Ég hef mikið verið spurð útí hvernig á að þrífa förðunarbursta. Ég ákvað því að skella í eitt stutt sýnikennsluvideo þar sem ég fer yfir tvær leiðir til að þrífa bursta – eina fljótlega og aðra sem tekur aðeins meiri tíma. Sjálf notast ég við báðar þessar aðferðir. Það er mjög mikilvægt að hugsa vel um burstana til að auka endingu þeirra og þar eru þrif og hreinlæti stór partur. Eftir að ég hef þrifið burstana uppúr léttu sjampói og vatni þá læt ég burstana liggja svona á flötu yfirborði á t.d. handklæði. Venjulega legg ég undir mig eldhúsborðið þegar ég þríf burstana. En þið fáið að vita allt um það og meira til í myndbandinu hér fyrir neðan…
Hér sjáið þið burstahreinsinn sem ég nota, þessi er einn af þeim bestu en hann fæst því miður ekki á Íslandi. Það sem er svo gott við hann er að burstarnir eru svo fljótir að þorna svo þessi er ómissandi í kittið mitt í verkefnum. Burstahreinsirinn er frá merki sem heitir Cinema Secrets.Þegar ég hreinsa burstana extra vel sem er þá fyrir verkefni eða eftir þau þá nota ég milt sjampó eins og barnasjampóin frá Johnson’s. Ef ég á það ekki til þá nota ég nú bara það sem ég er með í sturtunni. Eins hafa sápustykkin úr BodyShop reynst mér vel, þau hreinsa burstahárin ótrúlega vel.
Mér finnst mjög mikilvægt að þetta myndband nái til sem flestra sérstaklega eftir vinsældir Real Techniques burstanna sem ég held stundum að finnist inná hverju einasta baðherbergi Íslands. Hugsið vel um burstana ykkar og þá endast þeir vel og lengi. Mínir RT burstar eru alltað eins og hálfs árs gamlir og ég sé ekki muninn á þeim og nýrri burstunum. Ég passa sérstaklega vel uppá hitastigið í kringum burstana svo límið losni ekki en mínir burstar hafa aldrei farið úr hárum og ég á slatta – vægast sagt;)
Ef þið eruð með einhverjar spurningar ekki hika við að senda mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is eða skella í athugasemd.
EH
Skrifa Innlegg