fbpx

The Coocoo’s Nest

Fyrst blaðið gengur svona ótrúlega vel núna á lokasprettinum þá langaði mig aðeins að láta vita af mér. Við fjölskyldan prófuðum nýjan veitingastað fyrr í dag með yndislegum vinum og við kolféllum fyrir öllu, matnum, staðsetningunni, húsnæðinu og starfsfólkinu sem var svo yndislegt og framreiddi besta brunch sem ég hef fengið í langan tíma hér í Reykjavík. Ég get ekki mælt nógu mikið með The Coocoo’s Nest sem er staðsettur við hliðiná bestu ísbúð bæjarins, Valdísi, niðrá Granda. Endilega sjáið meira um staðinn HÉR á Facebooksíðu hans. En mig langar eiginlega að láta myndirnar tala sínu. Við fjölsyldan nutum þess að borða – ég er ennþá södd!

Takk kærlega fyrir mig allir á The Coocoo’s Nest – hlakka til næstu heimsóknar!

Að lokum langar mig aðeins að segja ykkur frá glænýrri myndavél sem ég er með í láni – ég er alveg að missa mig mér finnst hún taka svo flottar myndir – maturinn verður ennþá girnilegri sem ég hélt að væri bara ekki hægt ;)

Þetta er ný vél frá Canon – Canon EOS M – hún er lítil og nett, mjög svipuð minni frá Sony en bara svo miklu betri. Við Aðalsteinn erum að láta okkur dreyma um að eignast svona myndavél og selja bara okkar. Hún er á æðislegu tilboði núna einungis 79.990 – sjáið meira HÉR. Mér finnst eiginlega bara myndirnar sýna gæði vélarinnar best – ég kann ekkert á hana, hún er með snertiskjá og ég vel bara það sem ég vil fókusera á og smelli svo á takkann – vélin sér um rest. Ef ykkur vantar nýja myndavél þá mæli ég með þessari. Þið munið sjá meira af myndum teknar á þessa vél á næstunni:)

EOS_M_Default_tcm13-945146Eigið góða helgi og bíðið spennt eftir Reykjavík Makeup Journal – þið munið finna það HÉR innan skamms***

EH

RT Burstarnir með appelsínugula skaftinu - sýnikennsluvideo

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Inga

    5. October 2013

    Haha! Þessi mynd af okkur Atla… jiminn. Annars er ég að pæla að fara aftur á morgun að borða. ;)

  2. Ása Regins

    5. October 2013

    Já ég er á leiðinni á þennan stað í næstu viku – sounds wonderful !