fbpx

Estée Lauder þemavika

Estée LauderLífið MittMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Það er ekki langt síðan ég sagði frá því að ég ætlaði að fara að prófa mig áfram með smá nýjungar á blogginu. Ein af þeim nýjungum er að vera reglulega – með samt smá millibili – með þemavikur. Þá myndi ég eða þið mynduð líka hjálpa mér að velja eitt merki sem yrði tekið fyrir í öllum förðunarfærslum eða snyrtitengdum færslum vikunnar. Ég ljóstraði upp merkinu á snapchat rásinni minni í dag ernahrundrfj svo fylgist endilega með þar ef þið viljið vera fyrstar til að sjá fréttirnar…

Þessi hugmynd kom uppí hugann minn í byrjun árs og nú loksins hef ég smá tíma og rúm til að framkvæma hana – en ég er með alls konar skemmtilegar pælingar í kringum vikuna og færslurnar sem munu birtast. Ég veit nefninlega ekki með ykkur en ég heillast alveg svakalega af öllum sögum, öllum innblæstri sem liggur að baki vara og merkja og ég get setið hugfangin og hlustað á sögur af stórkostlegum konum og sögum á bakvið einhverjar vinsælustu vörur allra tíma. Merkið sem ég valdi fyrst til að taka fyrir af öllum þeim sem fást hér er merki sem heillar mig á alla vegu og er með stórmerkilega sögu og nokkrar vörur sem eru vinsælastar í sínum flokki hér á Íslandi og um heim allan en það er Estée Lauder. Merkið er eitt af þeim sem mér finnst ekki fara nógu mikið fyrir hér á Íslandi og mig langar að kynna það almennilega fyrir ykkur því það býr yfir mörgum vörum sem eru svo heillandi á marga vegu!

elþema

Hér fyrir ofan sjáið þið brot af þeim vörum sem ég ætla að sýna ykkur betur og segja ykkur frá í vikunni. Þarna eru bæði nýjungar og klassískar vörur sem eiga alltaf við!

Ég ætla alls ekki að ljóstra upp miklu um vikuna en þetta verður sú fyrsta og ég kem svo bara til með að móta hverja þemaviku dáldið í kringum hvert merki en það eru nokkur á to do listanum mínum :)

Að lokum langar mig að taka það fram að þemavikan er mín eigin hugmynd, engin bað um hana, engin greiðsla er þegin fyrir þessa viku né færslurnar sem munu birtast í tengslum við hana. Þemavikan er mín eigin hugmynd og þetta er bara sú fyrsta af mörgum. Hugmyndin mín er að geta kynnt ykkur sérstaklega vel fyrir merkjunum sem ég tek fyrir, ekki bara vörunum heldur líka sögu þeirra. Ég vona innilega að þið munið hafa gaman af ég er alla vega með fullt af skemmtilegu efni í vinnslu.

Ég hlakka mikið til að prófa þetta – mér þætti vænt um að fá smá feedback á það hvernig ykkur líst á hugmyndina svo endilega smellið á Like eða hjartað ef ykkur líst vel á að hafa stundum svona þemavikur með einu merki ;)

EH

Tagl...

Skrifa Innlegg