fbpx

Sunnudagslúkkið…

Estée LauderEyelinerLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Það er ekki bara Estée Lauder þema á blogginu þessa vikuna heldur líka í snyrtibuddunni minni. Það er um að gera að setja reglulega á sig áskoranir um að prófa eitthvað nýtt og þó svo mínar áskoranir snúist um farðanir þá eru þær ekkert síðri en einhverjar aðrar sem snúast kannski meira að heilsu eða mataræði.

Mig langar í þessari viku að reyna að setja mér það markmið að nota sjálf líka bara vörur frá Estée Lauder og tengja þannig efni inní vikuna á blogginu og ef ég næ að standa mig vel þá tek ég farðanir vikunnar saman og skelli þeim inn  í einni færslu. Það verður þó engin förðun fyrir daginn í dag sem er algjör letidagur og ég ætla ekki að setja neitt í andlitið á mér nema mögulega einhverjar dekurvörur – og það bara ef ég nenni.

En í gær setti ég upp fyrstu Estée Lauder förðunina sem einkenndist af smokey eyeliner…

esteesmokey

Mér finnst alltaf gaman að setja upp svona mini smokey áferð á augun. Ég gerði það hér með tiltölulega nýjum eylinerblýanti frá Estée Lauder sem heitir Double Wear Stay in Place eyeliner og er í litnum Sapphire. Það sem er sérstaklega ánægjulegt með þennan er endingin á litnum sem er gott að hafa í huga fyrir sumarið því þessi er með 12 tíma endingu og kastar frá sér vökva sem er gott á heitum sumardegi. Ég valdi mér dökkbláan lit. Mér fannst það viðeigandi á þessum skrítna sumardegi þar sem var ekki alveg sól en samt ekki heldur skítaveður bara svona hvorki né veður :)

Ég set bara þétta línu með eyelinernum alveg uppvið augnhárin og dreifi úr honum með gúmmíinu sem er á hinum enda blýantisins. Það er þó oftast svampur á svona blýöntum en kosturinn við gúmmíoddinn er að það er hægt að hreinsa hann og hann rifnar ekki auðveldlega sem má ekki alltaf segja um svampana. Þessi áferð er alveg svakalega einföld í gerð það eina sem þarf að passa er að það sé jafnt af lit í línunum sem þið gerið á báðum augum svo áferðin í litnum verði jafn mikil báðum megin.

esteesmokey2

Á vörunum er ég svo með Pure Color Envy Shine varalit í litnum Intriguing – ég held ég sé löngu hætt að koma öllum á óvart með vali mínu á öllum plómulitum hjá öllum vörumerkjum hér á landi… Ég er orðin smá fyrirsjáanleg :) Varaliturinn er líka nýr hjá merkinu og ég ætla að segja ykkur betur frá þeim í vikunni ásamt því að minna ykkur á dásamlegt bb krem frá merkinu – BB Glow sem ég er með á húðinni ásamt ljómapennanum sem því fylgir.

Það er margt spennandi á leiðinni þar á meðal umfjöllun um sumarlínu merkisins, kynngin á andlitum þess en meðal þeirra er engin önnur en ein af aðaldömum dagsins í dag Kendall Jenner!

Njótið auka frídagsins – það ætla ég að gera, sundferð coming up :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Estée Lauder þemavika

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    25. May 2015

    Þetta lúkk kann ég að meta … virkar líka einfalt , þó það verði að koma í ljós :)

  2. Eva Björk Hickey

    26. May 2015

    Veistu hvað þessi eyeliner er að kosta?