fbpx

Sýnikennsla – Sunnudagsaugu

DiorGoshLúkkmakeupMakeup TipsMitt MakeupNáðu LúkkinuShiseidoSmashboxSýnikennsla

Síðasta sýnikennslan með þessari lýsingu lofa – nú verður allt tekið í dagsbirtu;)Förðunin sem ég ætla að sýna ykkur í þessar sýnikennslu er held ég bara mín uppáhalds – þetta er sú sem ég geri á mig sjálfa langoftast. Hún er einföld og stílhrein og passar við hvert tækifæri svo er hún alveg ekta fyrir þær sem vilja ekki mála sig of mikið. Mér finnst við hæfi að kalla hana sunnudagsförðunina því það er oft eitthvað að gerast hjá manni á sunnudögum, skírnir, afmæli, kaffiboð og svo eru sunnudagar í mínum huga eru líka svona sparídagar þá langar mann oft að vera extra fín:)

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði:

  • Byrjið á því að setja ljósan lit yfir allt augnlokið ég notaði skugga frá Shiseido í Luminizing Satin línunni þeirra sem heitir Lingerie og er nr. BE701.

  • Setjið svo dökkbrúnan skugga yfir globuslínuna – berið skuggann á með mjóum bursta og gerið línu með skugganum akkurat í globuslínuna og dreifið svo úr litnum uppá við – þá verður miðsvæði augnanna alveg ljós og það koma skemmtileg mjúk skil á milli litanna.
  • Hér notaði ég líka skugga úr Luminizing Satin línunni frá Shiseido – þessi heitir Cavern nr. BR708.

  • Hér sjáið þið svo hvað skyggingin kemur vel út þegar augun eru opin. Það sem skiptir mestu máli er að deifa vel úr litnum.

  • Setjið svo eyeliner meðfram efri augnhárunum. Ég leyfði línunni aðeins að færast ofar og út þegar ég kom að ytri augnkróknum, mér finnst það opna augun aðeins meira. Hér notaði ég tússeyelinerinn úr Love Me línunni frá Smashbox.

  • Svo er það maskari hér er ég með maskara frá Gosh sem heitir Catchy Eyes – fyrsti Gosh maskarinn sem ég prófa og ég er mjööög hrifin.

  • Þessi Dior Addict varalitur er í miklu uppáhaldi hjá mér – liturinn er úr Chérie Bow vorlínunni þeirra og heitir Charmante og er nr 437.

Á morgun ætla ég svo að skjóta að ykkur einu einföldu ráði til að poppa aðeins uppá þessa förðun.

EH

Laugardagslúkk

Skrifa Innlegg