hlakka til að fá þig aftur í búðina :)
    xoxo
    A

  2. Steinunn Hjartardóttir

    3. January 2014

    Það er gaman að fylgjast með síðunni þinni. Mér finnst toppurinn að sýna slitin á maganum. Flott hjá þér :)
    Ég á sjálf 5 börn en fer samt í bikiní. Ég er ekki flottasti kroppurinn en ég er stolt af merkjunum eftir börnin mín. 2014 verður flott ár go girl go :)