fbpx

Takk fyrir fallegar kveðjur*

Lífið MittMeðganga

Ég hef smá auka orku eftir að hafa náð mér í hana með góðri slökun núna seinni partinn bæði í formi svefns og smá tíma fyrir sjálfa mig með kaffibolla á svölunum útfrá setustofunni á deild 22A. Ég ákvað því að skrifa smá til ykkar kæru lesendur bara til að láta ykkur nú vita að það væri í lagi með mig – svona miðað við allt saman.

Hér er ég í góðum höndum uppá Kvennadeild Landspítalans, haldin miklum verkjum í kvið og baki og bendir allt til þess að eitthvað sé í gangi í nýrunum á mér. Ég er búin að fara fjórum sinnum í ómskoðun, þónokkuð oft í blóðprufu og oftar hef ég verið látin skila þvagprufu. Ég er á sterkum verkjalyfum og nánast með áfastan kælipoka á mér hvert sem ég fer. Hér er svakalega vel hugsað um mig og ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir yndislega starfsfólkið sem er hér og heldur mér gangandi – svo ekki sé minnst á unnustann og soninn sem gera lífið svo yndislegt og gera allt fyrir óléttu konuna sína.

Screen Shot 2015-07-26 at 4.12.40 PM

Það styttist í að krílið komi í heiminn og eins og staðan er núna tek ég bara einn dag í einu, ég held það sé langbest. Ég er ekki búin að eiga góða daga undanfarið og satt best að segja hef ég verið við það að gefast upp og ég hef mikið grátið. Það hlaut þó að koma að því að tárin færu að streyma undan álagi og kvíða en ég er á betri stað í dag. Í dag er andlega hliðin sterk en líkamlega hliðin er sárkvalin af verkjum sem vonandi fara að kalla þetta gott.

En í dag er boðið uppá brúna rúllutertu með kaffinu og það þurfti lítið annað til að gleðja mig í dag og ég valdi mér sneiðarnar sem voru með mestu kreminu á milli.

Screen Shot 2015-07-26 at 4.03.28 PM

En ég vildi bara líta við og segja hæ, ég er á lífi – það er allt í góðu með barnið sem verða bestu verðlaunin fyrir erfiði síðustu vikna og ég hlakka meira og meira til með hverjum deginum að fá að kynnast því og fá að njóta þess að fylgjast með strákunum mínum kynnast því líka og við fáum að verða fjögra manna fjölskylda.

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar, hugsanirnar, straumana og orkuna sem þið hafið verið að senda okkur síðustu vikur – það er ómetanlegt og yndislegt að finna hvað maður á góða að***

EH

Dúskatagl

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sandra

    26. July 2015

    Góðan bata og leitt að heyra hversu miklar kvalir þú þurfir að þola.. :( flott að heyra að krílinu líði vel. Við konur erum ótrúleg í að fórna okkur fyrir ungana. Því um leið og barn er innanborðs getum við eingu stjórnað hvernig næstu mánuði verða en allt þess virði. Það er rökrétt að taka dag fyrir dag og vonandi að þér batni um leið og þú ert orðin 2ja barna móðir. Tek vel undir að þær eru yndislegar þarna og stefán var svo yndislegur að kíkja reglulega á mig á sínum tíma þegar sigmar gat ekki komið, þegar ég gekk með Arnór. vonandi hefurðu einhvern sem er dugleg/ur að kíkja til þín :)