fbpx

Topp 10: CC krem

Ég Mæli MeðFallegtHúðMakeup ArtistMakeup TipsSnyrtibuddan mínSS14

Þá er komið að því að birta topp 10 lista fyrir uppáhalds CC kremin mín!

Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá stendur CC fyrir Color Correcting eða Litaleiðrétting. Hugsunin með kremunum er að þau fullkomni litarhaft húðarinnar og eyði einkennum eins og roða, þreytu og litablettum. CC kremunum hefur fjölgað hér á Íslandi á mjög stuttum tíma og það eru fleiri væntanleg á næstunni. CC kremin hefur mér fundist fullkomin til að vera með á húðinni í sumar og ég hef lítið annað notað en einmitt CC krem. Mér finnst þau bara gera áferð húðarinnar svo fallegt og þau eru flest mun léttari en t.d. BB kremin og eiga því betur við á heitum sumardögum eins og hafa verið síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu.

CC kremin ber ég helst á húðina með uppáhalds förðunarsvampinum mínum frá Real Techniques. Svampurinn hentar ótrúlega vel til að bera kremin á og áferðin verður alveg eins og hún á að vera samkvæmt lýsingum kremanna. CC krem og RT svampurinn eru mitt sumarduo ;)

En að listanum – eins og áður byrjum við á 10. sæti og vinnum okkur upp…cckrem103 cckrem102 cckrem10Ég vaknaði upp við vondan draum áðan þegar ég uppgötvaði að eitt mikilvægt krem vantaði á listann! Svona er þetta þegar maður er að prófa alltof mikið af snyrtivörum á stuttum tíma og maður ruglar þeim saman. Kremið sem þið sjáið hér fyrir neðan á svo sannarlega skilið að vera á þessum lista og það ofarlega – ef þið viljið krem sem gefur þétta áferð, gefur húðinni orkubúst og gerir hana smám saman áferðafallegri eftir því sem þið notið það meira þá ættuð þið að skoða Skin Best kremið undireins ;)cckrem105cckrem104

Kremin sem eru í topp 3 sætunum deila eiginlega í mínum huga toppsætinu. Þau henta öll minni húð fullkomlega og eiga fast sæti í snyrtibuddunni minni.

Þetta er minn topp 10 listi sem ég met útfrá minni húð. Það er hins vegar annað krem sem á heima á listanum en það hentar minni húð engan vegin. Ég á ekki við nein vandamál með roða að stríða í húðinni minni. Hins vegar fæ ég ótrúlega mikið af spurningum um hvaða CC krem hentar konum með rósaroða best. Ég bý svo vel að að eiga eina vinkonu sem er með rósaroða og ég afla mér oft upplýsinga frá henni um hvaða vörur henta hennar húð best. Hún og margar fleiri konur elska græna CC kremið frá L’Oreal. Græni liturinn vinnur á móti rauða litnum í húðinni og gerir hann ósýnilegan – ef þið eruð með leiðilegan roða í húðinni og viljið losna við hann þá mæli ég eindregið með því að þið kíkið á það. Kremið er líka á góðu verði svo það er þess virði að prófa.

Lofa fleiri topp 10 litstum í framtíðinni en nú þegar er kominn topp 10 listi yfir uppáhalds BB kremin mín – mögulega þarf ég samt að fara að endurnýja hann þar sem snyrtivörumerki eru ennþá á fullu í að koma með góð bb krem á markaðinn!

EH

Konan á bakvið merkið: Linda hjá Pastelpaper

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Helga

    13. August 2014

    hvernig seturu númer 3 á þig? með fingrunum eða með bursta?
    hef prófað að nota puttana og mér finnst ég þurfa þá að nota svo mikið af kreminu..

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. August 2014

      Ég nota svampinn frá Real Techniques. Set smá á handabakið og nota svo svampinn til að dreifa úr kreminu og bera það á andlitið :)

  2. Eva S.

    13. August 2014

    CC kremið frá Chanel er uppáhaldið mitt og ég nota það dags daglega. Ég nota rakakrém svo CC krem ofan á og ég er “ready-to-go” og húðin mín er alltaf falleg. Ég fæ alltaf hrós fyrir húðina mína og margar spyrja mig hvað ég er að nota. Chanel CC kremið fær 5 stjörnur frá mér. Ef ég þarf að velja ódyrara CC krem, þá CC krem frá Buorjois sem ég elska ! (afsakið fyrir málvillur, ég er frá Ungverjalandi)

  3. Sigrún

    14. August 2014

    Já ég get sko einmitt alveg mælt með græna CC kreminu frá L’Oreal. Ég hafði enga trú á því fyrst, en það lætur mína mislitu húð verða mjög áferðarfallega og náttúrulega. Langar mikið til að prófa næst þetta frá Gosh!

  4. Helga

    15. August 2014

    Hvar fáið þið CC kremið frá L´Oreal? Finn það hvergi hér heima, bara erlendis. Fæst heldur ekki í fríhöfninni.

  5. Helga

    15. August 2014

    Hvar fáið þið CC kremið frá L´Oreal? Finn það hvergi hér heima, bara erlendis. Fæst heldur ekki í fríhöfninni.