fbpx

Þú gætir eignast einn af þessum!

FashionLífið MittMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumVarir

Þessi vika er ekki búin að vera mín besta, ótrúlega mikið að gerast alls staðar og ég er satt að segja bara uppgefin. Ég ákvað því að dekra við mig í morgun og stillti mér upp fyrir frama MAC í Kringlunni (ólíkt flestum sem voru fyrir framan Söstrene Grene;)) vongóð um að eignast góðgæti úr nýjustu línu merkisins sem er samstarf þess með mæðgunum Sharon og Kelly Osbourne. Varalitina girntist ég mest en þó fylgdi með einn varalitablýantur sem Sharon hannaði. Varalitirnir þrír sem urðu mínir eru allir hugarfóstur Kelly – allir eru eins og stendur uppseldir. Ég á samt endalaust af varalitum – þið kannist mögulega við það og mig langar því að gefa einum heppnum lesanda einn þeirra – þennan bleika…

10626669_677040492382145_5291459086458968231_n

 

Liturinn heitir Kelly Yum Yum og vísar til eins vinsælasta varalitar sem fæst í MAC – Candy Yum Yum. Trylltur litur og ef þig langar í hann er það eina sem þú þarft að gera að fara inná Facebook síðuna mína – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – smella á Like takkann og setja svo í athugasemd undir þessa færslu hvað þér finnst skemmtilegast að lesa um á síðunni minni.

Setjið endilega fullt nafn og netfang þar sem það er beðið um því þá er auðveldara að hafa samband :)

Hlakka til að sjá hvað ykkur finnst skemmtilegt að lesa um – ég dreg úr athugasemdum af handahófi á sunnudaginn. Ég vona að ég geti glatt heppinn lesanda með fínum varalit ég náði alla vega að gleðja mig sjálfa með tveimur í dag!

EH

Vörurnar sem þið sjáið hér fyrir ofan keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Húðhreinsun fyrir þá sem hafa lítinn tíma!

Skrifa Innlegg

196 Skilaboð

  1. Eydís Sigrún Jónsdóttir

    5. September 2014

    Ég elska outfit færslurnar þínar og færslur um nýjungar, alltaf gaman að sjá hvað er nýtt í verslunum :)

  2. Bryndís gunnarsdóttir

    5. September 2014

    Mer finnst otrulega gaman að lesa personulegu bloggin þin og daist að hreinskilni þinni :)
    Svo klikka natturulega ekki varalita færslurnar :*

  3. Hildur Sigrún Einarsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst æði að lesa færslurnar þínar um nýjungurnar og svo skemma videoin þín ekki fyrir :)

  4. Aníta Rögnvaldsdóttir

    5. September 2014

    Vá hvað ég væri til í þennan fallega bleika! :)

    Mér finnst rosalega gaman af Varalitadagbókar-færslunum, enda er ég varalita sjúklingur :)
    Svo finnst mér líka geggjað að þú sért að gera myndbönd þar sem það er alltaf gaman að horfa á youtube-guruana en því miður oftast verið að nota vörur sem fást ekki á Íslandi, svo að maður getur treyst á að geta nálgast það sem þú ert að nota :)

    Annars verð ég að segja að ég les alltaf allar færslurnar þínar og á mjög erfitt með að velja á milli!
    Fýla Reykjavík Fashion Journal alveg í tætlur ;)

  5. Melkorka Hrund

    5. September 2014

    omæ já takk væri til í þennan í safnið! En skemmtilegst er outfit færslurnar !

  6. Erna Valtýsdóttir

    5. September 2014

    Elska varaliti og ég elska Kelly Osbourne. Er sjúk í þessa liti. Mér finnst myndböndin þín það skemmtilegasta við bloggið þitt því þú ert með rosalega róandi rödd. Og maður lærir fullt af þeim :)

    • Kristin inga

      5. September 2014

      Ó hvað eg myndi fila þennan bleika, er varalitasjuk og er einmitt nybuin að kaupa candy yum yum.
      Eg les snyrtivöruumfjallanirnar eru mitt uppahald og þa helst varalitadagbækurnar.

  7. Inga Henriksen

    5. September 2014

    Ef ég á að segja eins og er finnst mér meira og minna flestar færslunar skemmtilegar, allt frá ráðum yfir outfit yfir í nýjustu trendin yfir í fræga fólkið og fötin á rauða dreglinum, farðanir, snyrtivörur sem vert væri að skoða og allt sem tengist umhirðu húðar og vörur því tengdu :)

  8. Una Rakel Hafliðadóttir

    5. September 2014

    Mér finnst förðunarfærslurnar skemmtilegastar og videoin þín :)
    Ég lærði hvaða förðunarbursti er fyrir hvað á youtube myndbandinu þinu :D
    Þú ert snille ;*

  9. Auður Hrönn

    5. September 2014

    Það er alltaf svo gaman að lesa færslurnar sem þú skrifar. :)Mér finnst rosalega skemmtilegt að lesa það sem þú skrifar um förðunarvörur sem eru að koma á markað eða sem eru góðar og þú mælir með.

  10. Sunna María Jónasdóttir

    5. September 2014

    Klárlega umfjallanir á snyrtivörum, elska að lesa um eitthvað nýtt! :)

  11. Karen Lind Óladóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa persónulegu bloggin og álit á nýjum snyrtivörum :)

  12. Guðný Margrét

    5. September 2014

    mér finnst flestar færslurnar sem tengjast förðun og förðunarvorum skemmtlegastar! :)

  13. Svanhvít Sigurðardóttir

    5. September 2014

    Vá hvað hann er fallegur!

    Mér finnst skemmtilegast að lesa naglalakk-færslurnar og svo outfit-bloggin :)

  14. Tekla

    5. September 2014

    Mér finnst förðunarfærslurnar þínar skemmtilegastar ásamt mhndböndunum þínum:)

  15. Hugrún Skúladóttir

    5. September 2014

    Vá hvað ég væri til að eignast þennan! Mér finnst förðunarfærslunar skemmtilegastar, þá sérstaklega varlitadagbókin! Enda er ég orðin varalita sjúk eftir að ég byrjaði að lesa bloggið þitt! :)

  16. Birgitta Rós

    5. September 2014

    Elska að lesa ráðleggingar þínar og reynslu af snyrtivörur ;)

  17. Unnur Árnadóttir

    5. September 2014

    Mér finnst svo gaman að skoða fatafærslurnar þínar :)

  18. Daggrós

    5. September 2014

    Mér finnst förðunar-bloggin og myndböndin mjög skemmtileg og áhugaverð :)

  19. Eva Eiríksdóttir

    5. September 2014

    Ég er laumu snyrtivörufrík. Kaupi mér voða sjaldan förðunarvörur en lifi í gegnum síðuna þína ;) Hef keypt maskara og andlitskrem eftir þínum meðmælum og var ekki svikin!

    Maskara og varalitsfærslur eru uppáhaldið mitt! Er sjúk í þennan fjólublá hér fyrir ofan :)

  20. Svala Eiríks

    5. September 2014

    Makeup tips og bara almennt um snyrtivörur. Þetta er svoddan frumskógur að það er frábært að fá professional álit. Hefði aldrei kynnst t.d. Real Techniques burstunum annars

  21. Hugrún Sigurðardóttir

    5. September 2014

    Finnst mjög gaman að lesa færslurnar þínar um nýjungar!

  22. Sigrún Bjarnadóttir

    5. September 2014

    Jááááá! Mér finnst einmitt skemmtilegast að lesa um varaliti og ráð í kring um þá, er svolítið varalitasjúk! Svo finnst mér alltaf gaman og fræðandi að fá færslur um húðhreinsun og krem, mér finnst nefninlega líka frekar gaman að prófa allskonar svoleiðis, og þá er gott að vera með nokkur tips í vasanum :)

  23. Marta

    5. September 2014

    Flest allar finnst mér :)

  24. Íris Hildur Birgisdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa bloggið þitt um snyrtivörur/förðun og svo outfit færslunar :)

  25. Halldóra Birta Magnúsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst ótrúlega gaman að því að skoða fata “uppgvötvanir” hjá þér :) finnst líka ótrúlega þægilegt þegar þú setur inn samanburð á vörum! Það nýtist sko oft vel við að hjálpa til við að velja rétta BB kremið til dæmis :)

  26. Bára Kristín

    5. September 2014

    Mér finnst mjög gaman að lesa hjá þér, alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt og væri sko alveg til í þessa varaliti, ég á enga svona fallega og frá svona flottu merki, svo þetta kæmi sér vel fyrir.

  27. Jóna Júlíusdóttir

    5. September 2014

    ég elska að lesa bæði um nýjungar og persónulegu blogging þínum dáist að hreinskilni þinni.
    Takk fyrir dásamlegt blogg

  28. Herdís Helgadóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa um nýjar snyrtivörur á markaðnum…samt bara þær sem maður hefur efni á að prófa :)

  29. Kristbjörg Guðrún Halldórsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst mjög skemmtilegt að lesa um nýjar snyrtivörur sem þú fjallar gjarnan um og svo líka öll ráðin sem þú gefur oft!

  30. Melkorka Mjöll

    5. September 2014

    Bjútíráðin þín og færslur um hvað þér finnst flott :)!

  31. Bryndís Sunna

    5. September 2014

    Mér finnst í raun ekkert skemmtilegra en annað þar sem ég lifi fyrir fjölbreytnina sem ég finn einmitt á þínu bloggi. Ég er samt mikill snyrtivörufíkill svo umsagnir, tilraunir og kennslu bloggin finnst mér skemmtileg en samt finnst mér líka rosalega gaman að fá að skyggnast inn í þitt daglega líf :)

  32. Elsa Gunnarsdóttir

    5. September 2014

    Vá æðislegur þessi bleiki

  33. Berta

    5. September 2014

    Geðveikir varalitir – Það er skemmtilegt að lesa bloggin um fræðslu snyrtivara og einnig hvernig eigi að mála sig. Alltaf gott að fá góð ráð :) m:betzybabe@gmail.com

  34. Elsa Gunnarsdóttir

    5. September 2014

    Vá æðislegur þessi bleiki – verð að eignast hann :)
    Elska sýnikennsluvídeóin þín og gaman að lesa um nýjar snyrtivörur :)
    Kv Elsa bleika

  35. Elva Ösp

    5. September 2014

    Mér finnst mjög gaman að lesa um nýjar snyrtivörur því þú ert svo hreinskilin og ég treysti á álit þitt :) annars finnst mér yfirhöfuð allt á blogginu þínu skemmtilegt og kíki ég daglega ! :)

  36. Brynja Hödd Ágústsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa færslur sem þú skrifar um vörur sem þú ert að fíla í tætlur! Ég get algjörlega treyst skoðun þinni og því hef ég keypt mér vörur sem þú skrifar um og aldrei verið fyrir vonbrigðum ! Eins og real techniques burstana og SKYN iceland merkið!! Life changing

  37. Kristín Rún Sævarsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast þegar þú ert að kynna þér nýjar vörur :) Alveg elska það :)

  38. Rebekka Karlsdóttir

    5. September 2014

    Vá ekkert smá flottir allir saman! Mér finnst skemmtilegast að lesa um allar snyrtivörurnar sem þú ert að prófa :)

  39. Ásta Hermannsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa um snyrtivöruprófanirnar þínar og það sem er í uppáhaldi hjá þér!

  40. Kristjana Louise

    5. September 2014

    Geggjaður litur! Ég var því miður föst í skólanum í morgun og komst því miður ekki að kaupa hann sjálf… Mér finnst skemmtilegast að lesa um nýjungar í snyrtivörum og outfit-færslurnar :) En allt hitt er náttúrulega mjög skemmtilegt líka!

  41. ingibjörg Petra Axelsd.

    5. September 2014

    Færslurnar sem ég clicka alltaf á, eru þær þar sem þú ert að gera svona samanburð eða e-h nýtt sem þú ert að prófa :)

  42. Bylgja Dögg Hafsteinsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst mjög gaman að lesa færslurnar þínar. Þú ert með svo fjölbreyttar færslur og það finnst mér æði. Þegar ég fer út í búð, þá kíki ég eftir snyrtivörunum sem þú hefur verið að fjalla um í síðustu færslu :)

  43. Kristrún Ósk Huldudóttir

    5. September 2014

    Mér finnst rosalega gaman þegar að þú tekur svipaðar vörur eins og t.d. meik og segir manni muninn og hverju þú mælir með, hjálpar manni að velja í þessum snyrtivörufrumskógi ;)

  44. Sesselía Dan

    5. September 2014

    Þegar þú fjallar um þær snyrtivörur sem voru í aðalhlutverki hjá þér í hverjum mánuði, það finnat mér mjög skemmtilegt að lesa ásamt varalitadagbókinni! :)

    Sesselía Dan Róbertsdóttir
    sesseliadan@gmail.com

  45. Berglind

    5. September 2014

    Mér finnst mjög gaman að lesa um nýjar snyrtivörur, það er alltaf svo gaman að vera að lesa um eitthvað sniðugt og geta farið út í búð og verslað hlutinn. Ekki eins og þegar maður skoðar útlensku síðurnar og blöðin og sér eitthvað æðislegt og getur ekki komist yfir vöruna nema að panta sér ferð til útlanda:)

  46. Guðrún Kristín Kristins

    5. September 2014

    Bloggið þitt er svo jákvætt og skemmtilegt. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt og kemst í gott skap í leiðinni :)

  47. Silja Pálsdóttir

    5. September 2014

    Oh vá langar í þennan bleika!

    Annars finnst mér outfit bloggin skemmtilegust :)

  48. Ester

    5. September 2014

    Ég er alltaf spenntust að sjá komment þín og review á ýmsar snyrtivörur og oft þegar mig vantar álit fletti ég upp á síðunni hjá þér :D Gaman að sjá hverju þú mælir með

  49. Sandra Finnsd

    5. September 2014

    Það væri ekki slæmt að skarta þessum varalit í “sumarfríinu” mínu sem ég tek í lok mánaðaranis.
    Ég hef virkilega gaman af persónulegu bloggunum þínum, sem og umfjöllun um allar þessar snyrtivörur.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg!

  50. Unnur Björk Berndsen

    5. September 2014

    Unnur Björk Berndsen
    unnurb@hotmail.com

    Alltaf gaman að fá make-up tips, mun á vörum og notkun bursta;)

  51. Mía Svavarsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa förðunarfærslunar þína!

  52. Kristín Sjöfn

    5. September 2014

    Mér finnst allt sem tengist förðun mjög áhugavert, svo elska ég þegar þú sýnir falleg föt :)

  53. Erla Björt Björnsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa þegar þú ert að mæla með einhverjum snyrtivörum og segir vel frá þeim og hverjum þær henta. Það er líka alltaf gaman að lesa persónulegu bloggin :)

  54. Eirný Halla Hersir Ingadóttir

    5. September 2014

    ég les eigilega allt sem þú skrifar og finn oftast svörin sem ég leita af um hvað er flottast á markaðinum núna en ég elska að lesa makeup færslunar hjá þér !! En vá þessi bleiki er frábær, væri ekkert smá til í hann

  55. Björk Baldursdóttir

    5. September 2014

    Þetta blogg er himnasending fyrir fólk eins og mig sem veit ekki alveg hvaða vörur eru bestar og hefur ekki alveg efni að prófa sig áfram. Finnst gott að lesa hvað þér finnst um vörurnar og sjá hvort einhvað af þeim vörum sem þú skrifar um hentar mér. Elska líka vídjóin, þu tekur lika forðunina hja öllum aðal píunum: ) takk æðislega fyrir mig !

  56. Björk Jónsdóttir

    5. September 2014

    Vá hvað þessi er fallegur!! Dreymir um að eignast candy yum yum en ég held að þessi sé flottari :) Mér finnst skemmtilegast að sjá færslur um nýjar snyrtivörur sem eru á koma á markað og líka að lesa um snyrtivörur sem eru keyptar að utan, þú náðir að alveg að selja mér Benefit vörurnar, keypti allt þegar ég komst í langþráða Sephora ferð :) Svo hef ég ótrúlega gaman af outfit færslunum líka :)

  57. Kristín Gunnþóra Oddsdóttir

    5. September 2014

    Ó hvað ég væri til í að eignast þennan guðdómlega fallega varalit!

    Mér finnst skemmtilegast að lesa færslurnar sem eru um make up eða umhirðu húðar! Ég er obsessed á því að hugsa vel um húðina mína og ég eeeeelska að prófa nýjar fallegar snyrtivörur! :D

    Finnst líka frábært þegar þú mælir með vörum svo við fáum hugmyndir hvað okkur langar til þess að kaupa! :D

  58. Daria Oszkinis

    5. September 2014

    Mér finnst mjög skemmtilegt að horfa á videoi þín með förðunar-leiðbeiningum og líka bara hvað er nýtt í tískuni og bara eiginlega allt sem þú gerir, er mikill aðdáandi!!! :)

    Mbk. Daria

  59. Lára Gunnarsdóttir

    5. September 2014

    Það er ekki beint einhvað eitt sem mér finnst skemmtilegast að lesa, heldur hvað þú ert dugleg að pósta ! það er alltaf einhvað nýtt að lesa, að lesa bloggið þitt er eitt af því fyrsta sem ég geri áður en ég starta daginn! xxx

    annars lúkka þessir varalitir svakalega vel! vantar einhvern nýjan í safnið !

    xx

  60. Ólöf María Jónsdóttir

    5. September 2014

    Ég elska að lesa færslurnar þínar um hvað er í snyrtibuddunni þinni í hverjum mánuði og leyta mjög oft í færslurnar þínar eftir innblæstri þegar kemur að förðunum. Einnig finnst mér frábært hvað þú ert hreinskilin um þitt persónulega líf. Ert ein af mínum uppáhalds bloggurum :)

  61. Sólveig Aðalsteinsdóttir

    5. September 2014

    Geggjaðir varalitir! Verð að segja að mér finnst allt skemmtilegt sem þú skrifar og kannski helst af því þú skrifar um svo fjölbreytta hluti þó áherslan sé auðvitað á uppáhaldið mitt, snyrtivörur :)

  62. Elsa Björk Einarsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst allar færslurnar þínar skemmtilegar :) Hef mjög gaman af því að lesa ráðin sem þú kemur með t.d. í í sambandi við förðun. Og í augnablikinu er ég mjög spennt fyrir að sjá breytinguna á íbúðinni þinni.

  63. Gyða Stefánsdóttir

    5. September 2014

    Sá þessa línu einmitt í Amsterdam og mig langaði svo mikið að kaupa þennan bleika en hann var búinn og næstum öll línan reyndar.. Fjólublái er líka æðislegur!
    Mér finnst skemmtilegast að lesa á síðunni þinni umfjöllun um snyrtivörur og sérstaklega skemmtilegt að þú fjallar um ódýrar vörur líka :)

  64. Pálína Sigurðardóttir

    5. September 2014

    Les alltaf bloggið þitt, en skemmtilegast er að fræðast um nýjar snyrtivörur og hvernig á að nota þær. Hef oft keypt vörur eftir að hafa lesið um þær hérna :)

  65. Sunna Þórsdóttir

    5. September 2014

    Úff allt svo skemmtilegt! Annars er æði að lesa um snyrtivörur :)

  66. Ingibjörg Kjartansdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa um nýjar eða væntanlegar vörur og þínar skoðanir á þeim, og netverslanir sem selja vörumerki sem ekki fást annars staðar á Íslandi, t.d. Sleek og Barry M ;)

  67. Thelma Rut Káradóttir

    5. September 2014

    Ekker smá flottur litur :) Les nánast allar færslurnar sem þú setur inn reglulega og finnst þær allar mjög skemmtilegar!!

  68. Bergdís Ýr

    5. September 2014

    Ég held mest upp á förðunartips, og helst þá augnskuggapallettu-umfjöllun :) .. Þú ert líka ein af fáum sem nær að skrifa um persónulega lífið með “nettu sniði”, finnst ég þekkja þig en myndi aldrei þora að segja hæ á Te&kaffi ;)

  69. Kristín Óskarsdóttir

    5. September 2014

    Mér finnst allt voða áhugavert sem þú talar um en sérstaklega varalitabloggin. Mér fannst líka voða áhugavert þegar talað var um rósaroða og væri gaman að fræðast um fleiri vörur sem eiga að vera góð fyrir viðkvæma húð :)

  70. Kolbrún Ólína Diego

    5. September 2014

    fór í hádeginu og það var uppselt! :(
    hafði einmitt augun á Kelly Yum Yum

    elska þegar þú skrifar um það sem þú ert að kaupa þér – haul
    við kaupalkarnir þurfum að standa saman! ;)

  71. Marín Björg Guðjónsdóttir

    5. September 2014

    Öll förðunarráðin er ekki sú besta þegar kemur að því að velja mér snyrtivörur en hef fengið helling af góðum ráðum frá þér eins finnst mér gaman að því að lesa persónulegu bloggin inn á milli frábær síða :)

  72. Elísabet Pétursdóttir

    5. September 2014

    Ég ætla ekki að velja eitt úr því sem þú skrifar um.

    Aðallega vil ég hrósa þér fyrir það að skrif þín gagnast lesendum almennt. Ólíkt mörgum öðrum þá skrifaru um vörur sem lesendur þínir hafa efni á að kaupa og þegar þú skrifar um persónuleg málefni þá lýsiru heiminum þínum ekki eins og hann sé úr plasti.

    Áfram þú!

  73. Gunnþóra Mist Björnsdóttir

    5. September 2014

    Yndislegir varalitir! Mér finnst skemmtilegast að skoða umfjallanir á sömu vörunni en frá ólíkum merkjum eins og þegar þú fjallaðir um CC kremin og BB kremin, þau eru svo ólík en svo spennandi. Ég nota þig helst til að leiðbeina mér að næstu óþörfu snyrtivörukaupunum sem eru jú alltaf samt svo þörf :)

  74. Snjólaug Vala

    5. September 2014

    Mér finnst review á húð-umhirðu færslurnar þín skemmtileg því þær svara oftar en ekki spurningum sem ég hef verið að vellta fyrir mér!

  75. Dögg Guðmundsdóttir

    5. September 2014

    Finnst allt meira og minna skemmtilegt en hef nýtt mér mest kremaumfjöllun, bb og cc :) ætla næst að demba mér út í varalitaflóruna en hef ekki notað mikið af varalitum í gegnum tíðina, sýnist það þó vera málið ;)

  76. Adda Smáradóttir

    5. September 2014

    Finnst ekkert smá skemmtilegt að lesa færslunar þegar þú ert að kynna okkur fyrir nýjum vörum og segja okkur frá þeim skemmtilegastar. Elska líka lesa varalitafærslur.

  77. Ágústa Ýr Sigurðardóttir

    5. September 2014

    Finnst bloggið þitt almennt alveg æði, skemmtilegast finnst mér að sjá nýjungar og umfjallanir, einnig farðanir skref fyrir skref… og svo margt meira :)

  78. Anna

    5. September 2014

    Ég elska “reviews” af snyrtivörum þar sem þú ert mjög hreinskilin og því hægt að treysta því sem þú skrifar :)

  79. Kamilla Kjerúlf

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa færslurnar þínar um múmínálfanana. Er sjálf að safna svona bollum og fannst gaman að sjá að það hefðu fleiri áhuga á þessu :) Svo er auðvitað líka gaman að lesa um snyrtivörurnar, fötin og margt fleira.

  80. Andrea Gísladóttir

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa umfjallanir á snyrtivörum, það hefur auðvelda mér mikið þegar ég hef verið að leita mér að snyrtivörum og ég hef keypt nokkrar vörur sem þú hefur fjallað um og alltaf líkað vel við þær :)

  81. Kolbrún Laufey Þórsdóttir

    5. September 2014

    Finnst bloggið þitt æðislegt! Finnst skemmtilestbað lesa um alit þitt á snyrtivörum og dyrka videoin þin :)
    Þessi varalitur er btw geðveikur!

  82. Telma Björt Brink

    5. September 2014

    Sjúklega flottur bleiki liturinn. Mér finnst outfit bloggin skemmtilegust! :)

  83. Ragnheiður Ólöf Steingrímsdóttir

    5. September 2014

    Ég elska að lesa “reviews” hjá þér um nýar snyrtivörur það verður svo mikklu auðveldadra að áhveða hvort að maður eigi að kaupa, Líka varilitadagbækurnar!

  84. Margrét Árnadóttir

    5. September 2014

    mér finnst mjög gaman að lesa persónulegu bloggin en skemmtilegast að lesa um nýjungar í snyrtivörum !

  85. Thelma Dögg

    5. September 2014

    Úú en flottur!

    Finnst outfit & förðun skemmtilegast :)

  86. Freydís Selma Guðmundsdóttir

    5. September 2014

    Ég hef mest gaman að því þegar þú ferð yfir farðanir hjá Hollywood liðinu og svo eru hreinskilnu umsagnirnar þínar um förðunarvörurnar mjög hjálplegar :)

  87. Edda Hauksdóttir

    5. September 2014

    þessi bleiki er dásemd, væri mikið til í hann :)
    Enn mér finnst skemmtilegast að lesa um snyrtivörunýjungar hjá þér :)

  88. Ingigerður Sigurpálsdóttir

    5. September 2014

    Jaaa mér finnst voða erfitt að velja eh eitt. Les held ég allar færslurnar þínar og fæ ekki nóg :) Eða jú! Fannst svo sniðug færslan með heimagerðu blautklúta/makeup grisjurnar með kókosolíunni, aaaalgjör snilld

  89. Guðrún Kr Ivarsdóttir

    5. September 2014

    Glæsilegir varalitir þessi í miðjunni heillar mest<

  90. Elsa

    5. September 2014

    Get ekki gert uppá á milli hvað mér finnst skemmtilegast að lesa frá þér, allt ótrúlega skemmtilegt og fróðlegt. Og svo finnst mér mjög gaman að horfa á myndböndin þín, einlæg og flott.

  91. Erna Einars

    5. September 2014

    Mér finnst gaman að lesa flest allt og kíkji alltaf reglulega inn á síðuna, en finnst alltaf skemmtilegt að fá að vita um nýjar vörur og hvernig hægt er að dekra við húðina :)) Þessi bleiki varalitur er æði þannig væri mjög til í hann !

  92. Sandra

    5. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast hvað þú ert dugleg að setja inn nýjar færslur!! Annars hefur reviews(man ekki íslenska orðið í augnablikinu) af snyrtivörum, það hefur reynst mér mjög vel og hef oft keypt snyrtivörur sem þú mælir með!
    Takk fyrir mig!!!!!! :)

  93. Greta Jessen

    5. September 2014

    Ég les allt sem þú setur inn en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það nýjungar í snyrtivörum.
    Takk fyrir skemmtileg skrif ;-)

  94. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    5. September 2014

    Ert ein af mínum uppáhaldsbloggurum og les ég allt sem þú skrifa
    Ég er sérstaklega hrifin af því þegar þú gerir lista yfir bestu vörur (bb krem/ cc krem og svo framvegis)
    Einnig fræðslu um húðumhirðu.

    Annars les ég þetta allt og kaupi oft vörur eftir ábendingum frá þér og þær hafa allar staðist væntingar!

  95. Íris Ósk Valsdóttir

    5. September 2014

    Ég les allt hjá þér, en finnst skemmtilegast allt um snyrtivörur og húðvörur, förðun og fleira því tengt. Maður er alltaf til í að læra nýtt og fræðast um nýjar vörur sem gætu hentað :)

  96. Sólveig Ásta

    5. September 2014

    finnst rosalega gaman að lesa hvað þér finnst um ákveðnar snyrtivörur og svo outfit bloggin :)

  97. Soffí Björgúlfsdóttir

    5. September 2014

    Finnst gaman þegar þú mælir með einhverju snyrtidóti. Veskið mitt er ekki alveg jafn sammála þar sem ég enda yfirleitt á því að kaupa hlutinn ;)

  98. Berglind ægisdóttir

    5. September 2014

    Ég elska að lesa leyndarmál makeup artistans og líka þegar þú bloggae um skemmtilegar nýjungar og elska hvað þú ert hreinskilin og persónuleg í bloggunun þínum! :)

  99. Ásdís Halla Einarsdóttir

    5. September 2014

    Varalitafærslur, en aðallega öll how to blog’in þín!!! elska líka að sjá hvernig þú ert að endurgera heimilið, allt hérna gefur mér eiginlega mikinn innblástur :)

  100. Birta Sæmundsdóttir

    5. September 2014

    Ég hef afar gaman að blogginu þínu og finnst þú gefa mörg mjög góð og down to earth ráð bæði varðandi förðun og tísku sem henta öllum. Mér líkar fagmannleg og hlutlaus nálgun þín á efnið og það fær mig til að taka meira mark á því sem ég er að lesa.
    Ofan á það er ég mesti MAC aðdáandi í heimi og elska að nota varaliti og fyndist því mjööög skemmtilegt að vinna þennan fallega lit :)

  101. Magnea Ýr Gylfadóttir

    6. September 2014

    Finnst færslurnar þínar um húðumhirðu æðislegar en annars hef ég gaman af öllum bloggunum þínum og kíkji á þau daglega :)

  102. Andrea Rún Einarsd

    6. September 2014

    Mér finnst ándjóks allt sem þú skrifar skemmtilegt! En skemmtilegast finnst mér það sem þú skrifar um húðumhirðu …. og varaliti auðvitað! :)

  103. Rakel Rún Sigurðardóttir

    6. September 2014

    Ég elska snyrtivöru umfjallanirnar, t.d. topplistana, og hef prófað þó nokkrar vörur afþví að þú hefur mælt með þeim.

  104. Hildur María Sveinsdóttir

    6. September 2014

    Mér finnst skemmtilegt að lesa um allar nýju vörurnar og líka þegar þú kemur með förðunar ráð, en lang skemmtilegast eru myndböndin sem að þú setur inn.

  105. Sigrún Alda

    6. September 2014

    Elska outfit bloggin þín! Líka hvað þú ert hreinskilin bloggari. Bíð líka spennt eftir því að sjá framfarir á húsinu ykkar :)

  106. Hrund

    6. September 2014

    Þú ert svo einlæg og yndisleg. Þad skiptir ekki máli um hvað þú skrifar, þad sem kemur frá þér er svo hreint og beint, satt og rétt :) Mér líkar hreinskilnin og einlægnin. Mér líka póstar um förðun og allt tengt þeim heimi, eins finnst mér gaman að lesa meira persónulega pósta og heimilispósta líka :) Spennandi með nýju íbúdina og hjartanlega til hamingju með hana :)

  107. Sunna

    6. September 2014

    Ég elska þegar þú prufar nýjar snyrtivörur, veit ekki hvað ég hef keypt mér mikið eftir að hafa lesið um það á blogginu!

  108. Jóhanna Smáradòttir

    6. September 2014

    Mér finnst skemmtilegustu færslurnar um outfittin og nýjar vörur. Annars bara allt ;)

  109. Emilía Einarsdóttir

    6. September 2014

    mér finnst færslurnar þínar um húðumhirðu svaka skemmtilegar og outfit póstarnir standa alltaf fyrir sínu!

  110. Margrét Halldórsdóttir

    6. September 2014

    Leyndarmál meikupartistans er mitt uppáhalds

  111. Karen Ösp Birgisdóttir

    6. September 2014

    Mér finnst gaman að sjá videoin þín. Lærir mikið af þeim þar sem ég er algjör kjáni þegar kemur að einhverju öðru en að setja maskara á augnhárin eða varalist á varirnar ;)

  112. Linda Rún Jónsdóttir

    6. September 2014

    Uppáhaldið mitt er outfit póstarnir enn síðan finnst mér líka gaman að lesa varalitadagbókina ;)

  113. Elísabet Guðjónsdóttir

    6. September 2014

    Mér finnst æði að lesa um leyndarmál makeup artistans og færslurnar um húðumhirðu sem eru alltaf nauðsynlegar og góð lesning. Á toppnum standa þó persónulegu færslurnar þínar, alltaf svo einlægar og yndislegar! Gaman að sjá hvernig þú nærð að halda fullkomnu jafnvægi milli þeirra og förðunartengdra færslna :)
    Ég hlakka líka mikið til að sjá hvernig nýja fína íbúðin verður þegar hún er alveg tilbúin, innilega til hamingju með hana!
    Takk fyrir að vera frábær bloggari og eigðu góða helgi! :D

  114. Sigrún Guðjónsdóttir

    6. September 2014

    Samantektirnar nýtast mér mjög vel og færslurnar um nýjungar þar sem ég verð oftast alveg rugluð þegar ég ætla að kaupa mér eitthvað af öllum þessum merkjum og gerðum sem til eru. Síðan finnst mér lika mjög gaman að lesa persónulegu bloggin þín.

  115. Ragnhildur

    6. September 2014

    finnst gaman að lesa um nýjungar, gaman að fylgjast með hvað er væntanlegt í snyrtivörubransanum og lesa umfjallanir og samanburð á vörum :)

  116. Kristín Erla Jónsdóttir

    6. September 2014

    Varalitadagbækurnar eru í miklu uppáhaldi og einnig bloggin um hvað er í snyrtibuddunni þennan mánuðinn :)
    Væri rosa mikið til þennan fjólubláa !

  117. Una Ösp Steingrímsdóttir

    6. September 2014

    Langar bara að segja fyrst að mér finnst allt sem þú setur inn ótrúlega skemmtilegt.
    En skemmtilegast finnst mér þegar að þú setur inn sýnikennslu myndband, það er svo ótrúlega frábært fyrir manneskju eins og mig að læra af þem þegar að maður kann ekkert fyrir(eða allavega áður en ég byrjaði að lesa bloggið).

  118. Bergþóra Friðriksdóttir

    6. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa færslurnar um make up. Þá sérstaklega varalitadagbækurnar.

  119. Helga Hansdóttir

    6. September 2014

    Oh ég elska Mac varalitina, væri sko meira en til í þennann!

  120. Þyrí Ásta Guðbergsdóttir

    6. September 2014

    Vá hvað ég væri til í að eignast þennan!

  121. Andrea Sólveigardóttir

    6. September 2014

    Það sem ég þrái þessa varaliti! Þessi bleiki er alveg to die for!

    Það er ótrúlega gaman að lesa færslurnar frá þér og ótrúlegt en satt þá finnst mér skemmtilegast að lesa persónulegar færslur og bíð spennt eftir nýjum færslum varðandi íbúðarkaupin og síðan alltaf gaman að sjá færslur af Tinna. Þú ert með rosalega skemmtilegt blogg og persónulegt og það kann ég sko vel að meta. Auðvitað finnst mér líka æðislegt að lesa make up / förðunar færslur eftir þig – þú ert allavegana bloggari sem ég treisti varðandi það að gefa ráð með vörur :)

    Frábært blogg og gaman að fylgjast með

    Kveðja
    Andrea

  122. Auður

    6. September 2014

    Ég hef mestan áhuga á samanburðarfærslunum þínum og outfit postum! Skemmtilegast við outfit póstana er lika að sja hvernig fatasmekkurinn þinn hefur þróast í gegnum árin :)

  123. Margrét

    6. September 2014

    Outfit blogg og varalitadagbókin eru í uppáhaldi! Hlakka líka til að sjá hvernig nýja fína íbúðin verður :) Ég er sjúk í MAC varaliti og það væri geggjað að bæta þessum í safnið ;)

  124. Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir

    6. September 2014

    Mér finnst best að lesa um nýjustu hlutina í verslunum og sérstaklega með húðvörur. Treysti skoðunum þínum fullkomlega!

  125. Jóna María

    6. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa um nýjar snyrtivörur á Íslandi – og líka um snyrtivörur sem maður fær kannski ekki á Íslandi og veit þá að hverju maður á að leita þegar maður kíkir í Sephora.

    Kann svo mikið að meta það hversu hreinskilin og einlæg bloggin þínu eru, hef oft fylgt þínum meðmælum og það klikkar sjaldan!
    Uppáhalds ráðið þitt er klárlega að nota Powder brush frá RT í fljótandi farða – fer aldrei aftur í minni bursta! :)

  126. Ösp Jónsdóttir

    6. September 2014

    mér finnst skemmtilegast að lesa samanburði á kremum, förðum og svo varalitadagbókina, elska varaliti :)

  127. Lena

    6. September 2014

    mér finnst skemmtilegast að lesa make up færslur hjá þér :)

  128. Kristín Pétursdóttir

    6. September 2014

    Ég elska að lesa persónulegu og einlægu bloggin þín, það er svo sjaldgæft í dag xx

  129. Gyða Borg Barðadóttir

    6. September 2014

    Förðunarkennsla er uppáhalds

  130. Dagmar Ísleifsdóttir

    6. September 2014

    Dýrka að lesa allar förðunarfærslunar þínar xx

  131. Lena

    6. September 2014

    Já takk er varalitaSJÚKLINGUR með meiru. Það sem mér finnst skemmtilegast að lesa á síðunni er þegar það koma spennandi nýjungar í snyrtivöruheiminum og þú kynnir þær fyrir okkur lesendum. Snyrtivöruheimurinn er svo stór að maður kemst ekki yfir það að fylgjast með. Þá er gott að hafa eina þig sem ert með á nótunum;) Þar sem að VILA er uppáhalds fataverslunin mín, er ég líka alltaf spennt þegar það kemur sneak peak blogg um nýjar sendingar:) Takk fyrir frábært blogg:)

  132. Anna Gerður Ófeigsdóttir

    6. September 2014

    Varalitadagbókin er snilld sem og sýnikennslumyndböndin! :)

  133. Rannveig Elsa

    6. September 2014

    Finnst varalitdagbókin þín og outfit færslurnar standa upp úr ! Svo eru umfjallanir þínar líka alltaf svo gagnlegar og frábærar :) xx

  134. Inga Kristín

    6. September 2014

    Þú ert einn af uppáhalds trendnet-bloggurunum. Það hvað þú ert einlæg í blogginu þykir mér mikill kostur og hvernig þú fléttar saman þitt persónulega líf við fagmennskuna finnst mér einnig til fyrirmyndar.
    Það gerir bloggið miklu persónulegra og áhugaverðar aflestrar.
    Ég hef prufað fullt af nýjum vörum – bara vegna þess að ég hef séð umfjöllun hjá þér um þær og hef ekki ennþá orðið fyrir vonbrigðum ;)
    Haltu áfram að vera þú sjálf og þú munt halda áfram eiga fullt af aðdáendum :)

    kv.

  135. Kristveig Dagbjartsdóttir

    6. September 2014

    Mér finnst mjög gaman að lesa umfjallanir þínar um nýjungar á snyrtivörumarkaðnum, þær hjálpa manni að mynda sér skoðanir um hvað sé vert að prufa og hvað ekki :) Svo finnst mér nú aldrei leiðinlegt að lesa naglalakksumfjallanir!

  136. Eygló Erla Ingvarsdóttir

    6. September 2014

    Finnst nokkurn veginn allt sem þú bloggar um skemmtilegt :) En held hvað mest upp á Leyndarmál makeup artistans!

  137. Bryndís Ýr Jørgensen

    6. September 2014

    Gæti aldrei valið eitt um hvað mér finnst svo frábært við bloggið þitt! Mér finnst þú hreint og beint hreinskilin um vörurnar sem þú fjallar um sem ég veit af persónulegri reynslu þar sem ég hef prófað sjálf margar af þeim vörum sem þú segir frá. En hvort sem greinin er um snyrtivörur, föt eða bara lífið og tilveruna er ekki séns að mig myndi detta í hug að missa af henni, þær eru alltaf jafn áhugaverðar og gefa manni sýn á hvað margt er hægt að gera hérna á litla Íslandi.
    Verð samt að viðurkenna að mér finnst naglalakka- og varalitagreinarnar mest freistandi þar sem ég sjálf á óteljandi af bæði í öllum skúffum og skápum heima.
    Þetta er orðið aðeins of langt en vildi bæta við að þú gefur manni ekki smá mikinn innblást til þess að prófa eitthvað nýtt!
    Bara takk ef þú tókst tímann að lesa þetta allt, haha.

  138. Berglind

    6. September 2014

    Vá hann er æði :) hvað finnst mér ekki skemmtilegt að lesa á blogginu! Þykir samt mest gaman af förðunarbloggunum, samanburðarbloggum og naglalökkum ;)

  139. Erla Hildur

    6. September 2014

    váá geðveikir litir væri ekkert a móti að fá svona!! :) Mér finst skemmtilegast að lesa færslurnar um outfit og þegar þú ert að prófa nýjar snyrtivörur og talar um þær!! :)

  140. Sigrún Helga Davíðsdóttir

    6. September 2014

    Takk fyrir æðislegt blogg, finnst mjög gaman að lesa það og fá hugmyndir :)

  141. Katla

    6. September 2014

    Skemmtilegast er að lesa persónulegu færslurnar því þær eru einlægar og skemmtilegar. Mig langar mjög í þennan í miðjunni en hann var uppseldur þegar ég ætlaði að kaupa hann.

  142. Eva Suto

    6. September 2014

    Mér finnst færslurnar sem tengjast förðun og förðunarvorum skemmtlegastar svo ‘leyndarmal makeup artistans’ og lang lang lang skemmtilegast ad lesa veftimarit Reykjavik Fashion Journal! <3

    • Eva Suto

      6. September 2014

      Eg meina Reykjavik Makeup Journal! :)

  143. Leyndarmál makeup artistans og varalitadagbókin er í miklu uppáhaldi, annars les ég nú flest allt sem þú skrifar :D

  144. Berglind Anna Karlsdóttir

    7. September 2014

    Allar færslurnar frá þér eru skemmtilegar en það sem stendur uppúr hjá mér eru færslurnar um varaliti, naglalökk og umhirðu húðarinnar :)

  145. Úlfhildur Helgadóttir

    7. September 2014

    Rosa skemmtilegt að lesa um naglalökk og nýjar snyrtivörur :)

  146. Sonja Sif Þórólfsdóttir

    7. September 2014

    Væri alveg til í nýjan varalit

  147. Eva Lind Rútsdóttir

    7. September 2014

    Eg les alltaf færslurnar þínar, góðar umfjallanir um snyrtivörur og ég er dugleg að prufa þær værur sem þú mælir með. Er orðin húkkt á OPI naglalökkunum eftir færslurnar þínar :) outfitt bloggin eru lika æði ;)

  148. Thelma Dís Magnúsdóttir

    7. September 2014

    Snyrtivöru bloggin og elska hversu hreinskilið svar maður fær um vörurnar.

  149. Agnes Ósk Egilsdóttir

    7. September 2014

    Ég hef mest gaman af persónulegu bloggunum þínum, núna bíð ég t.d. spennt eftir “eftir myndum” af nýju íbúðinni ykkar. Einnig er varalita-dagbókin í miklu uppáhaldi ásamt förðunarmyndböndunum frá þér:)

  150. Ragna Dögg

    7. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa allt hjá þér er alveg húkt og þessi síða hjálpar mér mikið að þurfa ekki að eyða endalaust í leit af einhverju fullkomnu :)

  151. Ingibjörg Lára

    7. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa um hvaða förðunarvörur þér þykir bestar og af hverju þér þykir ein vara betri en önnur því þú útskýrir svo vel og ég hef oft skotist út til að kaupa vörur sem þú bloggar um :)

  152. Þóra Karólína

    7. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa persónulegu bloggin, það þarf kjark til að vera hreinskilin :)

  153. Telma Rut

    7. September 2014

    Ú þessi varalitur er sjúkur! En mer finnst skemmtinlegast að lesa outfit naglalakkafærslurnar :D

  154. Kara Elvarsdóttir

    7. September 2014

    Mér finnst skemmtilegustu bloggin umfjallanir um snyrtivörur og outfit blogg :)

  155. Sóley Bára Bergsteinsdóttir

    7. September 2014

    Væri svo til í þennan! Finnst skemmtilegast að lesa umfjallanir um nýjar snyrtivörur.

  156. Hanna Einarsdóttir

    7. September 2014

    Mér finnst allt sem þú skrifar um alveg ótrúlega skemmtilegt! Hef voða lítið vit á snyrtivörum þess vegna finnst mér ótrúlega skemmtilegt að lesa um það en mitt allra uppáhalds eru outfit bloggin er sjálf fatafíkill þanni það er alltaf í uppáhaldi :)

  157. Fanney Dóra Veigarsdóttir

    7. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa outfit blogg þar sem að þú hefur veitt mér allt aðra sýn á búðir eins og Vila og Vera Moda og eru það núna helstu viðkomustaðir á búðarápum! Og líka á óskalistanum þú sýnir mér alltaf eitthvað sem ég núna þrái og vissi aldrei að ég þurfti!

  158. Sara Yvonne Ingþórsdóttir

    7. September 2014

    vávává hvað hann er flottur!! en outfitt færslurnar finnst mér skemmtilegastar :))

  159. Sandra Sif

    7. September 2014

    Förðunnarbloggin og snyrtivöruumfjallarirnar eru í uppáhaldi hjá mér :) Ég myndi gefa allt fyrir þennan varalit!

  160. Sunna

    7. September 2014

    Klárlega skemmtilegast að lesa förðunarbloggin þín, samanburði og góð ráð, svo klikka outfit bloggin ekki :)

  161. Andrea Ýr Ómarsdóttir

    7. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa bloggin um snyrtivörur

  162. maejq

    7. September 2014

    Síđan þín er eins og morgunblađiđ mitt hehe les þetta alltaf þegar ég vakna ! En mitt uppáhald er allt um förđun. Eeeeelska þessa varaliti en var veik heima þabnig náđi ekki ađ komast til ađ kaupa einn.

  163. Brynja Birgisdóttir

    7. September 2014

    mér finnst ótrúlega gaman að skoða náðu lúkkinu og leyndarmál makeup artistans !

  164. Tinna

    7. September 2014

    Ég les allar þínar færslur þar sem mér finnst þær allar skemmtileg lesning, erfitt að velja á milli þegar maður elskar bæði förðunarvörur og föt! Ætli ég velji ekki “reviews” og förðunarlúkkin, alltaf gott að fá smá “inspiration”. Ég er líka mjög spennt fyrir færslunum um íbúðina ykkar þar sem ég er í sama pakka einmitt núna :)

  165. Sara Matt

    7. September 2014

    Mer finnst virkilega gaman að skoða færslurnar um öll förðunarráðin! Hefur hjálpað mikið og veitt mér innblástur ❤️

  166. Guðbjörg Aðalsteinsdóttir

    7. September 2014

    Varalitafærslur eru uppáhaldið mitt. Ég myndi gjarnan vilja bæta þessum í safnið mitt :)

  167. Sandra Karlsdóttir

    7. September 2014

    Ég dýrka að lesa færslurnar þínar um ýmsar nýjungar í snyrtivörum og svo lærði ég einmitt um förðunarburstana hjá þér en svona til gamans er ég líka að fylgjast með þér gera íbúðina upp eins og að hvítlakka gólfin en mig langar svo að gera það hjá mér :)

  168. Sigurbjörg

    7. September 2014

    Elska að lesa um snytrivörur hjá þér :)

  169. Hugrún Sjöfn

    7. September 2014

    Ég er MAC sjúklingur og yrði ekkert smá ánægð að fá þennan í safnið. Mér finnst varalitadagbækurnar og snyrtivörufærslurnar mjög skemmtilegar :)

  170. Arna

    7. September 2014

    úúú hvað þeir eru fallegir! Ég fíla best persónulegu bloggin þín og hvað þú ert alltaf hreinskilin :)

  171. Bergþóra Bergsdóttir

    7. September 2014

    oo væri til :) Bloggin þín um vörur sem þú mælir með finnst mér alltaf góð og hjálpleg, en annars bara allt um förðun og outfit!

  172. Eyrún Baldursdóttir

    7. September 2014

    Ég er hrifnust af færslunum þínum um húðumhirðu, en elska líka persónulegu innslögin. :)

  173. Sædís Sif Ólafsdóttir

    7. September 2014

    Ég elska þegar þú bloggar um hvaða snyrtivörur hafa verið í snyrtibuddunni þinni síðustu vikur og svo persónulegu bloggin þín :)

  174. Jenný Harðardóttir

    7. September 2014

    Ég dáist af hreinskilni þinni hvort sem það er í persónulegum bloggum eða í áliti á nýjum snyrtivörum. Mér finnst skemmtilegast að skoða Make Up LOOK bloggin þín þar sem þú tekur myndir af útkomunni með vörunum á andlitinu. Ég nefnilega miða mig oft við þig þar sem ég er líka með brún augu og dökkt sítt hár ;)

  175. Ester

    7. September 2014

    Finnst nýjungar og outfit færslurnar skemmtilegastar :)

  176. Anna Guðbjörnsdóttir

    7. September 2014

    Þessi varalitur er sjúklega flottur!

    Mér finnst ofsa gaman að lesa um nýjungar í snyrtibuddunni hjá þér og uppáhalds snyrtivörur :)

  177. Birta Kristrún

    7. September 2014

    Ég elska að lesa um allt það nýja sem kemur og þitt persónulega og hreinskilna álit á vörunum. Ég elska líka outfit og húðumhirðu færslurnar.

  178. Edda Rún Fossberg

    7. September 2014

    Ég væri sko alveg til í einn svona sætann og fínann :)

  179. Elena Dís Víðisdóttir

    7. September 2014

    Uppáhalds bloggin mín eru þau sem þú ferð yfir snyrtibudduna!

  180. Rebekka Hafþórsdóttir

    7. September 2014

    Mér finnst skemmtilegast að lesa um nýjungar hjá þér og um húðumirðu:)

  181. Sara Björk

    7. September 2014

    Það sem mér finnst standa mest upp úr eru nýjungarnar sem þú skrifar um.
    Gott að geta lesið reynslusögur af því áður en maður prófar sjálfur.
    Algjör snilld!

  182. Sóley Birna Aðalsteinsdóttir

    7. September 2014

    Ohh væri til í þennan varalit!

    Mér finnst Outfit færslurnar alveg æðislegar!

  183. Edda Fanný Ág. Kroknes

    8. September 2014

    Takk fyrir æðislegt blogg …gott blogg til að fá hugmyndir ;)

  184. Herdís Birna

    8. September 2014

    Er með besta bloggið, missi ekki af því. Með allt á hreinu í sambandi við snyrtivörur. Segir skemmtilega og hreinskilslega frá snyrtivörunum.

  185. Sirra

    8. September 2014

    ohhh trúi ekki að ég hafi verið of sein að taka þátt! Þessi bleiki er akkúrat liturinn sem ég myndi vilja eiga úr þessari línu! Þú veist að ég hef gaman af öllu sem þú skrifar um :) knús

  186. Kristey Þráinsdóttir

    8. September 2014

    Er mjög hrifin af naglalakka umfjöllun

  187. Bára

    8. September 2014

    Alltaf gaman að skoða bloggið þitt, hvort sem það er persónulegir póstar eða um förðun.
    Skemmtilegast finnst mér samanburður á vörum og förðunar tækni. Videoin eru líka alltaf góð og fróðleg.

    Ég hef lengi ætlað að senda þér línu og segja þér hvað ég hef lært mikið á að skoða bloggið þitt og fengið meiri áhuga á förðun og farin að spá meira í henni en áður.

    Takk fyrir mig !

  188. Ásdís Guðný Pétursdóttir

    8. September 2014

    Hæh!
    Mér finnst ótrúlega gaman að skoða bloggið ykkar, gefur mér alltaf mjög góðar hugmyndir!
    Ég tek bara alla litina..takk!
    Kv

    MacAholic

  189. Guðrún Eik Sveinsdóttir Nemandi FS

    8. September 2014

    Eg elska allt sem þú skrifar um og gæti aldrei valið bara eitt sem eg elska :)

  190. Guðlaug Hanna Vilhjálmsdóttir

    8. September 2014

    Væri mikið til í þennann bleika :D Hef aldrei átt Mac varalit og langar að prufa

  191. Anna Sveinborg Einarsdóttir

    8. September 2014

    Væri hevy til í þennan bleika og elska Mac þeir gera varirnar alltaf jafn flottar þrátt fyrir sveitta dansa niðri bæ hehe :) elska mest að horfa á videoin þín, mikilvægt að læra inná rétta förðun og bestu make up vörurnar :)

  192. Berglind Ýr

    8. September 2014

    Með hreinskilni sagt finnst mér allt mjög áhugavert hjá þér og erfitt að gera upp á milli, ert svo einlæg og góður penni, lætur mig amk kíkja við daglega.. :)