fbpx

Sýnikennslu Myndband

makeupSýnikennsla

Eitt af markmiðunum mínum fyrir árið 2013 var að byrja að birta sýnikennslu myndbönd hér á síðunni. Fyrst um sinn ætla ég að prófa mig áfram með photobooth en draumurinn er samt að koma upp flottri stúdíóaðstöðu með góðri lýsingu og hvítum bakgrunni – það verður reddý fyrir árslok.Planið er að birta fyrsta sýnikennslu myndband fyrir lok þessarar viku. Í gærkvöldi fór ég í gegnum fullt af snyrtidóti og hér sjáið þið það sem mig langar að nota en þar sem ég veit ekki hvernig ég kem öllum þessum vörum fyrir í einu video-i þá verður frekari niðurskurður í dag. Svo er ég líka að reyna að ákveða hvernig lúkk ég á að sýna í fyrsta myndbandinuen ég hallast að því að það verði einfalt. Til að byrja með langar mig að sýna heil lúkk en svo kannski gera styttri myndbönd, með hyljurum, varalitum, skyggingu o.s.frv….

Ég sé fyrir mér að ég þurfi að mana mig uppí að horfa á myndbandið áður en ég birti það. Það er bara svo skrítið að hlusta á sjálfa sig – en ég verð að komast yfir það.

Ef þið hafið uppástungur um lúkk sem ykkur finnst tilvalið sem það fyrsta þá megið þið endilega skrifa þær sem athugasemdir hér fyrir neðan:)

EH

Góð Kaup!

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Anonymous

    17. February 2013

    Ég væri rosalega til í að sjá einfalt smokey og fallegan farða með natural clow:)

  2. Asa

    17. February 2013

    Blautan eyeliner, svo bara einfalt hvernig maður á að setja á sig meik og maskara.

  3. Rebekka Líf

    18. February 2013

    Ég er alveg að obsessa núna yfir nude förðuninni á Beyonce í Life is but a dream. Þessi fullkomna húð glóðið alveg á réttum stöðum þessa ofur létta augnförðun. Væri til í svoleiðis tutorial.

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. February 2013

      Já! mér var einmitt búið að detta í hug að gera sýnikennslu á makeupinu hennar á forsíðu Vogue:)

  4. Ása í Ameríku

    19. February 2013

    Ég hef verið að nota Too Faced pallettur, sem koma með frábærum skýringarmyndum. Ég er förðunarfötluð svo þetta var alveg nýtt líf að fá auðveldar leiðbeiningar með. Ég hlakka til að sjá kennslumyndböndin þín og hver veit nema ég fari að nota meira en BB krem (þér að þakka) og maskara hversdags :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      25. February 2013

      Þú ert snillingur! Ég þarf svo að koma út til þín og fara í snyrtivöruleiðangur með þér helst í Target;)