fbpx

Sýnikennsluvideo: Að hreinsa förðunarbursta

Ég Mæli MeðFörðunarburstarMakeup ArtistReal Techniques

Ég hef mikið verið spurð útí hvernig á að þrífa förðunarbursta. Ég ákvað því að skella í eitt stutt sýnikennsluvideo þar sem ég fer yfir tvær leiðir til að þrífa bursta – eina fljótlega og aðra sem tekur aðeins meiri tíma. Sjálf notast ég við báðar þessar aðferðir. Það er mjög mikilvægt að hugsa vel um burstana til að auka endingu þeirra og þar eru þrif og hreinlæti stór partur. Real-Techniques-Brushes-Hello-October4Eftir að ég hef þrifið burstana uppúr léttu sjampói og vatni þá læt ég burstana liggja svona á flötu yfirborði á t.d. handklæði. Venjulega legg ég undir mig eldhúsborðið þegar ég þríf burstana. En þið fáið að vita allt um það og meira til í myndbandinu hér fyrir neðan…

hreinsunbursta2Hér sjáið þið burstahreinsinn sem ég nota, þessi er einn af þeim bestu en hann fæst því miður ekki á Íslandi. Það sem er svo gott við hann er að burstarnir eru svo fljótir að þorna svo þessi er ómissandi í kittið mitt í verkefnum. Burstahreinsirinn er frá merki sem heitir Cinema Secrets.hreinsunburstaÞegar ég hreinsa burstana extra vel sem er þá fyrir verkefni eða eftir þau þá nota ég milt sjampó eins og barnasjampóin frá Johnson’s. Ef ég á það ekki til þá nota ég nú bara það sem ég er með í sturtunni. Eins hafa sápustykkin úr BodyShop reynst mér vel, þau hreinsa burstahárin ótrúlega vel.

Mér finnst mjög mikilvægt að þetta myndband nái til sem flestra sérstaklega eftir vinsældir Real Techniques burstanna sem ég held stundum að finnist inná hverju einasta baðherbergi Íslands. Hugsið vel um burstana ykkar og þá endast þeir vel og lengi. Mínir RT burstar eru alltað eins og hálfs árs gamlir og ég sé ekki muninn á þeim og nýrri burstunum. Ég passa sérstaklega vel uppá hitastigið í kringum burstana svo límið losni ekki en mínir burstar hafa aldrei farið úr hárum og ég á slatta – vægast sagt;)

Ef þið eruð með einhverjar spurningar ekki hika við að senda mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is eða skella í athugasemd.

EH

Mín förðun: Hársýning Wella

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

14 Skilaboð

  1. Kamilla

    25. March 2014

    Með hvaða burstahreinsum mæliru sem fást á Íslandi og eru góðir í svona fljótlega burstahreisun? :) Takk fyrir fróðlegt myndband!

    • Kamilla

      25. March 2014

      Já og mig langarði að bæta við, ég sá svo sniðuga leið til að þurrka burstana..Ef maður á svarta dæmið sem kemur utan um bustasettin þá er snilld að setja burstana bara öfugt í það og tilla á borðbrún og þá er alveg bókað að ekkert vatn fari inn í þá :) http://nyrmirez.files.wordpress.com/2013/01/img_4151.jpg

    • MAC, Bobbi Brown og mig minnir að makeup store sé með hreinsi líka – svona það sem ég man fyrst eftir :)

  2. Hrund

    25. March 2014

    Er í lagi að nota hvaða sturtusjampó sem er til að hreinsa burstana? Annars frábært video, takk fyrir þetta:)

  3. Karen

    26. March 2014

    Hvaða naglalakk ertu með á þér þarna? ;) Voða fínt!

    • ohh þetta er æði! Þetta er úr vorlínu Dior – Porcelain nr. 204 – sýni það líka betur eftir á blogginu seinna :)

  4. Halla F

    26. March 2014

    Sæl Erna og takk fyrir frábæra síðu. Ég er búin að liggja yfir blogginu þínu í nokkrar vikur núna (er forfallin Lorea´l fan!!).
    Ég farða mig á hverjum degi, viltu þá meina að ég eigi að þrífa burstana mína 2.-4. hvern dag? Ég á voðalega fína BB bursta en hárin fara mjög mikið af þeim, veistu nokkuð af hverju það getur verið?

    Takk enn og aftur, öll þessi myndbönd eru að gera góða hluti :)

    Kveðja,
    Halla

    • Nei alls ekki kannski var þetta ekki nógu skýrt hjá mér:) en burstahreinsir er meira til að hreinsa inná milli td augnskuggabursta þegar þú breytir þá kannski um liti dag frá degi og átt kannski ekki marga bursta og ef þú lánar burstana er mikilvægt að sótthreinsa þá eins og með burstahreinsi annars er nó fyrir þig að þrífa þá á 4-6 vikna fresti með seinni aðferðinni:) með hárin í burstunum þá er líklegt að límið sé að gefa eftir – eru þeir gamlir – mikið notaðir?

  5. Halla F

    26. March 2014

    Þeir eru ca 2 ára :( En vel notaðir samt sem áður, ég er svona makeup fíkill !!!

  6. Íris Hólm

    22. April 2014

    Sæl Erna og takk fyrir æðislega síðu!

    Mig langaði til þess að spurja þig að einu. Ertu að láta bursta liggja þá í sápuvatni eða ertu að þrífa hvern og einn í einu? :)

    • Takk fyrir fallega kveðju:) en nei ég þvæ einn í einu. Það er ekki sniðugt að láta þá liggja í vatni þar sem límið gæti mögulega losnaö til:)