fbpx

Sýnikennsla – Brún augu og vamp varir

DiorLúkkmakeupMakeup TipsSýnikennsla

  • Lúkk dagsins og fyrir neðan vörurnar sem ég notaði:)

  • Byrjið á því að setja ljósasta litinn yfir allt augnlokið og upp undir augabrúnirnar. Dreifið vel úr litnum svo áferðin verði jöfn. Ég setti litinn líka aðeins í innri augnkrókinn til að fá fallegri heildarsvip á augun.

  • Næst setti ég gyllta litinn (efst í vinstra horni pallettunnar) yfir allt augað uppað globuslínunni. Dreifið vel úr litnum með blandara svo gyllti liturinn falli saman við þann ljósa efst á augnlokinu.

  • Setjið svo dökkbrúna litinn (neðst í vinstra horninu) meðfram augnhárunum, bæði neðri og efri. Ég er rosalega hrifin af því að nota frekar augnskugga en eyeliner í kringum augun til að halda augnumgjörðinni mjúkri.

  • Svo set ég að sjálfsögðu nóg af maskara – ég er svolítið skotin í þessum maskara – svona skrítnir burstar heilla mig svo!

  • Í lokaskrefinu setti ég ljósasta skuggann í vatnslínuna til að fá smá bjartari ásýnd yfir augun.
  • Svo setti ég eldrauða Dior varalitinn sem ég sýndi ykkur um daginn á varirnar en ég ákvað að poppa aðeins uppá varirnar í lokin – vamp fílingur um jólin er það ekki eitthvað;)

Ég valdi eina týpu af krullunum í Hárinu við þessa förðun en ég er bara með aðeins of sítt hár til að það sjáist… Krullurnar heita í bókinni “Leikkona”.

Brún augu finnst mér alltaf eiga við á jólunum – sumum gæti ef til vill fundist þetta of ljóst þá er um að gera að nota bara aðeins dekkri brúna liti en ég geri.

EH

Mánasöngvarinn - Tulipop

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðbjörg

    13. December 2012

    Sæl :) hvar fást Dior varalitir?