fbpx

Áramótadressið er fundið!

Annað DressDiorLífið Mitt

Eins og ég skrifaði um um daginn HÉR var ég í leit að hátíðardressi, um jólin klæddist ég fallegri hvítri skyrtu sem ég átti inní fataskáp en fyrir áramótin ákvað ég að splæsa í nýtt dress – sérstaklega þegar ég vissi af þessum trylltu pallíettubuxum sem við áttum von á í Vero Moda fyrir jól. Bakveika ég tryggði mér buxurnar í gegnum síma með hjálp yndislegra stúlkna í Vero Moda Smáralind ásamt kimono og þar með er áramótadress ársins tilbúið og ég hlakka til að klæðast því á miðvikudaginn…áramótadress

1. Kimono úr Vero Moda, þennan fengum við rétt fyrir jól og líka skyrtu úr sama munstri með fallegum pallíettukraga, þar sem ég er búin að vera veik síðustu daga hef ég ekkert komist í vinnuna á þeim dögum sem ég er inní Vero Moda veit ég ekki alveg hver staðan er á þessum en ef það er eitthvað eftir þá er ábyggilega mjög lítið eftir. En engar áhyggjur það er nóg annað fallegt!

2. Pallíettubuxur frá Vero Moda, þessar komu á sama tíma og kimonoinn er ég 99,99% viss um að þær séu búnar nema það hafi einhverjum mögulega verið skilað. Þessar komu mun betur út en ég átti von á og pallíetturnar eru smáar og mjög flottar. Buxurnar eru með teygju í mittið svo það verður lítið mál að borða yfir sig af góðum mat í þessum.

3. Toppur úr VILA, hann er úr fataskápnum, þennan keypti ég fyrir nokkrum vikum en hann er tvöfaldur og yfir er þétt og flott svört blúnda. Ég sé fyrir mér að girða þennan ofan í buxurnar og smella svo yfir mig kimononum og toppa dressið með nýja feldinum sem Aðalsteinn gaf mér í jólagjöf.

4. Skór úr Bianco, þessir komu heim með mér úr síðustu heimsókn. En þar sem ég er mikil flugeldaáhugamanneskja þá kemur fátt annað til greina en að vera í skóm sem hægt er að vera í úti og ekki á óstöðugum hælum – ég er alveg komin yfir það skótímabil. Þessir eru alveg sjúkir og á frábæru verði – 13.990kr!

5. Bar litirnir úr haustlúkki Dior. Förðunin fyrir kvöldið er líka ákveðin, þessi fallega palletta er ein af þeim nýjustu og var partur af haustlúkki merkisins. Þar voru samtals 5 litir Dior í aðalhlutverki þessar vörur eiga að hylla svarta litinn. Pallettan inniheldur klassíska liti sem passa allir vel saman. Svartar neglur tóna svo vel við dressið og varaliturinn er klassískur nude.

6. Pretty Lady augnhár frá Tanya Burr. Ég er svo sem ekki alveg búin að ákveða nákvæmlega hvaða augnhár verða fyrir valinu en Pretty Lady koma sterklega til greina já eða Bambi – já augnhárin verða alla vega frá henni Tönyu vinkonu minni ;)

Ég verð bara ennþá spenntari að klæðast dressinu með því að skrifa um það og ég lofa að sjálfsögðu myndum ;)

EH

Hátíðin frá YSL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kolbrún Lísa

    30. December 2014

    Sæl, er hægt að fá augnhárin frá Tanya Burr á Íslandi?:)