fbpx

Þvílík fegurð <3

DiorFallegtLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að skoða nýjar förðunar- og snyrtivörur. Ég dýrka að virða fyrir mér nýjar vörur, grandskoða útlit þeirra og pæla í virkni og formúlu. Mér finnst auðvitað sérstaklega gaman að skoða fallega pallettur og já ég viðurkenni það alveg að þegar falleg palletta er sett fyrir framan mig þá fæ ég gæsahúð og í einstaka tilfellum fyllast augun mín af tárum. Þetta er mitt áhugamál og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta og ég efast ekki um að þið þarna úti eruð með ykkar blæti – snyrtivörur eru mitt ;)

Pallettan sem gaf mér núna síðast gæsahúð og nokkur tár er úr vorlúkkinu frá Dior. Í vorlúkkinu hefur oft komið svona stærri palletta sem inniheldur nokkrar týpur af förðunarvörum. Í ár inniheldur pallettan augnskugga, púður, eyeliner, kinnalit, varaliti, gloss og highlighter svo það er nóg í boði. Vorlínan frá Dior nefnist Kingdom of Colors og er vorlína nr. 2 sem ég fjalla um á síðunni – það verða fleiri færslur og lúkk með vörunum á næstunni.

Hér sjáið þið þessa glæsilegu vöru…

diorpalletta

Það sem mér finnst alltaf svo gaman við vörurnar frá Dior er að hver vara endurspeglar á svo sterkan hátt tískuhúsið og það sem einkennir það. Deildir innan tískuhússins vinna mikið saman og þannig hafa t.d. skartgripahönnuðir merkisins komið að hönnun umbúða varanna. Ég kolféll fyrir þessum svörtu umbúðum með þessum fallega háglans. Hér er ekkert flass bara dagsbirta sem endurskastast svona af henni. Pallettan er dáldið stór og minnir mig helst á fallegt Dior clutch. Virkilega falleg vara sem er svona „the“ varan í línunni að mínu mati.

diorpalletta2

Hér sjáið þið svo innihald pallettunnar. Fyrst er það eyelinerinn sem er kolsvartur, svo koma fjórir augnskuggar sem alla er hægt að nota saman eða í sitthvoru lagi, hvíti liturinn væri náttúrulega flottur highlighter fyrir andlit líka. Á móti honum er svo púðrið, flott til að matta t.d. í kringum augun. Svo er það kinnaliturinn flotti sem er með gömlu logo-i frá Dior. Loks á endanum eru svo varalitir og glos. Svo eru Dior burstar sem hægt er að nota í þessar vörur og stór spegill á móti svo það er allt til alls í pallettunni.

Gamla logo merkisins einkennir flest allar vörurnar í línunni t.d. augnskuggapalletturnar og kinnalitinn. Logoið vekur upp þessar nostalgíu tilfinningar sem geta verið svo sterkar, þær vekja hrifningu og logoið gefur vörunum svo einstakan brag – það lætur það standa aðeins frá hinum og gerir vörurnar sérstakar.

Vorlínan er virkilega falleg og hún inniheldur nýja liti í vörum sem eru vinsælar fyrir en auk þess eru kynntar til leiks flottar nýjungar. En ég ætla að segja ykkur betur frá því öllu seinna – ég bara gat ekki beðið með að deila með ykkur þessari fallegu pallettu sem vakti svo mikla hrifningu hjá mér. Pallettan ásamt allri línunni er nú fáanleg á sölustöðum Dior á Íslandi t.d. í Hagkaup og Sigurboganum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Lúkk: Glys og glamúr!

Skrifa Innlegg