Á föstudaginn eru væntanlegar þrjár nýjar förðunarvörulínur í MAC verslanirnar. Reyndar fer ein þeirra bara í MAC Kringluna.
Þetta eru ótrúlega flottar línur sem ég hlakka til að skoða betur á föstudaginn en ég mæti að sjálfsögðu um leið og búðirnar opna svo maður nái nú að hafa sem mest vöruúrval ;)
Punk Couture:
Línan einkennist af dökkum litum með neon litum í bland. Hér sjáið þið kynningarmyndina fyrir línuna. Þetta er sú lína af þessum sem er að koma sem ég er lang spenntust fyrir þarna eru vörur sem eru sjaldséðar hjá merkjum og án efa einstakar. Þetta eru safngripir og ég ætla mér að eignast nokkra.
Ég er spenntust fyrir glossunum, varalitunum og augnskuggapallettunni. Svo ég ákvað að taka nærmyndir af þessum vörum til að þið sjáið þær betur.
Fjólublái glossinn öskrar á mig – svarti er æði líka en ég á þannig frá Smashbox.
Svarti varaliturinn er efstur á óskalista án efa – grái er líka mjög spennandi og girnilegur. Litirnir eru allir mattir.
Æðislegir augnskuggar – 2 af litunum eru mattir og hinir eru sanseraðir með smá glimmeráferð.
Línan verður bara fáanleg í verslun MAC í Kringlunni.
Magnetic Nude:
Lína sem samanstendur af heillandi litum með metallic áferð og nude litum sem allar konur geta notað.
Sjáið hvað vörurnar eru sjúklega fallegar! Allir litirnir eru fullkomnir og henta öllum – það er bara þannig og áferðin á litunum er æðisleg. Þetta er einmitt sama áferð og var á púðurvörunum í hátíðarlínu merkisins árið 2012.
Augnskuggarnir sem þið sjáið fyrir miðju myndarinnar eru efstir á mínum óskalista – sjúkir ekki satt!
Mig langar í eitt púður alla vega – helst þetta með peach undirtóninum, held að sá litur muni fara mér best.
Ég er mjög spennt fyrir gel eyelinerunum sérstaklega þessum sem er efst í vinstra horninu. Þessi ljósi er líka skemmtilegur og það er eflaust hægt að gera margt skemmtilegt með honum.
Burstana verð ég eiginlega að eignast – ef þeir líta jafnvel út í alvörunni og þeir gera á mynd. En þetta eru í raun tvöfaldir burstar sem eru með gervihárum öðru megin og alvöru hárum hinum megin. Mér líst vel á þá og ég hlakka til að sjá þá í búðunum.
Línan verður fáanleg í báðum verslunum MAC.
Huggable Lipcolour:
Ný tegund varalita sem er innblásin frá trendum í Asíu. Þetta eru litir sem gefa bæði þéttan lit og náttúrulegan glans. Það er erfitt að finna varaliti sem gera einmitt þetta tvennt og því verður gaman að sjá hvort þeir muni standa undir nafni. Bæði liturinn og glansinn eiga að endast í alltað 12 tíma. Þessa mun ég pota í þegar þeir koma, sjálf er ég hrifnari af mattari litum og því verða þeir að vera truflaðir til að ég fallist á að kaupa einn ;)
Línan verður fáanleg í báðum verslunum MAC.
Ég finn á mér að árið 2014 verður æðislegt förðunarár! Mikið af spennandi nýjungum sem eru væntanleg hjá merkjum og ég hef nú þegar heyrt slúður og staðfestar fréttir um ný snyrtivörumerki sem eru væntanleg til landsins – hlakka til að mega segja ykkur meira ;)
EH
Skrifa Innlegg