fbpx

Sýnikennsla – Augnskugga Blýantar

makeupMakeup TipsMaybellineSýnikennsla

Það getur verið gaman að leika sér með blýanta í öllum regnboganslitum og blanda þeim saman. Tvö merki – sem ég veit til um – hafa nýlega komið með á markað augnskuggablýanta sem er ennþá auðveldara að dreifa úr heldur en þessa hefðbundnu blýanta. Hér sjáið þið smá sýnikennslu af því hvernig er hægt að nota blýantana í fallegt jóla/áramóta lúkk!

 

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að ná lúkkinu – allar frá Maybelline í þetta sinn:)

  • Byrjið á því að setja nóg af brúna litnum yfir allt augnlokið. Passið að áferðin sé þétt og liturinn fari alveg uppvið eyelinerlínuna.

  • Notið svampburstann sem er aftan á blýantinum til að dreifa úr litnum – þið getið líka notað fingurna – liturinn er svo kremaður að það er ekkert mál. Ég nota venjulega alltaf fingurna til að má út línuna sem myndast við globusinn svo áferðin á augunum verði alveg flauelsmjúk.

  • Setjið svo fjólubláa blýantinn eins og eyeliner í kringum augun – bæði meðfram efri og neðri augnhárunum og dreifið aftur úr litnum með litla svampburstanum. Reynið að blanda bláa litnum aðeins saman við þennan brúna svo það séu engin áberandi samskeyti.

  • Setjið svo svarta litinn inní vatnslínuna, allan hringinn!

  • Að lokum er það svo nóg af maskara. Smoky Colossal maskarinn er glænýr og kom núna sérstaklega út með nýju blýöntunum. Augnhárin verða alveg kolsvört og ekki alveg jafn hvöss og með 100% svarta Colossal maskaranum.

  • Ég ákvað að varasalvi væri bara góður við þetta lúkk sérstaklega þar sem mikill varaþurrkur var að hrjá mig þarna ef þið takið ekki eftir því á hinum myndunum. Til að fá smá nude lúkk á varirnar virkar alltaf ráðið að setja smá farða eða hyljara undir varasalvann.

Þessi förðun tekur sko alls ekki langan tíma því lofa ég – blýantarnir renna svo mjúklega á augun. Svo sýni ég ykkur blýantana frá Smashbox innan skamms:)

EH

Makeup Biblían Mín

Skrifa Innlegg