fbpx

Tímabilafarðanir: Roaring twenties

Estée LauderFashionInnblásturLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsTrend

Þá er komið að því loksins tek ég almennilega fyrir tímabilafarðanir. Ég ætla að taka fyrir alla áratugi frá árinu 1920 og fram til áratugarins í dag. Tímabilafarðanir fannst mér lang skemmtilegastar þegar ég var að læra förðun sjálf og þær eru enn stór partur af förðunarnámi á Íslandi í dag. Það er enn mjög algengt að sjá förðunarfræðinga næla sér í innblástur frá tímabilaförðunum og auðvitað fer tískan í hringi í förðuninni eins og í fötunum.

Glys og glamúr einkennir allt sem tengist þessum dásamlega ártug. Hér er allt samfélagið á fulli í vellystingum – eða já mjööög margir og þeir ríku voru svo sannarlega ríkir. Hér er fyrri heimstyrjöldinni lokið og mikil uppsveifla. Frábær dæmi um hvernig tískan var á þessum tímum eru þættir eins og Boardwalk Empire og kvimyndin Great Gatsby. Á hvorugum stöðum fannst mér þó vanta ennþá meiri ýkt í förðunina en þá voru auðvitað vörurnar allt öðruvísi en í dag. Maskararnir þykkari, farðanir meira kökukenndir og varalitirnir þéttari.

Helstu förðunartrendin voru auðvitað mikil og dökk aungförðun. Skyggingin í kringum augun var ótrúlega sérstök en hún náði alveg frá innri augnkróki og uppað byrjun augabrúnanna. Með þessari aðferð verða augun dáldið sorgmædd þar sem þau virðast dragast dáldið niður. Annað sem var mikilvægt að vera með á hreinu var að augnförðunin væri kúpt. Það náðist með því að setja skyggingu í globuslínuna í boga með kolsvörtum púðuraugnskugga, eitthvað sem fáum dettur í hug að gera í dag. Svo voru það augabrúnirnar sem eru nú eitt það versta en aldrei jafn slæmar og á áratugnum á eftir. Hér voru þær dáldið mikið plokkaðar, litlar og mjóar en samt ótrúlega langar sem gat því breytt andlitsfallinu mikið. Varirnar voru stórskemmtilegar, tónarnir voru dökkir, rauðir og munúðarfullir. Varirnar voru mótaðar á skemmtilegan hátt en þær voru einhvern vegin eins og þær væri hjartalaga. Cupids bow var mjög rúnaður og varirnar voru aðeins styttar en gerðar breiðari upp og niður. En það sem er í uppáhaldi hjá mér við farðanir áratugarins voru kinnaranar. Til að hafa þær í takt við varirnar þá var kinnaliturinn borinn á með hringlaga hreyfingum svo það myndaðist bara fallega rauður hringur um kinnarnar. Svo var auðvitað ekkert verið að spara kinnalitinn. Hér eru fegurðarblettir líka áberandi og eins og svo oft seinna teiknuðu konur blett í andlitið á sér til að andlitið fengi fágaðra yfirbragð.

Hér fáið þið góða sýn á það sem var í gangi…

Hér er svo tillaga að 20’s innblásinni brúðarförðun sem ég er ástfangin af. Ég laðast frekar að svona brúðarförðun fyrir sjálfa mig…

df35d39338b17b97e3eafc93266cd914

Síðustu ár hafa 20’s þemapartý verið ótrúlega algeng og þó mér hafi aldrei verið boðið í slíkt þá hef ég svo gaman af þessu þema enda ein skemmtilegasta tímabilaförðunin þar sem við förðunarfræðingarnir fáum að njóta okkar alveg í botn!

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá vil ég láta fylgja með förðun eftir sjálfa mig þar sem ég næli mér í innblástur frá hverju tímabili. Ég reyni að halda í það sem einkennir áratuginn en nútímavæða eiginlega förðunina. Hér sjáið þið 20’s lúkkið frá mér…

20smakeup720smakeup 20smakeup9

Hér fyrir einskæra tilviljun eru vörur frá Estée Lauder í miklu aðahlutverki. Mér fannst þær líka passa bara svo ótrúlega vel við fílinginn í förðuninni.

Invisible Fluid Makeup frá Estée Lauder HÉR Naked 2 augnskuggapallettan frá Urban Decay HÉR – Liner Pinceau Eyeliner frá Bourjois HÉR Double Wear augabrúnaskrúrblýantur frá Estée Lauder HÉR Pure Color Envy Sculpting Lipstick í litnum Insolent Plum nr 540 frá Estée Lauder HÉR (hann setti ég líka í kinnarnar)  Million Lashes So Couture frá L’Oreal HÉR.

Ég vona að þið hafið jafn gaman af þessu tímabilaþema sem er framundan og ég kem til með að hafa ;) Næst er það 30’s þá mæta sko verstu augabrúnir sögunnar – að mínu mati!

EH

Ljómandi merkjavara

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Harpa

    1. July 2014

    Húrra, uppáhalds tímabilið mitt. Takk kærlega fyrir þetta og ég hlakka til að fylgjast með næstu áratugum. Kannski uppgötva ég eitthvað nýtt og spennandi.

    Takk líka fyrir þetta einlæga blogg, finnst þú best af öllum.