fbpx

Tinni Snær er 2 ára í dag!

Lífið MittMeðgangaTinni & Tumi

Húrra, húrra, húrra! Hér á mínu heimili hefur afmælissöngurinn verið sunginn allan desembermánuð en Tinni Snær er með það á hreinu að afmælisdagurinn væri væntanlegur og í dag er hann runninn upp. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þessi dagur alveg leyfa móðurinni smá dramakast og þá sérstaklega yfir því hve tíminn er fljótur að líða – en ég held það sé þó helst vegna þess að þessi tvö ár eru búin að vera þau skemmtilegustu sem ég hef upplifað.

Það er ýmislegt sem breytist þegar móðurhlutverkið tekur yfir, maður öðlast nýja sýn á lífið og vandamál sem voru svo stór áður fyr eru svo smá í nýjum heimi. Í heimi þar sem maður ber ábyrgð á litlum einstakling sem er manni meira en allt annað í heiminum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég væri að gera ef ég ætti ekki þennan fallega strák því hann hefur kennt mér svo margt á þessum stutta tíma sem hefur haft góð áhrif á mig sem manneskju – eða því vil ég alla vega trúa. Sonur minn hefur kennt mér þolinmæði, skilning, hann hefur gefið mér nýja sýn á það hvað er að elska, hann hefur kennt mér að það eru engin vandamál til – bara lausnir, hann hefur kennt mér að gera grín að sjálfri mér og að njóta hvers dags og hvers augnabliks. Ég hef líka lært að ég er langt frá því að vera fullkomin og hann hefur kennt mér að það er í lagi að gera mistök því þau eru bara til að læra af þeim. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þegar ég fékk þetta undur fallega barn í hendurnar, fallegra barn hefur ekki fæðst inní þennan heim (sorry hinar mömmur – en samt ekki ég veit okkur finnst þetta öllum um okkar börn:)). Ég held að okkur Aðalsteini sé samt að takast þetta alveg ágætlega alla vega á þessum tveimur árum en við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og ég hlakka mikið til að upplifa næsta ár með Tinna Snæ.

Þetta ár hefur verið alveg stórkostlegt og ég er alltaf að bíða eftir því að ég sakni einhvers, sakni þess þegar hann var lítill og vildi bara kúra hjá mömmu sinni eða sakni þess þegar hann haltraði hér um allt að byrja að taka fyrstu skrefin sín en ég hef bara ekki haft tíma til að sakna þetta er allt svo gaman – meirað segja frekjuköstin! Þó svo þau geti auðvitað verið þreytandi get ég ekki annað en stundum brosað yfir honum þó ég sé mjög varkár og passa mig að hann upplifi aldrei að við séum að gera grín af honum. Það er bara á þessu ári sem mér finnst eins og að sonur minn fatti hvað hann er kraftmikill og að hann sé einstaklingur en ekki bara framlenging af okkur pabba sínum. Hann er duglegur að taka sínar sjálfstæðu ákvarðanir og þegar þær fara ekki alveg í hendur með þeim sem við höfum þá tekið þá lætur hann sko í sér heyra. Tinni er samt svo góður strákur, hann er mikill knúsari og kyssari og hann er mikill dýravinur – ég er bara mjög ánægð með hvað hann virðist hjartahlýr einstaklingur og hvað hann vill mikið bara gera það sem þarf til að fá fólkið sitt til að brosa.

Screen Shot 2014-12-29 at 21.59.58

Til hamingju með afmælið elsku Tinni Snærinn minn – mamma elskar þig meira en orð fá lýst og ég hlakka svo mikið til að eyða ævinni með þér***

EH

Áramótadressið er fundið!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þóra Magnea

    30. December 2014

    Dásamlega fallega skrifað. Til hamingju með fallega drenginn þinn.

  2. Kara

    30. December 2014

    Til hamingju með flotta strákinn ykkar! :)